Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 39
Menning 35Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Verið velkomin! 20% AFSLÁTTUR af kæli- og frystiskápum Leyndardómar Snæfellsjökuls inngangur er sagður vera í eldfjöll­ um og jöklum: „Vítiseyjan (f. L‘ile in­ fernale) var nafn á borðspili sem ég spilaði mikið þegar ég krakki. Upp­ runalega hét spilið Fireball Island og var gefið út af Milton Bradley árið 1986. Slagorð spilsins var: „Marg­ vídda ævintýri með hættum og háska!“ Leikurinn gerist á órann­ sakaðri hitabeltiseyju, heimili frum­ stæðra goðmagna,“ segir Anne. Síð­ asti sýningardagur Vítiseyjunnar í Listasafni ASÍ er sunnudaginn 31. janúar. n kristjan@dv.is Áhugakona um eldfjöll Anne Herzog heillaðist af ævintýrabók Jules Verne og flutti til Íslands til að kynnast Snæfellsjökli betur. Lee tók undir. Hann er einn þeirra sem hljóta viðurkenningu fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar á hátíðinni í ár, en hann hefur sagt að hann ætli frekar að mæta á körfu­ boltaleik sama kvöld – fjarvera hans verður því áþreifanleg. Rasísk umræða … í garð hvítra Lítið annað hefur verið rætt í kvik­ myndaheiminum að undanförnu og allir sem skipta máli spurðir um skoðun á málinu. Breska gæðaleikkonan Charlotte Rampling sagði í viðtali að mögu­ legt væri að svörtu leikararnir hafi einfaldlega ekki verðskuldað til­ nefningar og sagði að umræðan væri raunar rasísk í garð hvítra – hún sagði síðar að orð sín hefðu verið rang­ túlkuð. Michael Caine tók í sama streng og sagði að ekki mætti verð­ launa leikara bara fyrir að vera svart­ ir, heldur þurfi þeir fyrst og fremst að leika vel. Franska leikkonan og leik­ stjórinn Julie Delpy sagði að eflaust væri auðveldara að vera svartur leik­ ari í Hollywood en kona – hún baðst síðar afsökunar á ummælunum. Aðrar stjörnur hafa hins vegar tekið undir gagnrýnisraddirnar, til að mynda Mark Ruffalo og George Clooney, en Clooney sagði kvik­ myndabransann í heild sinni vera að færast í ranga átt. Hann sagði vanda­ málið ekki bara vera hver veldi til­ nefningarnar heldur hversu fá góð hlutverk væru í boði fyrir minni­ hlutahópa. Yfirgnæfandi hvít akademía En hvar liggur vandamálið? Ein helsta kenningin er að vandamálið felist í einsleitni Óskars­ akademíunnar sjálfrar, en með­ limir hennar hafa kosningarétt um tilnefningar. Af þeim sex þúsund einstaklingum sem skipa akademí­ una eru 94 prósent hvít, sem er mun hærra en hlutfall hvítra í Bandaríkj­ unum. Það er ljóst að smekkur fólks mótast af bakgrunni þess og lífs­ reynslu og spurningin er því hvort akademían tengi betur við sögur um hvítar persónur. Á undanförnum árum hefur verið gerð tilraun til að breyta sam­ setningu akademíunnar svo hún endurspegli þjóðfélagið betur og til að bregðast við umræðum undan­ farinna vikna var tilkynnt að sætum í akademíunni yrði nú fjölgað og skipulagi breytt til að hlutfall með­ lima úr minnihlutahópum myndi tvöfaldast á næstu fjórum árum. Fá færri hlutverk Samkvæmt grein The Economist um málið er ástæðuna þó ekki að finna í vali akademíunnar á bestu leikur­ unum. Þar segir að tæplega 12,6 pró­ sent Bandaríkjamanna séu af afrísk­ um uppruna en svartir leikarar hafi hlotið 10 prósent tilnefninga frá aldamótum – og 15 prósent verð­ launanna. Hlutfallið sé því nokkuð nærri lagi. Hið sama er þó ekki segja um rómanska Bandaríkjamenn, sem eru 16 prósent þjóðarinnar en hafa aðeins hlotið þrjú prósent af tilnefn­ ingunum frá aldamótum, eða asíska Bandaríkjamenn, sem eru sex pró­ sent þjóðarinnar en hafa aðeins hlotið eitt prósent tilnefninga frá aldamótum. Samkvæmt greiningu The Economist er ástæðan þá fyrst og fremst skortur á bitastæðum hlut­ verkum fyrir fólk úr minnihlutahóp­ um. Fjöldi ólíkra hlutverka í banda­ rískum bíómyndum endurspeglar bandarískt þjóðfélag nokkuð vel, en þegar kemur að aðalhlutverkum skekkist myndin umtalsvert. Svartir fá níu prósent aðalhlutverka, rómanskir aðeins þrjú prósent, asískir tvö prósent, en hvítir 85 pró­ sent. Þegar tölurnar eru skoðaðar virð­ ist vera sem Óskarsakademían velji einfaldlega það sem er fyrir fram­ an hana – og það eru fyrst og fremst hvítir leikarar. Verða að kjósa með bíómiðanum Vandamálið virðist því liggja mun dýpra en í samsetningu akademí­ unnar. Þeir sem halda um stjórn­ taumana, framleiðslufyrirtæki, kvik­ myndaver, sjónvarpsstöðvar og leikstjórar, ákveða af einhverjum ástæðum að setja hvíta leikara í að­ alhlutverk frekar en fólk úr minni­ hlutahópum. Æðstu stjórnendur, jafnt í banda­ rískum stórfyrirtækjum sem og menningarstofnunum eru lang­ flestir hvítir og getur það verið hluti ástæðunnar. Önnur ástæða get­ ur verið að þeir séu einfaldlega að hlusta á áhorfendur sem velji að sjá kvikmyndir með hvítum aðal­ persónum – eflaust vegna þess að því eru þeir vanir: hvíta hetjan er „normið“. Greinarhöfundur The Economist kemst að þeirri niðurstöðu að ef áhorfendur vilji að kvikmyndirn­ ar (og þar með Óskarsverðlaunin) endurspegli samfélagið verði þeir að vera duglegri að kjósa með bíómið­ anum, og bendir á að Bandaríkja­ menn ættaðir frá rómönsku Ame­ ríku kaupi 25 prósent allra bíómiða í Bandaríkjunum. n Þegar Brando sniðgekk Óskarinn Þegar tilkynnt var að Marlon Brando hlyti Óskarsverðlaunin árið 1973 fyrir túlkun sína á Guðföðurnum, steig hann ekki sjálfur á svið heldur sendi Sacheen Littlefeather sem afþakkaði verðlaunin fyrir hans hönd. Með því vildi Brando mótmæla mismunun og misnotkun kvikmyndaiðnaðarins á frumbyggja- þjóðum Bandaríkjanna. #Svartir- SkiptaMáli Það má segja að réttindabarátta svartra Bandaríkjamanna hafi gengið í endur- nýjun lífdaga á undanförnum tveimur árum og meðvitund um stofnanabundið misrétti í garð minnihlutahópa aukist. Eftir nokkur áberandi mál þar sem hvítir lögreglumenn myrtu unga svarta Bandaríkjamenn án þess að hljóta dóm fyrir fór reiðialda um þjóðfélagið. Upp úr mótmælunum og óeirðunum reis hreyfing sem sameinaðist undir slagorðinu Black Lives Matter, eða Svört líf skipta máli. Markmið hreyfingarinnar hefur verið að berjast gegn stofnanabundnu ofbeldi og jaðarsetningu svartra Bandaríkja- manna, sem búa á fjölmargan hátt við krappari kjör en hvítir samlandar þeirra, jafnt efnahagslega, réttarfarslega sem menningarlega. Af hverju er einsleitni í kvikmyndagerð vandamál? Í fyrra spratt upp kröftug umræða á Íslandi um mikilvægi þess að konur tjáðu sig og segðu eigin sögur í gegnum kvikmyndamiðilinn. Dögg Mósesdóttir, kvikmyndaleikstjóri og formaður Félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi (WIFT), var ein af þeim sem lögðu áherslu á mikilvægi fjölbreytileikans. DV fékk hana til að útskýra hverju hún teldi einsleitni í kvikmyndagerð vera vandamál. „Einsleitni í kvikmyndum er mjög alvar- legt vandamál þar sem kvikmyndir eru gífurlega öflugur miðill sem sökkvir sér í undirmeðvitund okkar og mótar viðhorf okkar til samfélagsins. Sú staðreynd að hvítir miðaldra karlmenn séu þeir „einu“ sem hafi eitthvað að segja í kvikmyndum gefur mjög skekkta og skaðlega mynd af samfélaginu. Þetta virkar sem eins konar þöggun á aðra þjóðfélagshópa og elur á fordómum,“ segir Dögg. 0 20 40 60 80 100 Kvikmyndir og kynþættir HvítirÍbúar í BNA Samtök leikara í BNA Hlutverk í bíómyndum Aðalhlutverk Óskarstilnefningar Óskarsverðlaun Tölur fengnar úr The Economist Rómanskir Asískir Aðrir Svartir Bestu leikararnir Allir þeir tuttugu leikarar sem eru tilnefndir í ár sem bestir, hvort tveggja í aðal- og aukahlutverki, eru hvítir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.