Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 31
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Fólk Viðtal 27 og skúrir, eins og gengur og gerist, á þessum rúmu 40 árum. „Kannski höf- um við bara verið heppin en auðvitað erum við langt frá því að vera fullkom- in. Til að svona gangi verður fólk að eiga skap saman, geta verið ósam- mála, rifist og umborið aðrar skoðanir en sínar eigin. Við höfum alltaf verið góðir félagar og á heildina litið verið góðir vinir en líka átt í árekstrum, og við skildum til að mynda í eitt ár. Við vorum ung og höfðum bara gott af því. Það var eitthvað sem varð að gerast.“ Þrátt fyrir langt samband hafa þau aldrei látið pússa sig saman. „Ég held að við séum ekkert að fara að gifta okkur. Ekki nema það sé eitt- hvað praktískara upp á erfðamál. Ein- hvern tímann vorum við trúlofuð en eftir að Hulda sturtaði niður trúlof- unarhringnum höfum við ekkert rætt það aftur.“ Fimm ár í New York Eftir þrjú ár í Myndlista- og handíða- skóla Íslands fékk Jón Óskar nóg og fór að leita sér að skóla erlendis. „Ég hugsaði helst um Berlín, London, New York eða Pólland. Í Póllandi var mikil hefð í plakatgerð sem var eitthvað sem ég hafði áhuga á að nýta í myndlist og fór því í pólska sendiráðið þar sem mér var sagt að það væri galin hug- mynd svo ég hætti við það. Mér fannst Berlín líka spennandi en London ekki eins, og þar sem ég hafði lært frönsku en ekki þýsku í menntaskóla var þægi- legra að fara til enskumælandi borgar. Það var því lógískt að velja New York,“ segir hann en þau Hulda skráðu sig í nám í School of Visual Arts í New York og dvöldu í borginni í fimm ár. „Þetta voru miklir umbrotatímar í borginni; þegar nýja málverkið var að koma fram. Svo náðum við í rass- inn á því sem á undan hafði verið. New York er svo furðulegur suðu- pottur. Einhvern veginn eru allir útlendingar. Þessi borg er ekkert lík Ameríku. Maður tekur eftir því þegar maður kemur þarna aftur að allt það fólk sem maður þekkti er farið. Þetta er svæði ungs fólks. Í New York hefurðu aðgang að öllu því sem er mest spennandi. Ef það er ekki kom- ið kemur það fljótlega.“ Bowie stærstur Tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi Jóns Óskars. „Ég hef alltaf öfundað tónlistarmenn en held að ég sé ekki með þetta eyra sem þarf. Ég var í barnamúsíkskóla og vildi alltaf verða eins og John Lennon en fann fljótt að tónlist var ekki mitt „game“. Ég hlusta gríðarlega mikið en vinn- an hjá mér er þannig að ég er aldrei stöðugt á vinnustofunni heldur vinn ég í skorpum. Undanfarnar tvær vik- ur hef ég hlustað á plötur frá morgni til kvölds og punktað niður. Svo kem- ur að því að ég tek vinnutörn. Ég hef aldrei verið góður í níu til fimm ritma.“ Einn af þeim tónlistarmönnum sem hafa haft hvað mest áhrif á Jón Óskar er David Bowie. „Ég hef verið mikill aðdáandi alveg síðan hann kom fyrst fram. Ég man hvað ég var hissa þegar ég heyrði fyrst í honum. Hann bjó til nýjan heim. Þessi dauð- dagi er líka alveg ótrúlegur – hvernig hann kemur með lokaplötu þar sem hann slúttar öllu, eins og þessu hafi verið leikstýrt,“ segir Jón Óskar og viðurkennir að hann syrgi stjörnuna. „Algjörlega og ég hef verið mjög hissa hvað margir virðast hafa verið Bowie- aðdáendur. Hér áður fyrr fannst mér ég eini maðurinn sem hafði áhuga á þessu. Það virðast allir hafa verið „pri- vate“ í þessum áhuga á honum,“ segir hann. Jón Óskar sá goðið flytja tónlist sína. „Ég var meira að segja í áhorf- endahópi með honum að horfa á Iggy Pop. Þá hnippti félagi minn í mig og sagði mér að kíkja aftur fyrir mig. Þar var hann. Að hlusta á vin sinn. Svo sá ég hann náttúrlega í Laugardalshöll. Þetta hefur verið mikið „obsession“. Hann er allra stærstur í mínu lífi, hann og Bítlarnir. Bowie og Ringo Starr og Kinks – ég er mikill aðdáandi Ray Davies.“ Búa á vinnustofunni Jón Óskar og Hulda hafa alla tíð deilt verkstæði en tóku skrefið lengra fyrir stuttu og búa nú á vinnustofunni. „Við eigum íbúð á Hverfisgötu en leigjum hana út. Þetta gekk ekki lengur. Við vorum alltaf að draga heim með okk- ur alls kyns dót. Íbúðin leit út eins og vinnustofa. Þess vegna ákváðum við að fá okkur vinnustofu á Granda og flytja þar inn. Í einu horninu er sófa- sett og í öðru eldhús en að öðru leyti er þetta vinnustofa. Þetta hefur gefist mjög vel og maður þarf ekkert að af- saka þótt það sé drasl því þetta er bara vinnustofa. Plássið niðri er fyrir grófa vinnu og sóðaskap en efri hæðin fyrir fíngerðari vinnu. Við vinnum þó aldrei á sama tíma. Það hentar okkur ekki því þá erum við fyrir hvort öðru. Hulda vinnur mikið í gips og það er mikið ryk sem fylgir því. Ég er með olíu og terpentínu. Það verður allt undirlagt hjá okkur. Þetta er spurning um „físík“. Við eigum líka vinnustofu í Vestmannaeyjum sem er mun stærri og þar getum við unnið bæði í einu.“ Lítil fjölskylda hentaði Burkni, einkasonur Jóns Óskars og Huldu, hefur ekki fetað í fótspor for- eldra sinna og lagt listina fyrir sig. „Ég hef tekið eftir því með börn kollega minna að þau hafa tilhneigingu að fara í öruggara starfsumhverfi. Burkni er forritari og með eigið fyrirtæki og var með mér í Gagarín á sínum tíma. Í dag býr hann til leiki sem reyndar er áhættusamur bransi. Kannski hefur hann aðeins smitast af okkur. Hann gæti alveg fengið sér vinnu enda þörf á tölvufólki, en hann hefur frekar kos- ið að vinna sjálfstætt.“ Burkni á þrjá syni og Jón Óskar er því kominn í afahlutverkið sem hann segir leggjast vel í sig. „Ég er sífellt að reyna að átta mig á því hvernig mað- ur á að vera sem afi. Þetta eru flottir strákar. Við eignuðumst bara einn son og einhvern tímann sá ég fyrir mér að maður gæti bara dáið út. Ég varð því kátur þegar ég áttaði mig á því að Burkni og hans kona vildu eign- ast stóra fjölskyldu. Enda er eilífðin fólgin í því að halda áfram í öðru fólki. Smæð okkar fjölskyldu stafar örugg- lega af vinnunni. Ég veit ekki hversu vel það hefði hentað okkur að eiga mörg börn, verandi bæði myndlist- arfólk. Við settumst þó aldrei niður og ræddum það. Ætli þetta hafði ekki verið ómeðvituð ákvörðun.“ Listamannalaun nauðsynleg Listamannalaun hafa verið ofarlega á baugi í samfélaginu upp á síðkastið – rökdeilur sem koma Jóni Óskari ekki á óvart. „Þessi umræða kemur upp á hverju ári og hefur gert síðustu 20 árin. Ég er fylgjandi listamanna- launum og tel að þau séu nauðsyn- leg en fólk getur auðvitað endalaust deilt um af hverju þessi og ekki hinn fær þau. Þetta helst ekkert endi- lega í hendur við árangur. Sum árin fær maður ekki en fær svo seinna þótt verkefnaskráin sé ekkert stærri. Þetta virðist fara eftir því hverjir eru í nefndinni í það og það skipti. Ég held samt að það séu allir að vinna þetta eftir bestu samvisku en það er ekki hlaupið að því að velja úr öllum umsóknum. Auðvitað er það þannig, meðvitað eða ómeðvitað, að maður veit meira um þá sem maður þekkir. Maður er ekkert endilega að fara að hampa þeim en maður þekkir betur til þeirra en yfirsést kannski eitthvað annað af því að maður þekkir það ekki nógu vel.“ Hann neitar því að orðræðan sé grimmari núna en oft áður. „Það er hasar út af Andra Snæ. Menn virðast telja að það sé verið að taka á honum vegna væntanlegs forsetaframboðs. Ég held að það sé ekki þannig. Andri Snær, og hópurinn í kringum hann, er of viðkvæmur fyrir þessu. Í umfjöll- un um árangurstengd laun er aðeins verið að tíunda statík. Ég held að því sé ekkert beint gegn Andra. Þetta eru bara tölur á blaði. Sjálfur vil ég Andra Snæ sem forseta. Ég held að hann yrði alveg frábær.“ Stofnaði Gráa köttinn Þótt myndlistin hafi verið ævistarf hans hefur Jón Óskar verið mikið við- loðandi útgáfu dagblaða og tímarita. Hann er höfundur Loka sem hefur prýtt baksíðu DV árum saman. Í dag fagnar Loki endurfundum. „Ég hef þörf fyrir að vera innan um annað fólk, því eins fínt og það er að vera á vinnu- stofu er það frekar einmanalegt. Það er gefandi að vinna á fjölmiðli og skynja þannig það sem er í gangi í samfé- laginu. Sú vinna hefur aflað mér tekna af og til auk þess sem við Hulda stofn- uðum Gráa köttinn, auk annarra fyr- irtækja, til að hafa eitthvert bakland. Þótt það gangi vel í listinni eitt árið getur næsta verið alveg dautt og þá þarf maður að hafa einhverja bak- tryggingu. Við eigum kaffihúsið enn- þá en erum með fólk sem sér um það fyrir okkur en dettum þar inn ef það eru veikindi. Þá stekkur maður til og fer á pönnuna.“ Smitast af ungu fólki Inntur eftir því hvernig það er að vera kominn yfir sextugt segir hann það líkt því að vera á sjötugsaldri. „Þetta er sérstakt. Maður er hissa. Ég man í gagnfræðaskóla þegar kennari talaði um aldamótin 2000 og að þá yrðum við 46 ára. Mér fannst það hrikalegt og gat ekki séð mig í þeirri stöðu en svo kemur þetta. Þegar hetjur manns fara að falla frá, eins og Bowie og Lennon, og með þeim þau viðmið sem maður hafði, finnur maður að það saxast á. Ég hef verið heppinn og unnið með ungu fólki í gegnum tíð- ina, sérstaklega á fjölmiðlunum. Svo hef ég farið á „reunion“ og hitt gömlu skóla félagana og fengið allt aðra mynd af mér. Það er svo gott að vinna með ungu fólki og smitast af því.“ Það eina sem heillar Hann viðurkennir að hafa oft velt því fyrir sér hvort það væri sniðugra að starfa við eitthvað annað en listina. „En þetta er það eina sem ég hef áhuga á. Þessi vinna getur verið erfið því hún yfirgefur þig aldrei. Ég öfunda stundum fólk sem sinnir sinni vinnu og fer svo heim og geymir vinnuna á meðan. Ég er alltaf með vinnuna með mér. Ekki endilega „físískt“ séð heldur er ég alltaf að velta henni fyrir mér. Stundum hef ég hugsað hvort það væri ekki þægilegt að geta farið í golf eða sund eins og annað fólk og gleymt bröltinu. En svo hverfur sú hugsun fljótt aftur.“ n Myndlistarmaður Jón Óskar er sonur myndlistarkonunnar Ragnheiðar Jónsdóttur. MYNd ÞorMar ViGNir GuNNarSSoN Saman í rúm 40 ár Myndlistarfólkið var einu sinni trúlofað en eftir að Hulda sturtaði niður trúlofunarhringnum hefur sú umræða legið í dvala. MYNd SiGtrYGGur ari „Andri Snær, og hópurinn í kringum hann, er of viðkvæmur fyrir þessu. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.