Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 20162 Vel að merkja - Kynningarblað Stimplagerðin í Síðumúla Elsta stimplagerð landsins S timplagerðin í Síðumúla 21 var stofnuð árið 1955 og er því elsta stimplagerð lands- ins. Óðinn Geirsson prent- ari keypti Stimplagerðina árið 1976 og hefur því rekið hana í 40 ár. „Við sérhæfum okkur í hvers konar stimpl- um fyrir einstaklinga og fyrirtæki og framleiðum þá úr gúmmíi og notum leysigeisla við það,“ segir Óðinn. Skilti úr rafgreindu áli og laserskorin plastskilti „Álið er afar vinsælt því það er álags- og veðurþolið og þolir íslenska veðráttu einkar vel,“ segir Óðinn. „Úr því framleiðum við meðal annars hurðarskilti, barmnælur, vélamerk- ingar og alls konar minni skilti fyrir hótel og veitingastaði,“ segir hann. „Þá skerum við með leysigeisla í messing skilti,“ bætir Óðinn við. Stimplagerðin 60 ára Stimplagerðin átti 60 ára afmæli í mars á liðnu ári og er afmælistilboð á Mobile stimpli nr. 9411 á 5.400 kr. til 29. febrúar næstkomandi. Stimpla- gerðin er opin mánudaga til föstu- daga frá kl. 09.00 til 17.00. n Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon Mikið úrval hjá Marko-Merkjum M arko-Merki ehf. er alhliða skiltagerð sem er einnig með auglýsingavörur. Fyrirtækið var stofnað 9. október 1982 af hjónun- um Soffíu Hjördísi Guðjónsdóttur og Pétri H. Hansen og hefur verið í eigu þeirra hjóna frá upphafi. Fyrirtækið kappkostar að bjóða mikið úrval af auglýsingavörum, verðlaunagripum og alls konar úti- og inniskiltum ásamt krossaskiltum á leiði og merk- ingum. Auk þess merkir Marko-Merki hús að utan og sker í ál, stál og fleira. Á heimasíðu fyrirtækisins www.marko. is má skoða það mikla úrval sem fyrir- tækið hefur upp á að bjóða. Leggja mikið upp úr miklu úrvali og góðri þjónustu „Við leggjum mikið upp úr miklu úr- vali og góðri þjónustu, lágu verði, og höfum gæðin í fyrirrúmi,“ seg- ir Pétur. „Við bíðum ekki með það til morguns sem við getum gert í dag. Úrvalið hjá okkur er heldur ekki af skornum skammti. Við prentum til dæmis á íþróttaföt, vinnuföt og ann- an fatnað. Einnig búum við til inni- fána (borðfána) og útifána ásamt alls konar gjafavöru, pinmerkjum, blöðr- um og smádóti,“ segir hann. „Í hart- nær tuttugu ár höfum við boðið upp á sandblástursfilmur í glugga, sem hafa notið mikilla vinsælda. Einnig sér- merkjum við persónulegar afmælis- og jólagjafir. Einnig erum við með mikið af verðlaunagripum í verslun- inni okkar,“ bætir hann við. ný þjónusta „Við erum að byrja að bjóða upp á skiltakerfi í stigaganga og fyrirtæki, en þetta er viðbót sem fyrirtækið hefur ekki verið með áður,“ segir Pétur. Marko-Merki er staðsett að Flatahrauni 31 í Hafnarfirði, rétt við Kaplakrikavöllinn. Opið er alla virka daga frá kl. 10.00 til 17.00. n Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.