Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Page 4
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 20164 Fréttir
Framsóknarmenn vilja
Guðna á Bessastaði
V
angaveltur um að Guðni
Ágústsson, fyrrverandi ráð-
herra og formaður Fram-
sóknarflokksins, fari í for-
setaframboð hafa fengið
byr undir báða vængi. DV hefur feng-
ið staðfest að hópur manna, tengdur
Framsóknarflokknum, vinni nú að
því að kanna grundvöll fyrir forseta-
framboði Guðna. Hefur þessi hóp-
ur verið í sambandi við vel tengda
einstaklinga víða um land og beðið
þá að taka púlsinn á íbúum kjör-
dæmanna gagnvart þeirri hugmynd.
Forsprakki hópsins segir Guðna vita
af þessari vinnu en sjálfur þvertekur
Guðni fyrir að svo sé.
Guðni fulltrúi
venjulegra Íslendinga
„Við erum að skoða þetta, sem
áhugamenn um þá lausn. Við erum
að taka púlsinn í kringum landið hjá
fólki sem við vitum að er vel tengt
og hefur gott nef fyrir pólitík. Og
við höfum mætt frekar jákvæðum
viðhorfum,“ segir Gestur Valgarðs-
son, verkfræðingur og fyrrverandi
formaður Framsóknarfélags Kópa-
vogs, aðspurður um málið en hann
fer fyrir þessum hópi stuðnings-
manna Guðna sem vildu gjarnan sjá
hann taka slaginn. Gestur hefur þó
þann vara á að það sé ekki kominn
mikill hiti í þessa vinnu en að fram-
sóknarmennirnir líti á Guðna sem
manninn til að leysa Ólaf Ragnar
Grímsson af hólmi á Bessastöðum.
„Okkur finnst hann góður full-
trúi hins venjulega Íslendings.
Hann er frekar málamiðlari í eðli
sínu en hitt. Við munum að umræð-
urnar fyrir síðustu kosningar voru
á þá leið að þær snerust að mestu
um „öryggisventilinn“ og á hvaða
þrýstingi tiltekinn frambjóðandi
myndi blása. Okkur finnst að forset-
inn eigi að vera málamiðlari frekar
en að taka yfir þessa pólitísku um-
ræðu í landinu. En svo er Guðni
auðvitað vel þekktur og vel máli far-
inn að okkar mati,“ segir Gestur. En
er þetta eitthvað sem þeir eru að
gera upp á sitt einsdæmi?
„Já og nei. Við erum hópur og ég
var í gamla daga formaður Fram-
sóknarfélags Kópavogs í nokkur
ár þannig að þetta kemur kannski
úr þeirri átt og það getur kannski
unnið á móti okkur, en það verður
bara að koma í ljós.“
Segir Guðna fylgjast með
Einhver orðrómur, þó ekki mjög
hávær, hefur verið á kreiki undan-
farnar vikur um að Guðni Ágústs-
son kunni að bjóða sig fram til for-
seta í kosningunum sem fara fram
25. júní næstkomandi. Hann hefur
þó ekkert gefið út um áhuga sinn á
slíku. En veit hann af vinnu Gests og
félaga og leggur hann blessun sína
yfir hana?
„Ég myndi kannski ekki segja að
hann leggi blessun sína yfir þetta
en hann fylgist gaumgæfilega með
okkur. En ég vil síður tala fyrir hans
hönd og ætla ekki að gera það en
hann veit af okkar áhuga,“ segir
Gestur.
Guðni kveðst ekkert vita
DV ákvað að bera málið und-
ir Guðna og náði blaðamaður tali
af honum þar sem hann var stadd-
ur í sólarlandafríi á Kanarí, þar sem
hann kvaðst hafa verið allan janúar.
Hann vildi ekkert kannast við málið
og fór raunar undan í flæmingi eft-
ir að blaðamaður bar upp erindi sitt.
„Hef ekki heyrt þetta nefnt. Þetta
hefur gerst í janúar meðan ég var
úti. Ég bið að heilsa þeim kærlega og
spila mínigolf áfram,“ sagði Guðni
og bjó sig undir að ljúka samtalinu.
Blaðamaður skaut inn ítrekun
á spurningunni hvort honum væri
ekki kunnugt um vinnu hópsins og
var Guðni afdráttarlaus í svörum.
„Nei, nei. Nei, nei, nei,“ sagði Guðni
og hélt áfram að pútta í blíðviðrinu
á Kanarí.
Eins og fram hefur komið barst
holskefla tilkynninga um fram-
boð til forseta Íslands eftir að Ólaf-
ur Ragnar Grímsson lýsti því yfir
í nýársávarpi sínu að hann ætlaði
ekki fram í sjötta sinn. Af þeim sjö
sem lýst hafa yfir framboði standa
sex framboð enn. En ljóst er að til
tíðinda fer að draga á næstu vikum
ef frambjóðendur sem enn eiga eftir
að koma fram ætla að láta til sín taka
fyrir kosningar. Fróðlegt verður að
sjá hvort þau sem helst eru nefnd,
sem og Guðni, taki slaginn. n
n Stuðningsmenn taka púlsinn n Guðni kveðst ekki vita af vinnu hópsins„Ég bið að
heilsa þeim
kærlega og spila
mínígolf áfram.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Guðni á Bessa-
staði? Hópur
áhugamanna um
að Guðni Ágústs-
son, fyrrverandi
ráðherra, fari í
forsetafram-
boð vinnur
nú að því að
kanna hvernig
landið liggur
fyrir fyrir þenn-
an fyrrverandi
formann Fram-
sóknarflokks-
ins. Hópurinn
er tengdur
flokknum.
Urðu eldi
að bráð
Viðbragðsaðilar á höfuðborgar-
svæðinu voru kallaðir út eftir að
eldur braust út í austurborginni
aðfaranótt fimmtudags.
Tilkynnt var um eldinn laust
fyrir klukkan hálf tvö um nóttina.
Lögregla og slökkvilið mætti á
vettvang og í ljós kom að kviknað
hafði í tveimur strætisvögnum.
Vagnarnir voru í geymslu í
austurborginni og eru þeir, að
sögn lögreglu, taldir ónýtir.
Eldsupptök eru ókunn.
Lést eftir
köfunarslys
Kínverska konan sem lá þungt
haldin á gjörgæslu eftir köfunar-
slys í Silfru á Þingvöllum er látin.
Kona var 26 ára gömul og var
ásamt eiginmanni sínum að kafa í
gjánni á vegum ferðaþjónustufyr-
irtækis þegar slysið átti sér stað.
Samkvæmt lögreglu sökk kon-
an 30 metra áður en henni var
bjargað. Konan var þá meðvit-
undarlaus og var flutt með þyrlu
á sjúkrahús. Slysið átti sér stað
um hádegisbilið síðastliðinn
þriðjudag. Konan var flutt á gjör-
gæsludeild Landspítalans þar
sem hún lést á fimmtudag. Síðast
varð banaslys í gjánni 2012.