Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Þóttist vera með krabba og sveik fé af vinum sínum n Rakaði höfuðið og naut lífsins n Enginn á spítalanum hafði séð hana H júkrunarkonu í Georgíu í Bandaríkjunum er gefið að sök að hafa safnað ígildi næstum 3,3 milljóna króna vegna krabbameins sem lögreglan fullyrðir að hún hafi aldrei haft. Mary Bennett er 29 ára gömul. Hún kveðst fyrst hafa greinst með fjórða stigs krabbamein árið 2013, í eggjastokkum, en það er lokastig krabbameins. Hún lýsti því í smáat- riðum á samfélagsmiðlum hvernig krabbameinið hefði leikið hana og greindi einnig frá því að hún hefði verið rekin úr vinnu. Frá þessu grein- ir Inside Edition. Fór í loftbelg Hún birti einnig lista yfir það sem hana langaði að gera áður en hún dæi, svonefndan „bucket“-lista. Það varð til þess að fólk styrkti hana fjár- hagslega til að fljúga í loftbelg, fara í fallhlífarstökk og í ferð til New Orleans. Ein söfnunin fjármagnaði ferð til Houston í Texas, þar sem hún, að eigin sögn, undirgekkst meðferð við sjúkdómi sínum. Styrktarsíður voru settar upp til þess að hjálpa Bennett að upp- fylla óskalistann. Ein þeirra bar yfir- skriftina „Moving Mountains for Mary“ þar sem veikindum hennar var lýst í þaula. „Ég vil bara þakka ykkur öllum fyrir. Ég kann inni- lega að meta framlög ykkar,“ skrif- aði Bennett á eina síðuna á Face- book. „Það er sannarlega erfitt að glíma við krabbamein, sama á hvaða aldri maður er. En að veikjast í annað skipti á 27 árum hefur gætt mig skyn- semi og auðmýkt.“ Bennett, sem flaggar því á Twitter að hafa sigrast á krabbameini, hef- ur lofað vinum sínum og velgjörða- mönnum að hún muni endurgreiða rausnarleg framlög þeirra í gegn- um starf hennar, sem hjúkrunar- fræðingur. Lygarnar virðast hafa verið um- fangsmiklar og Mary situr nú í varð- haldi. Á einum tímapunkti virðist hún hafa logið því að krabbameinið hefði dreifst og væri komið í heila hennar. Fundist hefðu fjögur ný æxli og hún þyrfti að undirgangast með- ferð á MD Anderson-spítalanum. Hún rakaði á sér höfuðið og vafði með sárabindum. Þegar hún var spurð hvers vegna örin sæjust ekki, talaði hún að þetta hefði einfaldlega verið kraftaverk. Falsaði undirskriftir Grunsemdir vöknuðu um að ekki væri allt með felldu. Hún reyndi að sefa þær með því að framvísa undir- ritaðri staðfestingu á meðferð sinni frá Emory Winship Cancer Institute. Undirskriftirnar reyndust falsaðar og Epifanio Rodriguez, fulltrúi hjá For- syth County Sheriff's Office, sagði við Inside Edition að stofnunin hefði aldrei heyrt á Bennett minnst. Allt bendir til þess að hún hafi svikið fé af fjölda vina sinna og ættingja í fimm eða sex ár, eða frá árinu 2010. Rann- sókn málsins stendur yfir en þegar hafa allnokkur fórnarlömb gefið sig fram. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Blekkingar Virðist aldrei hafa haft krabbamein. Enginn kannast við að hafa meðhöndlað hana. Handtekin Bennett sveik út 3,3 milljónir króna af fólki, aðallega vinum og ættingjum. GRENSÁSVEGI 12 · REYKJAVÍK · 553 3050 · WWW.RIN.IS GRENSÁSVEGI 12 · REYKJAVÍK · 553 3050 · WWW.RIN.IS „Ég kann innilega að meta framlög ykkar N iðurstaða líkskoðunar á fang- anum Darren Rainey, sem sat inni fyrir vörslu kókaíns, er að slys hafi orðið til þess að hann lét lífið í Miami-Dade-fangels- inu í Bandaríkjunum. Raunin er sú að Rainey var læstur inni í sjóðheitri sturtu í tvær klukkustundir – þrátt fyrir að hann hafi beðist vægðar og öskrað af lífs- og sálar- kröftum. Tilraunir til endurlífgunar báru engan árangur en húð hans var orðin laus á lík- amanum vegna hitans. Í krufningarskýrslu, útgefinni af fangelsinu, segir að dánarörsok mannsins, sem glímdi við andleg veikindi og lést árið 2012, hafi verið sambland af geðrofi, hjartasjúkdómi og innilokun [e.confinment]. Frá þessu greinir Miami Herald. Vatnið í sturtunni var að sögn 39 gráðu heitt og yfirstjórn fangels- isins fullyrðir að aldrei hafi staðið til að vinna manninum mein, þó að honum hafi verið haldið undir rennandi vatninu í tvær klukkustundir. Þeir segja að í aðdraganda sturtunnar hafi hann haft hægðir á gólf fangaklefans. Skýrslan kom út í vikunni en hefur ekki verið gerð opinber þar sem yfirstandandi er saka- málarannsókn vegna dauða Reineys. Málið hefur vakið hörð við- brögð vestanhafs og talað er um að það geti orðið til þess að gangskör verði gerð í meðferð á föngum í fang- elsum Florida-fylkis. n baldur@dv.is Læstur í heitri sturtu í tvo tíma Krufningarskýrsla Darrens Rainey gerir allt vitlaust Úr heims- fréttunum Svínaflensa Svínaflensa hefur greinst í Rússlandi og hefur fellt 107 manns, þar af fjórar barnshafandi konur. Fólk notar grímur á mann­ mörgum stöðum til að verja sig. Mikið tap Segðu það ekki ógrátandi, gæti þessi mynd sagt, en Marcus Schenck, fjármálastjóri Deutsche Bank greindi frá því á fimmtudag að tap bank­ ans væri 6,8 milljarðar evra. Hann ku þó aðeins vera að snýta sér á myndinni. Flóð Íbúar í Asuncion í Paragvæ þurftu að fara um á bátum í bænum vegna flóða. 100 þúsund hafa þurft að flýja heimili sín vegna og búist er við frekari hamförum. Straumurinn Flóttamannastraumur­ inn heldur áfram og hér sést hluti 290 flóttamanna sem ítalski flotinn bjargaði af litlum báti við strendur Sikileyjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.