Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201620 Umræða Þ að er alltaf gaman að velta fyrir sér hunda- og katta- fólki og jafnvel muninum á því ef einhver er. Sjálfur er ég kattamaður, en skil samt hundaaðdáendur vel, ég hef kynnst þannig dýrum og veit að það er ekki annað hægt en að hrífast af karakter, visku, trygglyndi og vináttu góðra hunda. Ég held það sé algengara að þeir sem mest hafi umgengist hunda eigi erfitt með að skilja hvað það er sem við kattafólkið sjáum við okk- ar dýr; hundamenn skilja sumir ekki hvað geti verið spennandi við ferfætlinga sem ekki láta að stjórn fyrir nokkurn mun, er hvorki hægt að siga eða skipa fyrir, elta ekki auð- sveipir sinn eiganda og bera svosem ekkert sérstaka lotningu fyrir hon- um; ég held að þeir sem kynnst hafi köttum viti að þeir telji sig nú svona gegnumsneitt yfir mannfólkið hafna. Og að vinátta við fólk felist í því að þeir útvelja sumar manneskjur sem nógu verðugar til að fá að annast sig. Mannjöfnuður Maður hefur stundum séð í blaða- greinum og ýmsu káseríi gerðan samjöfnuð á frægum hunda- og kattavinum, og þá hefur yfirleitt hall- að mjög á hundamenn; dregnar eru upp frægar jákvæðar persónur sem aðhylltust ketti eins og Hemingway, Churchill og frægir húmanistar og þeim stillt andspænis þekktum hundamönnum á borð við Hitler og Stalín. Þetta er að vísu í gríni gert, en ekki minna ósanngjarnt fyrir það, segi ég af eigin reynslu sem aldavinur margra hundaeigenda sem jafnframt eru gegnheilt og gott fólk og eiga ekk- ert skylt við þau áðurnefndu fól sem þarna eru nefnd. Hinu er ekki að neita að stundum kemur fólk manni notalega á óvart með því að reynast hafa fallegt næmi fyrir dýrum, og það jafnvel hinir, í fljótu bragði, ólíkleg- ustu menn. Og það kom mér í hug þegar ég las á dögunum stórgóða nýja bók Garðars Sverrissonar sem heitir „Yfir farinn veg með Bobby Fischer“ og fjallar um vináttu þeirra tveggja. Þar segir Garðar meðal annars frá gönguferð þeirra tveggja um Bústaðahverfið, en þetta var þegar farið var að halla undan fæti með heilsu Bobbys; hann var orðinn mæðinn og fullur verkja, og pirraður eins og slíku fylgir gjarnan; farinn að þusa. Og þar segir: „Heilsubótargangan var að snúast upp í hreina píslargöngu þegar lítill svartur og hvítur köttur varð á vegi okkar á miðjum göngustíg í brekkunni niður að Sogavegi. Bobby hægði á ferðinni og bað mig að fara varlega. Kettir vilja engan æsing. Við námum staðar og kisan líka. Bobby beygði sig og rétti fram hend- urnar. Um leið gaf hann frá sér lágvært hljóð – einhvers konar kattahljóð, og um stund horfðust þau í augu, kisan og Bobby. En þá tók kisa skyndilega á rás og stökk inn í nærliggjandi garð, ógirtan og settist þar á neðstu tröppu við málmklætt steinhús. Þannig fór um sjóferð þá, hugs- aði ég og bjóst til að halda áfram göngunni. En í stað þess að halda áfram skálmaði Bobby inn í sjálf- an garðinn og alla leið að tröppum hússins. Þar beygði hann sig á ný nið- ur til kisu sem sat nú róleg og leyfði honum að strjúka sér varlega. Og nú tóku þau til við að hjala hvort til annars á mér öldungis framandi kattamáli. Á meðan þessu fór fram stóð ég álengd- ar og beið talsverða stund, logandi smeykur um að húsráðendur kæmu auga á Bobby, sem virtist ekki hafa af því nokkrar einustu áhyggjur. Þvert á móti virtist færast yfir hann stóísk ró, uns þau höfðu lokið kattatali sínu og Bobby sneri til baka ljómandi af inni- legri gleði. Við héldum áfram göngu okkar. Í stað þess að ræða frekar eðli Ís- lendinga fannst okkur nú upp- byggilegra að ræða betur eðli katta. Bobby sagði mér að á æskuárunum heima í Brooklyn hefði hann átt nokkra ketti og það væru einhver yndislegustu dýr sem hann hefði kynnst, miklu klókari og til- finningaríkari en menn héldu, ekki síst í samskiptum við okkur menn- ina. Þessi ár hefði hann sífellt verið að læra eitthvað nýtt um kettina, útsjónarsemi þeirra og spaugi- leg uppátæki. Tíndi hann til fjölmörg dæmi þar um og hló innilega, alveg sér- staklega þó að kettinum sem alltaf vildi stökkva upp á borð til að rýna í flóknar skákstöður með honum.“ „Yfir farinn veg …“ með Garðari og Bobby Eins og ég nefndi er bók þessi með ágætum, og oft á tíðum afar merkileg og næm mannlýsing sem þar er dreg- in upp. Það leituðu á mig efasemdir undir lok bókar, eftir að lýst hafði áður verið í löngu máli hve annt Bobby Fischer var um einkalíf sitt – sín prí- vatmál sem hann vildi ekki deila með neinum nema kannski sínum allra nánustu – af hve útmálandi ná- kvæmni Garðar segir frá veikindum hans undir lokin, þvagleggjum og til- heyrandi, en ég legg annars ekki á það neinn dóm – höfundurinn hlýtur sjálfur að hafa velt þessu mjög vel fyrir sér áður en hann skrifaði lokakaflana. En eins og ég nefndi þá fær maður við lestur bókarinnar um margt nýja sýn á þennan sérvitra snilling, með sín einþykku og ósveigjanlegu sjón- armið – til að mynda allt aðra sýn en maður hafði eftir að hafa séð nýlega heimildamynd um skákmeistarann sál- uga, og samskipti hans við vin sinn Sæma rokk. Af blöð- um bókarinnar birtist miklu manneskjulegri mynd, af gamansöm- um og djúpþenkj- andi manni, með fleiri víddir í sinni persónu en við blöstu. Ég var reyndar búinn að fá nasasjón af þessu sama af lestri bókar um heimsmeistarann sál- uga sem kom út fyrir svona tveimur árum, og Helgi Ólafsson stór- meistari skrifaði á ensku. Þar eru meðal annars mjög skemmti- legar frásagnir af veiði- ferðum þeirra tveggja í slagtogi við Jóhann Sig- urðarson leikara, sem Fischer kallaði alltaf Big Joe. Í kvöldsamkomum veiðiskálanna var eins og gengur gjarnan dreginn upp gítar og menn sungu saman vinsæl lög, en eins margir vita er Jóhann mikill söngvari, og hefur troðið upp í stórhlutverkum í helstu klassísku söngleikjunum í Þjóðleikhúsinu. Það breytti þó ekki því að skákmeistarinn kunni lögin og textana ekki síður en leikarinn og söng ekki af minni innlifun, og lét sig heldur ekki muna um að leiðbeina stórsöngvaranum að auki dálítið um flutninginn. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Hundamenn, og katta- menn eins og við Fischer Kattamaðurinn Bobby Fischer Hjalaði við kött á kattamáli. Bók Garðars Sverrissonar Veitir nýja sýna á sérvitran snilling. „Af blöðum bókar- innar birtist miklu manneskjulegri mynd, af gamansömum og djúp- þenkjandi manni, með fleiri víddir í sinni persónu en við blöstu. og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.