Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 46
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201642 Fólk
Sætur, Sætari, SætaStur
Fimm ár virka ekki svo langur tími fyrir þá sem eldri
eru en fyrir þá yngri virkar hvert ár eins og heil öld.
Fólk þroskast, stíll þeirra breytist og alls kyns
atburðir í lífinu hefur markandi áhrif á það. Sjáðu
hvað þessar sex stjörnur breyttust á aðeins fimm
ára tímabili. Eitt er þó víst að þær eiga það allar
sameiginlegt að eldast afskaplega vel.
Alltaf myndarlegur Árið 2004 voru allir ennþá skotnir í Leonardo
DiCaprio eftir stórmyndina Titanic sem kom út 1997. Hver myndi ekki elska þetta andlit? Fimm
árum seinna, 2009, var leikarinn alveg jafn myndarlegur en þroskaðri bæði í útliti og vinnu.
Dökkhærð Montana Áður en hún sleikti hamra og klæddist
efnislitlum fötum var Miley Cyrus Hannah Montana. Árið 2008 var poppstjarnan Miley
dökkhærð og saklaus Disney-sjónvarpsstjarna.
Barnastjarna í poppið Árið 2010 var Ariana Grande
barnastjarna í sjónvarpsþætti á Nickelodeon. Árið 2015 birtist hún aðdáendum sínum sem
ein vinsælasta poppstjarna nútímans.
Bless, bless,
Potter Þótt Daniel Radcliffe hafi
þegar skilið við galdrastrákinn Harry Potter
árið 2011 var hann enn gæddur þessum
strákslega sjarma sem við féllum fyrir í
kvikmyndunum. Daniel hefur heldur betur
fullorðnast árið 2016.
Draumarnir rættust Árið 2008 var Taylor Swift ennþá lítil
og sæt sveitasöngvastelpa sem átti sér stóra drauma. Árið 2014 hafði hún náð öllum sínum
markmiðum og gott betur, setið á vinsældalistum víðs vegar um heiminn og stjórnað sinni
eigin stelpusveit.
Krúttið frá Kanada Þótt Justin Bieber hafði skapað sér nafn í
poppbransanum árið 2010 var fátt sem minnti á stjórstjörnuna sem hann er í dag. Myndir
frá árinu 2015 sýna hversu mikið stíll poppprinsins hefur breyst. Hann er ekki lengur litla
krúttið frá Kanada.