Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Þess vegna titrar allt Þ að hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að undan­ farið hefur gustað um emb­ ætti lögreglunnar á höfuð­ borgarsvæðinu. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa staðið yfir miklar breytingar hjá embættinu, talað hefur verið um að skipulag þess eigi að fletjast út, boð­ leiðir að styttast og meiri áhersla verði lögð á verkefni sem eru nær borgurunum. En hvað þýðir þetta og hvers vegna er upp kominn sam­ skiptavandi sem virðist illleysanleg­ ur? Breytingaferlið hófst með fund­ um Sigríðar með öllum einingum embættisins, sem voru þá 19 alls, þegar hún hóf störf haustið 2014. „Ég fékk á þessum fundum upp­ lýsingar um hvað fólk taldi að bet­ ur mætti fara. Í kjölfarið var skip­ aður umbótahópur, sem fékk í hendurnar samhljóma ábendingar. Hann vann áfram með hugmynd­ irnar. Hópurinn var að störfum frá nóvember 2014 og skilaði rétt fyrir páskana 2015 niðurstöðum sínum. Ég átti ekki sjálf sæti í þessum hópi. Þetta var unnið af fólkinu í lög­ reglunni. Það voru þess vegna ekki einungis mín sjónarmið sem ég var að að keyra í gegn á einhvern hátt, heldur voru þetta fyrst og fremst umbótahugmyndir frá fólk­ inu í lögreglunni,“ segir Sigríður. Skýrsla umbótahópsins var sett í tvo rýnihópa, sem skiluðu svo niðurstöðum. „Það var svo mitt að meta, hvað af þessu fengi framgang. Þessar skipulagsbreytingar voru kynntar um miðjan júlí, í fyrrasumar. Ég hef fengið gagnrýni fyrir að kynna þær á þeim tímapunkti, enda voru þá margir í sumarleyfi. Þetta hafði dregist og olli fyrir vikið óvissu. Ég taldi því best að klára málið. Þetta leiddi meðal annars til breytinga á skipuritinu.“ Ein þessara breytinga var að færa aðstoðarlögreglustjóra, sem áður voru stigi ofar en yfirlögreglu­ þjónar, niður á sama stig. Starfs­ stöðvar voru sameinaðar og yfir­ stjórnin færð að hluta til þeirra eininga sem þeir stýrðu, en með því átti að auðvelda aðgengi samstarfs­ manna að yfirmönnum. Valdsvið urðu smærri og boðleiðirnar áttu að styttast við þetta. Lögð var áhersla á nánara samstarf undirmanna og yfirmanna. Þessar breytingar eru í samræmi við skýrslu umbótahóps­ ins og rýnihópanna og í haust tók til starfa hópur sem er að innleiða breytingarnar. „Ég er ekki heldur hluti af þess­ um hópi. Lögreglan er í eðli sínu formföst og boðleiðir eru langar. Því þarf að breyta. Ég vil ná til fólks­ ins sem er að sinna verkunum. Ég hef þá bjargföstu trú að þau viti best hvað megi betur fara. Þau eiga að hafa rödd og hún á að heyrast. Þegar þau vilja breytingar þá eigum við að hlusta,“ segir Sigríður Björk, enda á þetta allt að snúast um að þjónusta borgarana eins vel og hægt er. Hvað gerðist? Þessar breytingar hafa verið um- deildar. En af hverju mætir þetta svona mikilli andspyrnu – ef þetta kemur frá gólfinu og frá fólkinu í lögreglunni? Ef þetta er svona fag- legt, hvað gerðist þá eiginlega? „Í fyrsta lagi er þetta ekki í fyrsta sinn sem óróleiki er í kringum breytingar hjá lögreglunni. Sem betur fer er fólk fljótt að gleyma,“ segir Sigríður Björk og vitnar til þess að árið 2010 lýsti Lögreglufélag Reykjavíkur yfir vantrausti á yfir­ stjórn lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu. Það var í tíð fyrri lögreglu­ stjóra, Stefáns Eiríkssonar. Þá stóðu „Það er verið að taka erfiðar ákvarðanir. Þess vegna er þessi titringur,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Embættið hefur verið mikið til umfjöllunar á undanförnum vikum og mánuðum vegna skipulagsbreytinga og valdabaráttu, og nú hafa tveir lögreglumenn verið sendir í leyfi meðan störf þeirra eru rannsökuð af héraðs- og ríkissaksóknara. Sigríður Björk segir erfitt að eiga við breytingarnar innanhúss ef óánægjan kem- ur aðeins fram í fjölmiðlum en ekki inn á borð til hennar. Hún segist vona að almenningur haldi áfram að treysta lögreglunni og skynji að það sé verið að taka á málunum. Í opinskáu viðtali ræðir Sigríður þennan óróleika, fortíðar- og fram- tíðarvanda lögreglunnar og minnir á verkefnin sem ganga vel, sem eru þrátt fyrir allt fjölmörg. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Dáist að starfsfólki sínu „Við erum með gott og fært fólk. Ég dáist að starfsmönnum lögreglu,“ segir Sigríður Björk. MynD ÞorMar Vignir gunnarSSon „Ég held að óánægjan beinist ekki fyrst og fremst að mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.