Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201610 Fréttir n Hafði ekki upplýsingar um rétt Borgunar til greiðslna n „Við keyptum ekki þann hluta“ S tjórnendur Íslandsbanka höfðu engar upplýsingar um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluandvirði Visa Europe í júní 2014 þegar bankinn hafnaði tilboði hóps fjárfesta og stjórnenda greiðslu­ miðlunarfyrirtækisins í hlut hans. Stuttu síðar ákvað bankinn að kaupa ekki 31,2% hlut Landsbank­ ans í Borgun sem var síðan seld­ ur fimm mánuðum síðar í lokuðu söluferli. „Bankinn var ekki búinn að taka neina ákvörðun um að selja þenn­ an hlut og því var ákveðið að fara ekki í viðræður um kaup eða sölu á hlutum í Borgun,“ segir í skrif­ legu svari Íslandsbanka við fyrir­ spurn DV. Buðu sama verð Íslandsbanki átti 62,2% hlut í Borgun þegar fjárfestahópur samansettur af eigendum Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf. og æðstu stjórnendum fyrirtækisins gerðu tilboð í allt hluta­ fé þess. Rúmum þremur mánuðum síðar ákvað Íslandsbanki að hafna því en stjórnendur Landsbankans ákváðu að taka 2,2 milljarða króna tilboði hópsins í 31,2% hlut í greiðsl­ umiðlunarfyrirtækinu. Stjórnend­ urnir eru harðlega gagnrýndir fyrir söluna sem gekk í gegn í nóvember 2014 en hún fór fram án þess að eignin væri boðin út í opnu söluferli eða fyrirvarar gerðir um hlutdeild í söluandvirði Visa Europe sem skap­ ast við yfirtöku Visa International Service (Visa Inc.) á því. Söluverðið á eignarhlutnum í Borgun var 88% hærra en eigið fé fyrirtækisins en nú er fullyrt að yfirtakan á Visa Europe geti fært eigendum þess, og samkeppnisaðilanum Valitor, vel á annan tug milljarða króna. „Við buðum sama verð fyrir hlut­ inn í Íslandsbanka og við buðum Landsbankanum, og Íslandsbanka bauðst að kaupa Landsbankahlutinn á sama verði og við keyptum hann á, samkvæmt samantekt Lands­ bankans um söluna,“ segir Magn­ ús Magnússon, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Borgunar, í samtali við DV. Hafði ekki áhrif Eignarhaldsfélagið Borgun keypti 24,96% í greiðslumiðlunarfyrir­ tækinu af Landsbankanum. Hin 6,24% fóru til BPS ehf. sem er í eigu tólf æðstu stjórnenda Borgunar. DV greindi á þriðjudag frá sölu þeirra í ágúst í fyrra á 36% af hlut BPS í Borgun. Salan fór fram tveim­ ur og hálfum mánuði áður en til­ kynnt var um kaup Visa Inc. á Visa Europe. Seljendurnir fullyrtu þá að þeir hefðu ekki gert neina fyrir­ vara um hlutdeild í hagnaði Borg­ unar vegna sölunnar á Visa Europe. Eignarhaldsfélagið Borgun á í dag 29,38% hlut, BPS á 5% en Íslands­ banki er stærsti hluthafi Borgunar með 63,47%. „Það var ekki verið að verð­ leggja Visa Europe inn í þessi kaup,“ segir Magnús, aðspurður hvort eignarhaldsfélagið hafi greitt hærra verð á hlut fyrir 2,9% sem BPS seldi en Landsbankinn rukkaði í nóvem­ ber 2014. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur ítrekað sagt að upplýsingar um að Borgun gæti átt rétt á hlutdeild í greiðslum vegna Visa Europe hafi ekki legið fyrir við söluna. Bankastjórinn hefur einnig sagt að hann efist um að kaupendurnir að hlut bankans hafi vitað af milljarðatækifærunum sem í þeim fólust. Greiðslumiðlunar­ fyrirtækið hafi hins vegar aukið um­ svif sín í Visa­viðskiptum stórlega eftir að Landsbankinn fór út úr hlut­ hafahópnum. Samið var um valrétt um kaup Visa Inc. á Visa Europe árið 2007. n Hvað varð um 0,41% hlutinn? Landsbankinn eignaðist 0,41% hlut í Borgun í lok mars 2015 þegar Fjármálaeftirlitið tók ákvörðun um samruna bankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þann 17. apríl auglýsti bankinn eignarhlutinn til sölu og bárust þrjú tilboð í hann. Hæsta tilboðið kom frá Fasteignafélaginu Auðbrekku ehf. og nam það 30 milljónum króna. Guðmundur Hjaltason, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, er í forsvari fyrir félagið og samkvæmt samantekt Landsbankans um söluna á Borgun staðgreiddi hann kaupverðið. Samkvæmt upplýsingum frá Borgun er Fasteignafélagið Auðbrekka ekki lengur hluthafi í Borgun. Þar að auki er enginn hluthafi skráður með 0,41% hlut. Ekki náðist í Guðmund við vinnslu fréttarinnar. Magnús Magnússon, framkvæmda­ stjóri Eignarhaldsfélagsins Borgunar, sem er í dag næststærsti hluthafi greiðslumiðlunarfyrirtækisins á eftir Íslandsbanka, segir félag sitt ekki hafa keypt eignarhlutinn af Auðbrekku. „Við keyptum ekki þann hluta,“ segir Magnús. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Bankastjórar Steinþór Pálsson hefur sagt að ekki hafi legið fyrir að Borgun ætti rétt á greiðslum. Birna Einarsdóttir og stjórnendur Íslandsbanka vildu ekki selja. Guðmundur Hjaltason Íslandsbanki vissi ekki af milljarðatækifærinu Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% + vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.