Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 20166 Fréttir Ómannúðlegt að senda þau heim í ótta og ofsóknir n Dega-fjölskyldan fær mikinn stuðning n Geðlæknir varar við að sonurinn verði sendur úr landi F rásögn albönsku Dega-fjöl- skyldunnar virðist hafa verið höfð að engu og rannsaka hefði mál hennar mun betur áður en ákveðið var að synja henni um hæli og dvalarleyfi hér á landi. Þetta segir lögmaður sem tek- ið hefur að sér að sækja mál fjöl- skyldunnar gegn íslenska ríkinu og Útlendingastofnun í von um að fá ákvörðuninni að vísa þessari fimm manna fjölskyldu úr landi hnekkt. Ljóst sé að fjölskyldan hafi sætt póli- tískum ofsóknum og útskúfun í heimalandinu og hún uppfylli fylli- lega skilyrði fyrir stöðu flóttamanna. Mál fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli síðan DV fjallað fyrst um það í síðustu viku og hefur hún fundið fyrir miklum stuðningi. Vinir og velunnarar hafa stofnað söfnunar- reikning til styrktar þeim, nemendur og starfsfólk Flensborgar hafa lýst yfir stuðningi við fjölskylduna og boðað hefur verið til samstöðumótmæla fyrir hana. Fjölskyldan hefur búið í Hafnar- firði undanfarna mánuði og líkt og fram hefur komið í DV hefur fjölskyld- an fest rætur á því rúma hálfa ári sem hún hefur dvalið hér. Tvö yngstu börn hjónanna Skënders og Nazmie Dega, þau Joniada og Viken, hafa blómstr- að í skólum sínum. Þá liggur fyrir vott- orð frá geðlækni þar sem mælt er gegn því að að elsti sonur þeirra, Visar, sem glímir við alvarleg geðræn vandkvæði, verði fluttur milli meðferðaraðila, hvað þá úr landi. Höfða mál gegn ríkinu Líkt og DV hafði greint frá hugð- ist fjölskyldan höfða mál til að fá ógilta niðurstöðu íslenskra yfir- valda og hefur hún nú fengið að- stoð við að útvega sér lögmann til að sjá um komandi málarekstur til að fá ákvörðuninni hnekkt. Lögmaður- inn sem tók málið að sér er Björg Val- geirsdóttir, hjá Dika lögmönnum. Hún segir í samtali við DV að næsta skref sé að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn innanríkisráðherra og forstjóra Útlendingastofnunar þar sem gerð verður sú krafa að úrskurð- ur kærunefndar útlendingamála og ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja þeim um hæli og dvalarleyfi, verði ógilt. Hún hafi einnig sótt um frestun réttaráhrifa meðan mál fjöl- skyldunnar verður rekið fyrir dómstól- um þannig að henni verði ekki vísað úr landi strax. „Þetta mál verður unnið af mikl- um krafti og óskandi að dómstólar sjái annaðhvort form- eða efnisgalla á málsmeðferðinni og ógildi þannig niðurstöður á stjórnsýslustigi. Form- galli yrði þá að málið hafi ekki verið rannsakað með fullnægjandi hætti en efnisgalli að ákvæði útlendingalaga um réttarstöðu flóttamanna og dval- arleyfi af mannúðarástæðum hafi verið túlkuð allt of þröngt.“ Frásögn að engu höfð Björg segir nauðsynlegt að fjöl- skyldunni verði ekki vísað úr landi meðan málið er rekið fyrir dómstól- um. „Þannig að þau geti komið í eig- in persónu fyrir dóminn og borið um stöðu mála. Að mínu mati, eftir að hafa lesið gögn málsins, þá virð- ist sem svo að það hafi ekki verið tek- ið nægt tillit til sérstakra aðstæðna þeirra, heldur frekar litið almennt séð á það hvernig ástandið í Albaníu er. Í niðurstöðunni kemur fram að frásögn þeirra sé lögð til grundvallar ákvörðuninni en engu að síður er allt sem þau segja haft að engu.“ Telur Björg þetta brjóta í bága við meginreglur stjórnsýsluréttar. Hún telur að rannsaka hafi þurft mál Dega-fjölskyldunnar mun betur ásamt því að stjórnvöld hafi ekki sinnt skyldum sínum til að leggja sérstakt mat á þeirra mál. Fjölskyldan hafi veitt miklar upplýsingar um ástæður þess að hún þurfti að yfirgefa landið. „Meðal annars vegna pólitískra ofsókna sem gerðu að verkum að fjölskyldan óttaðist um líf sitt og átti ekki möguleika á að lifa mannsæm- andi lífi í Albaníu. Þau voru útskúfuð úr samfélaginu og sættu hótunum og ofsóknum vegna fyrri stjórnmálaþátt- töku föðurins.“ Skilgreining hæfir aðstæðum Aðspurð segir Björg möguleika á að fjölskyldunni verði vísað úr landi á næstu misserum, það er að segja ef kærunefnd útlendingamála veitir henni ekki heimild til að vera hér á landi meðan á dómsmeðferðinni stendur. Nefndin kemur væntanlega saman um miðjan febrúar næstkom- andi og má búast við ákvörðun þá, þannig að fjölskyldan ætti því að vera í skjóli næstu daga. „Það væri mjög óeðlilegt að senda þau úr landi, í óvissuna í Albaníu, áður en endanleg dómsúrlausn á þeirra máli er komin hér á landi.“ Það er áhugavert að bera saman sögu Dega-fjölskyldunnar, sem DV hefur greint, frá við skilgreiningu á flóttamannahugtakinu samkvæmt útlendingalögum. En í 44. grein lag- anna segir meðal annars: „Flóttamaður samkvæmt lögum þessum telst vera útlendingur sem er utan heimalands síns af ástæður- íkum ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og get- ur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands.“ Björg segir þetta enduróma mál- flutning Dega-fjölskyldunnar. „Frásögn fjölskyldunnar af upp- lifun þeirra í Albaníu fellur að skil- greiningu á flóttamannahugtakinu, allt frá upphafi málsmeðferðar hér á landi. Að þau geta ekki og vilja ekki, af hræðslu við ofsóknir, leita á náð- ir yfir valda í Albaníu, af ótta um líf sitt og velferð. Hvorki vegna hótana í þeirra garð né til þess að sækja sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Kærunefnd útlendingamála virðist taka undir málflutning þeirra að vissu leyti, taka fram að búið sé að rann- saka hvernig stjórnkerfið í Albaníu virkar og er viðurkennt að spilling sé viðvarandi vandamál. Engu að síður felst niðurstaða kærunefndarinnar samandregin í því að fjölskyldan geti samt alveg leitað til yfirvalda þar með sín vandamál. Í þessu er fólgin aug- ljós þversögn og niðurstaðan er mjög óeðlileg þegar af þeirri ástæðu, en frásögn skjólstæðinga minna er trú- verðug út frá gögnum málsins.“ Sterk rök Nú ef ekki er fallist á að þau falli undir flóttamannahugtakið þá sækir Dega- fjölskyldan til vara um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. Björg segir þær mannúðarástæður mjög glöggar í þessu máli. „Það er ekki mannúðlegt að búa við ástæðuríkan ótta um líf sitt og heilbrigði í heimaríki þar sem aug- ljóst og viðurkennt er að spilling ríkir. Þar að auki er ekki mannúðlegt að rífa heila fjölskyldu upp með rótum og senda hana úr landi eftir þennan tíma og þann árangur sem hún hefur náð hér á landi, fjölskyldan hefur náð ótrúlegum tökum á íslensku, hefur tengst umhverfi sínu og samfé- lagi og börnin sækja skóla með góð- um árangri. Síðast en ekki síst hefur elsti sonurinn notið mannsæmandi heilbrigðisþjónustu hér á landi og svarar loks meðferð, sem hann gerði ekki í Albaníu, en fyrir liggur í málinu vottorð frá geðlækni sem mælir gegn því að hann verði færður milli með- ferðaraðila, hvað þá á milli landa. Og hann þarf á fjölskyldu sinni að halda.“ Kennarar og nemendur fylkja liði Til marks um þann stuðning sem Dega-fjölskyldan nýtur og þau við- brögð sem málið hefur vakið þá herma heimildir DV að átta starfsmenn Flensborgar, nemendafélagið, for- eldraráðið og starfsmannafélagið hafi skrifað stuðningsbréf fyrir Joniödu, sem þar hefur stundað nám með frá- bærum árangri undanfarna mánuði. Samkvæmt upplýsingum DV verður þessum meðmælum komið til Bjargar og þau lögð fram sem málsgögn. Þá hafa Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði og nemendafélag Flensborgar boðað til samstöðumótmæla við innanríkis- ráðuneytið vegna málsins. Safnað fyrir fjölskylduna Ljóst er að málarekstrinum mun fylgja talsverður kostnaður fyrir fjöl- skylduna og hafa vinir hennar því ákveðið að stofna sérstakan reikning til að safna fé þeim til handa. Reikn- ingurinn er á nafni Hildar Þorsteins- dóttur sem staðið hefur við bakið á fjölskyldunni að undanförnu, líkt og fleira fólk, og meðal annars verið að kenna þeim íslensku sem gengið hefur vonum framar. Þeir sem vilja styrkja Dega-fjöl- skylduna í baráttunni við kerfið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer: Bankaupplýsingar: 111-05- 26415, kennitala: 180964-5929. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ómannúðlegt Björg Valgeirsdóttir, lögmaður fjölskyldunnar, segir að það sé ómannúðlegt að rífa heila fjölskyldu upp með rótum og senda hana aftur til Albaníu þar sem hún óttist um líf sitt og heilbrigði. Barátta fjölskyldu Dega-fjölskyldan er komin með lögmann sem mun aðstoða þau í þeim málarekstri sem framundan er. Fjöl- skyldan sætir pólitískum ofsóknum, óttast um líf sitt og heilbrigði auk þess sem borð- liggjandi þykir að veita eigi henni dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Mynd Sigurður MiKael JÓnSSon Mynd aðSend Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.