Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201626 Fólk Viðtal „Ég sá hana og varð skotinn“ Myndlistarmaðurinn Jón Óskar hefur lifað og hrærst í listinni frá unga aldri. Indíana Ása Hreins- dóttir spjallaði við Jón Óskar um áhrif móður hans, sambandið við Huldu Hákon, átrúnaðargoðið David Bowie, fjölskylduna og listina sem hann skilgreinir sem káf á vegg. É g man þegar ég var krakki, að fylgjast með myndlistarmönn­ um sem voru í kringum for­ eldra mína, hvað maður skynj­ aði sterkt hvað þetta var erfitt líf. Þetta getur verið töff og von­ brigðin svo mikil – ekki bara pen­ ingalega heldur andlega. Ég held að allt listafólk taki yfirhöfuð vinnu sína mun nær sér en fólk í öðrum störf­ um. Listin verður einhvern veginn endurspeglun af manni sjálfum og höfnunin verður því svo mikil,“ seg­ ir einn af afkastamestu myndlist­ armönnum íslensks samtíma, Jón Óskar. Sonur Ragnheiðar Jónsdóttur Jón Óskar hefur lifað og hrærst í list­ um frá unga aldri en móðir hans er myndlistarkonan þekkta Ragn­ heiður Jónsdóttir og sambýliskona hans til síðustu 40 ára listakonan Hulda Hákon. „Við Hulda höfum verið óskaplega lánsöm. Okkur hefur vegnað vel en um leið og við útskrifuðumst vorum við tekin upp af galleríistum á Norðurlöndunum sem tóku okkur upp á sína arma og sýndu okkur um allt. Þetta hefur gengið vel. Fyrstu árin var salan ekki mikil en eftir því sem maður vinnur lengur verður þetta auðveldara.“ Gott að vera ósammála Hann segir kosti og galla við að vera í sambúð með öðrum listamanni. „Það væri algjör draumastaða fyrir myndlistarmann að eiga maka sem er fyrirvinna og gæti „koverað“ erfiðu tímana en styrkurinn felst í samræðunum. Þegar maður býr með kollega sínum verða allar okk­ ar samræður á öðrum grundvelli. Við Hulda tölum gríðarlega mikið um myndlist – okkar myndlist og myndlist kollega okkar, hver sé að gera hvað og hvers vegna – sem ég er ekki viss um að maður myndi gera með maka sem væri í öðru starfi. Við erum hvort annars gagnrýnendur og leitum eftir gagnrýni hvort annars. Það gerist bæði sjálfkrafa og þegar ég er að velta einhverju fyrir mér ber ég það undir hana og öfugt og það er mjög fínt. Yfirleitt erum við ósam­ mála sem er enn betra því þá þarf að ræða, rökstyðja og svo framvegis. Ég held að það sé öllum lista­ mönnum hollt að hafa einhvern sem horfir yfir öxlina á þeim. Það hefur aldrei reynst okkur erfitt að vera í sama bransa. Sumir listamenn fást við miklar tilfinningar í verkum sínum og ég gæti vel trúað að sam­ búð slíkra listamanna væri erfið. Við erum ekki það sjálfhverf. Það er ekki mikil angist í okkar vinnu.“ Ólíkar nálganir Jón Óskar játar því að hugmynd að verkum kvikni oft í samræðum þeirra. „Það er þónokkuð algengt að eftir á sjáum við að við höfum verið að fást við sömu hluti. Útfærslur okkar og nálganir eru hins vegar ólíkar sem er líka gott því ef við værum líkari gæti það valdið árekstrum. Maður þarf að leggja sig fram til að skilja að verkin kviknuðu út frá sömu hugmynd því útkoman er svo gjörólík. Myndlistin mín tekur áhrif af öllu sem ég geri. Það sem ég velti fyrir mér brýst inn í myndirnar og hverf­ ur stundum úr þeim aftur. Í byrjun gerði ég meira myndir sem áttu að vera þetta og hitt en í dag er þetta frekar eins og staðfesting á athöfn. Ég segi ekki sögur heldur snýst þetta frekar um viðveru einstaklings við flöt eða hlut. Einhvern tímann var ég að ganga upp stiga í gömlu húsi í Helsinki og tók eftir háglansandi rönd meðfram handriðinu – far eft­ ir fólk sem hefur strokið fingrinum eftir veggnum þegar það gekk upp og niður stigann. Mér fannst þetta svo flott ummerki, hvernig fólk skil­ ur eftir sig slóð. Ég hef tilhneigingu til að horfa á myndirnar mínar út frá þessu ummerki, káfi á vegg, ein­ hverju sem ég hef verið að sýsla við í einhvern tímann.“ Ábyrgðarfullt elsta barn Jón Óskar var alinn upp í Reykja­ vík, elsta barn í hópi fimm bræðra. „Pabbi var tannlæknir, sem kom sér vel, og mamma sá um heimilið auk þess sem hún hefur alltaf verið starf­ andi myndlistarkona. Ég var einka­ barn fyrstu sex árin en svo komu bræðurnir í kippu. Það voru mikil viðbrigði en skemmtileg. Mig lang­ aði alltaf í systkini,“ segir hann og bætir við að oft hafi verið mikið fjör á heimilinu. „Þetta gat verið ansi róstursamt, læti og slagsmál en ég stóð þó aðeins utan við þar sem ég var eldri. Ég hugsa að móðir mín myndi segja að ég hafi verið þægilegt barn. Það voru engir stórir skandalar. Ætli ég hafi ekki verið ábyrgðarfullt elsta systkini. Ég var á námskeiðum og gerði það sem börn voru látin gera og hlýddi en fór mínar eigin leiðir þegar þess þurfti.“ Listin tók yfir Hann segir móður sína eflaust hafa haft áhrif á að hann hneigðist til lista. „Ég var alinn upp á þannig heimili. Kunningjahópur foreldra minna var myndlistarfólk svo ég kynntist þeim hópi sem krakki strax. Ég var alltaf að skoða myndirnar hennar mömmu og hún að spyrja mig hvað mér fyndist um þetta og hitt. Maður var því vanur umræðunni, sem er nauðsynlegt. Það er ekki nóg að setjast bara niður og mála mynd. Ég ætlaði ekki að verða myndlistarmaður þótt ég væri alltaf að teikna og eitthvað í þeim dúr, en þegar ég fór að skoða það sem var í boði í háskólanum fann ég að þar var ekkert sem ég gæti ímyndað mér að vinna við nema þetta. Listin tók yfir.“ Skildu í eitt ár Þau Hulda kynntust í Mennta­ skólanum við Tjörnina árið 1972. „Við vorum kornung þegar ég sá hana og varð skotinn. Svo þegar ég frétti að hún ætlaði að taka þátt í einhverju dansatriði á árshátíð skólans plantaði ég mér í þann hóp þótt ég væri ekki mikill dansari. Ég lét mig hafa það til að kynnast henni og það dugði. Hulda hafði líka verið á námskeiðum í Myndlistaskólanum í Reykjavík en ætlaði, líkt og ég, ekkert endilega að verða myndlistarkona. Það var ekki fyrr en hún áttaði sig á því að hún gæti farið í myndlistarháskóla að hún fór að velta því fyrir sér.“ Hann segir að þau Hulda séu sam­ stiga þótt vissulega hafi skipst á skin Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Búa á vinnu- stofunni Jón Óskar og Hulda Hákon fluttu nýlega inn á vinnustofu sína. Mynd ÞoRMaR VIGnIR GunnaRSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.