Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 einnig yfir miklar breytingar hjá embættinu. Landssamband lög­ reglunnar hefur verið duglegt að láta heyra í sér af þessum tilefnum, þegar lögreglumenn telja að eitt­ hvað megi betur fara. Að þessu sinni, í þessu breytinga­ ferli sem nú stendur yfir, segir Sig­ ríður Björk að ljóst sé að hún sem lögreglustjóri sé að leggja fram aðr­ ar áherslur en áður hafi verið og annað verklag. „Ég legg mikla áherslu á sam­ ráð, en á móti kemur að það eru föst starfsstig, ákveðið boðvald, sem menn hafa innan einingar innar. Þessu boðvaldi hefur verið fylgt betur í gegnum árin en ég geri. Ég vil stytta boðleiðir. Það er umdeilt og ég skil það mjög vel. Það er erfitt að breyta því.“ Fleira kemur til og eldri breytingar sitja enn í fólki. Hjá lög­ reglunni á höfuðborgarsvæðinu starfa tæplega 380 manns en þeir sem sinna vaktavinnu hafa val­ frjálsan vinnutíma. Lögreglumenn þurfa að uppfylla ákveðna vinnu­ skyldu sem deilist niður á vaktir, en geta sett saman sitt eigið vaktaplan innan ákveðins ramma. „Valfrjálsi vinnutíminn var bæði hagræðingar­ aðgerð en átti einnig að vera til hag­ ræðingar fyrir lögreglumennina sjálfa sem starfa velflestir á vöktum. Yngra starfsfólk lögreglunnar er ánægðara með þetta fyrirkomulag, en það eldra, sem þekkti fastar vakt­ ir og vann í formfastari teymum, finnur fyrir breytingunni. Spurn­ ingalisti var lagður fyrir vaktavinnu­ fólkið í fyrra og samþykkti yfirgnæf­ andi hluti kerfið en það gerir það erfiðara að tryggja að samtalið nái til allra,“ segir hún. „Á sama tíma erum við líka að vinna í stöðuveitingum og breyting­ um sem eru viðkvæmar. Við erum undirmönnuð, við hefðum viljað fá meira rekstrarfé, þó að við séum að reyna að laga reksturinn að því fjármagni sem við höfum til um­ ráða, en það mun taka tíma. Það hefur verið mikill sparnaður í lög­ gæslunni undanfarin ár, án þess að verk efnunum fækki. Við það má bæta að verkefni hafa verið að breytast í kjölfar tækninýjunga og glæpaheimurinn breytist eins og hættumat greiningardeildar ríkis­ lögreglustjóra ber með sér.“ Sigríður nefnir einnig samfé­ lagslegar breytingar. Í opnara sam­ félagi gerast hlutirnir hraðar. „Það fer allt umsvifalítið í fjölmiðla. Þessi óánægja sem á að vera hér og þar, ég heyri yfirleitt af henni fyrst í fjöl­ miðlum. Ég finn að starfsfólkið er ósátt við það. Það er að koma til mín og segist vera ósátt við þessa miklu umfjöllun. Það tekur nærri sér að heyra og lesa að allt logi í ill­ deilum, því það sé sannarlega ekki þeirra upplifun. Það er þessi háværi minnihluti, oft á tíðum, sem veld­ ur þessu. Hinir halda sér kannski meira til hlés og vilja einfaldlega halda áfram að vinna sitt starf. All­ ir sem hafa rekið fyrirtæki með á fjórða hundrað manns, þar sem miklar breytingar eru í gangi, vita að það verða ekki allir ánægðir með allt. Lögreglumenn eru ekki sam­ mála um allt,“ segir Sigríður og vísar einnig til síðustu kjarasamninga þar sem lögreglumenn klofnuðu og samningarnir voru samþykkt­ ir naumlega. „Hún situr líka eftir, sú barátta. Ég finn að það er þreyta í mjög mörgum. Fólk er lang­ þreytt. Ég undirstrika að samstarfs­ menn segja mér að þeir vilji fara að fá frið frá þessu umtali,“ segir Sigríður. „Við þurfum að hlúa betur að mannskapnum, því nóg er álag­ ið í starfi starfsmanna lögreglu þótt þetta bætist ekki við.“ Ekki óstarfhæf En er þessi samskiptavandi þá eins og púðurtunna? Er ástandið svo viðkvæmt að lítið megi út af bregða? „Ég met það ekki þannig. Ég tel að ég vinni á afskaplega góðum vinnustað, sem er að ganga í gegn­ um erfiða hluti sem verða til bóta. Þetta er ekki óróleiki, en það eru einfaldlega ekki allir ánægðir með allar breytingarnar. Það eru hags­ munir í húfi hjá sumum. Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis í breytingaferlum og þetta eru víð­ tækar breytingar.“ Hvers konar hagsmunir? „Það er allur gangur á því. Það eru til dæmis stöðuveitingar, það getur verið breyting á áhrifasviði. Svo er nýtt fólk að koma upp á dekk. Breytingarnar geta valdið óöryggi og það er verið að taka á erfiðum málum.“ En stofnunin er að vinna með vinnu- sálfræðingi. Það hlýtur að gefa til kynna að ástandið sé alvarlegt. „Það segir okkur að við erum að taka á þessu. Fá upp á yfirborðið hvað sé að og hvernig eigi að leysa það,“ segir hún. Er yfirstjórn embættisins óstarfhæf? „Nei, það er hún alls ekki. Við fundum vikulega, við förum yfir mál sem eru í gangi, við erum með mörg umbótaverkefni í vinnslu og fleiri í bígerð og erum að vinna með aðferðum straumlínustjórn­ unar (Lean stjórnun). Það geng­ ur vel og hver og einn sinnir sínu starfi. Ég endurtek að í langflestum tilfellum heyri ég af óánægjunni í fjölmiðlum. Þar með er ég ekki að segja að ég geti ekki gert eitt­ hvað betur. Ég geri miklar kröfur til starfsmannanna, en ég geri það líka til sjálfrar mín. Ég er alltaf tilbúin til að hlusta á hvað ég geti gert betur. En til þess þarf fólk að ræða við mig beint en ekki í gegnum fjölmiðla. Svo þegar ákvörðunin er komin þá verður fólk að una því. Þú getur verið lýðræðislegur upp að ákveðnu marki. Þessar breytingar eru orðn­ ar. Það er komið nýtt skipurit.“ Í vikublaði DV í þessari viku er fjallað um tölvupóstsamskipti Ara Mattíassonar þjóðleikhússtjóra og Jóns H. B. Snorrasonar aðstoðar­ lögreglustjóra. Greint var frá því að Ari hefði, úr netfangi þjóðleikhús­ stjóra, sent Jóni tölvupóst, en þeir eru félagar. Menntamálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu hefur borist kvörtun frá yfirmanni hjá lög­ reglunni vegna póstsins. Þykir yfir­ manninum, Öldu Hrönn Jóhanns­ dóttur skrifstofustjóra, sem Ari setji fram ærumeiðandi og niðr­ andi ummæli um lögreglustjóra og „stelpurnar í lögreglunni“, eins og Alda og Sigríður eru kallaðar. Jón áframsendi póstinn til Öldu Hrann­ ar. Þessi tölvupóstur. Er hann birtingar- mynd þessa samskiptavanda? „Málið snýst um það að forstjóri opinberrar stofnunar sendir tölvu­ póst til aðstoðarlögreglustjóra, með rafrænni undirritun sem slíkur, sem síðan áframsendir hann innan embættisins. Þetta er ekki sent sem einkapóstur. Í póstinum, þar sem við erum kallaðar „stelpurnar“, erum við sakaðar um lögbrot; að vera að leka upplýsingum um rann­ sóknir lögreglu til fjölmiðla. Okkur finnst þetta vera alvarlegar ásakanir. Það kemur hvergi fram í honum að þetta sé einkamál milli félaga, sett fram í gríni. Jón sá tilefni til þess að senda þetta á Öldu Hrönn. Við veltum því fyrir okkur hvernig við ættum að bregðast við. Þetta fór í þennan farveg og verður tekið fyrir í kerfinu. Við sjáum ekki hvernig þessi tölvupóstur getur samrýmst starfi hans sem embættismanns. Ef þetta hefði ekki verið með þessum hætti, heldur einkapóstur á einka­ póst, hefði þetta aldrei farið þessa leið. Hvað sem því líður þá lýsir af­ staða þessi dapurlegri sýn á konur og nær fyrir vikið langt út fyrir það að varða okkur eingöngu.“ Ari segist sjálfur vera fórnarlamb í málinu. Sérðu það sem vörn? „Það verður hann að eiga við aðstoðarlögreglustjóra, sem áframsendir póstinn. Fá skýringar hans á því.“ Í póstinum er vitnað til þess að „þið stelpurnar“ ætlið að keyra í gegn breytingar og fleira. Hefur kynferði þitt eitthvað með málið að gera, hvort sem er gagnvart þessum óró- leika eða öðrum verkefnum sem þú hefur aðkomu að hjá embættinu? „Ég vona ekki. Við erum á árinu 2016,“ segir Sigríður Björk. „Það getur verið að ég hefði þurft að nálgast hlutina öðruvísi þegar ég kom til embættisins. Ég nálgað­ ist þá kannski of mikið á mínum forsendum, en ekki á forsendum þess hóps sem fyrir var. Það er eitt af því sem ég sé í baksýnisspegl­ inum að ég hefði átt að setja mig betur inn í menningu embættisins. Ég fór inn og starfaði samkvæmt þeirri menningu sem ég var vön, sem er á margan hátt frábrugðin þeirri sem þarna ríkir. Kannski skýrir það hvers vegna þetta ferli var þyngra en til dæmis breytingaferlið á Suðurnesjunum,“ segir Sigríður Björk, sem í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum gerði einnig miklar breytingar á skipuriti embættisins þegar hún var þar. Finnst þér umræðan og óánægjan beinast of mikið að þér? Er það skilj- anlegt? „Það er erfitt að svara því. Ég held að óánægjan beinist ekki fyrst og fremst að mér. Það er óánægja með hluti sem betur mættu fara innan embættisins. Það er líka hluti af þessu öllu, þessi fortíðarvanda­ mál. Menn eru að horfa í baksýnis­ spegilinn, eru ósáttir við fyrri breytingar og hvernig staðið var að þeim og eru hvekktir.“ Hún segir að hluti af breytinga­ ferlinu sé að breyta vinnumenningu lögreglunnar. Til þess hefur einnig verið fenginn vinnusálfræðingur. Þurfa að halda í traustið Í desember greindi MMR frá því að almenningur bæri mjög mikið traust til lögreglunnar á Íslandi, líkt og fyrri ár. Það eru sterkar and­ stæður í því að traust almennings til embættisins sé mikið en á sama tíma komi innri skoðun á starfi lög­ reglunnar verr út úr rannsóknum. Til dæmis sýna kannanir á vegum SFR undanfarin ár mikla óánægju meðal starfsmanna embættisins og árið 2013 kom út skýrsla þar sem fram kom að lögreglumenn upp­ lifðu einelti og kynferðislega áreitni í vinnunni. Er ekki hætt við að traust til lög- reglunnar bíði hnekki eftir svo stormasama tíð? „Ég vona að traustið bíði ekki hnekki vegna þeirra mála sem hafa komið upp, vegna þess að það er verið að taka á þeim. Ég held, og vona, að flestir átti sig á því að svona getur gerst í öllum stéttum, alls staðar. Við erum að reyna að taka á þessu og breyta þessari menningu,“ segir Sigríður Björk. Hefur þú fundið fyrir þrýstingi varð- andi það að þú takir ábyrgð á þess- um málum og segir af þér? „Nei, alls ekki. Ég held að fólk skilji hvað við erum að gera. Þetta er og á að vera opið ferli, þessi breyting á skipulaginu. Þetta eru krefjandi verkefni, samfélagið er breytt, kannski er þetta persónu­ legra, persónugerðara og fleiri hafa vissulega skoðanir á hlutunum. En ég hef ekki fundið fyrir neinni slíkri pressu, um að segja af mér, nema þá kannski frá fjölskyldunni minni sem verður stundum svolítið þreytt á þessu. Ég verð að segja það fyrir sjálfa mig að ég fór yfir árið 2015 á gamlárskvöld. Ég horfði yfir farinn veg og til framtíðar og velti þessu fyrir mér. Það sem mér var efst í huga, var þakklæti. Þakklæti fyrir að fá að hafa áhrif á þessa málaflokka sem ég hef sterkar skoðanir á. Ég trúi því að lögreglan geti átt mikinn þátt í uppbyggingu samfélagsins. Við erum sterk stofnun sem getur alltaf gert betur. Við sem þjónustu­ stofnun eigum að aðlagast breytt­ um kröfum þeirra sem við þjónum – innan ramma laganna. Það er verið að taka erfiðar ákvarðanir. Þess vegna er þessi titringur. Það er mitt hlutverk. Ég fylgi stefnumótun og áherslum þingsins og ráðherra. Það eru ólíkar áherslur hjá lögregluembættunum sem snúa að landfræðilegum og samfélagslegum breytum hvers svæðis. Sértæku áherslurnar hjá okkur eru ofbeldisbrot, úrlausn þeirra og forvarnir gegn þeim. Að horfa á hvernig við getum veitt bestu mögulegu þjónustuna innan þess ramma sem við erum að starfa eftir og fjárheimildir leyfa.“ Hvernig ætlar þú að lægja öldurnar? „Það kom til dæmis í ljós að við og Landssamband lögreglumanna hefðum mátt vinna betur saman, svo þeir vissu betur hvað væri í gangi og gætu þá sett sig betur inn í þær kvartanir sem þeir voru að fá. Það er líka eðlilegt að ég fái að heyra þær, beint og milliliðalaust svo ég geti þá lagað það eftir megni sem út af ber. Eitthvað er kannski á misskilningi byggt og annað á við rök að styðjast og þá lögum við það. Það er markmiðið. Annars höldum við okkar striki. Það að stýra lögreglu verður ekki alltaf gert þannig að allir séu alltaf sáttir. Það hefur lengi verið óró­ leiki innan lögreglunnar og það mun kannski seint breytast. En í grunninn mætir fólk í vinnuna, reynir að gera sitt besta, starfar inn­ an góðra eininga og innir af hönd­ um mjög gott starf.“ Þarf að hlúa að fíkniefnadeild Fleira hefur komið til umfjöllunar á liðnum vikum og mánuðum. Tveir starfsmenn fíkniefnadeildar lög­ reglunnar hafa verið settir í leyfi frá störfum. Annar þeirra var færður í gæsluvarðhald, grunaður um óeðli­ leg samskipti við brotamenn. Hinn var verið færður til í starfi, meðal annars eftir að samstarfsmenn hans lýstu yfir vantrausti á hann. „Það var ákveðinn aðdragandi að þessum málum,“ segir Sigríður og bætir því við að hún geti ekki tjáð sig um málin tvö þar sem þau séu til rannsóknar hjá ríkissaksóknara og héraðssaksóknara. Sigríður segir að málið sem varði lögreglumanninn sem var færður í gæsluvarðhald hafi verið sérstaklega vandasamt. „Það var ekki hægt að ræða málið eða feril þess við neinn. Það olli vanlíð­ an og jafnvel misskilningi. Við erum að vinna með það innan embættis­ ins, því vitaskuld var það mikið áfall fyrir starfsfólk þess.“ Hefurðu áhyggjur af fíkniefna- deildinni eftir þessa atburði? „Ég held að það þurfi að styrkja þá einingu. Það hefur verið óróleiki í þessari deild í langan tíma, sem hófst löngu áður en ég kom til emb­ ættisins. Í ljósi þess sem kom upp held ég að það þurfi að hlúa sérstak­ lega að deildinni og gæta að trúverð­ ugleikanum gagnvart samstarfsfé­ lögum og almenningi. Það þarf að taka erfiðar ákvarðanir í tengslum við það og það hefur tekið mikið á og verið erfiður fasi, fyrir alla hlut­ aðeigandi.“ Nú er búið að breyta verkefnum yfirmanns deildarinnar, Aldísar Hilmars dóttur. Hvers vegna er það gert? „Þetta er til sex mánaða, meðal annars til þess að undirbúa fram­ tíðina hjá þessari deild,“ segir Sig­ ríður. „Ný verkefni Aldísar eru fyrir vikið gömlu verkefnin henn­ ar, því hún var að skipuleggja „Hvað sem því líð- ur þá lýsir afstaða þessi dapurlegri sýn á konur og nær fyrir vik- ið langt út fyrir það að varða okkur eingöngu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.