Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Síða 8
Helgarblað 19.–22. febrúar 20168 Fréttir s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Vetrartilboð út apríl 9.900 kr. fyrir 2 með morgunmat Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur Leitað álits á framboði Höllu í Gallup-könnun n Tilkynnir fjárfestirinn um forsetaframboð? n Sagðist ætla að íhuga málið S vo virðist sem stuðnings- menn Höllu Tómasdóttur, frumkvöðuls og fjárfestis, séu komnir á fullt við að kanna áhuga þjóðarinnar fyrir því að hún bjóði sig fram til forseta. Spurt var um álit Viðhorfshóps Gallup til Höllu í könnun sem send var þátt- takendum á fimmtudagsmorgun. Viðhorfshópurinn samanstendur af ríflega 24 þúsund einstaklingum og var settur á laggirnar til þess að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti á skömmum tíma fengið greinar- góðar upplýsingar um stöðu mála í þjóðfélaginu. Var spurt í könnuninni hvort þátt- takendur væru jákvæðir eða nei- kvæðir gagnvart því að „Halla Tóm- asdóttir verði næsti forseti Íslands“. Eftir því sem DV kemst næst er þetta fyrsta spurning af þessu tagi nú sem lögð er fyrir í Gallup-könnun og varð- ar hugsanlega forsetaframbjóðend- ur. DV hefur áður greint frá því að hópur tengdur Framsóknarflokknum sé að kanna áhuga manna fyrir því að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráð- herra, bjóði sig fram en sjálfur hefur Guðni lýst því yfir að hann sé ekki á leið í framboð. Vilja Höllu á Bessastaði Hinn 1. desember síðastliðinn var stofnaður Facebook-hópurinn: Við skorum á Höllu Tómasdóttur í for- setaframboð 2016, og telja meðlimir hans nú ríflega 1.500 manns. Hópur- inn hefur síðan þá verið nokkuð virk- ur og stuðningsmenn birt reglulega stuðningsyfirlýsingar og ýmislegt annað efni, Höllu til heiðurs. Þann 4. desember birti Halla síðan yfirlýs- ingu á Facebook-síðu sinni þar sem hún kvaðst djúpt snortin yfir þeim skilaboðum sem henni höfðu borist. Hún lýsti því enn fremur yfir að hún myndi gefa sér tíma til að hugsa málin og fara yfir þau með sínum nánustu „áður en ég segi af eða á“. Reynsla úr viðskiptalífinu Halla er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs en lét af störfum þar árið 2007 til að stofna Auði Capital. Eftir hrun var hún ein af stofnendum Mauraþúfunnar, sem hrinti í framkvæmd Þjóðfundinum árið 2009. Hún hefur að mestu starf- að erlendis undanfarin misseri. Halla hefur enn ekki gefið svar um það hvort hún ætli sér í framboð en telja verður líklegt að niðurstöður Gallup-spurningarinnar muni jafnvel hafa þar úrslitaáhrif á þá ákvörðun í framhaldinu. DV náði ekki sambandi við Höllu vegna málsins. Margir farnir fram Eins og DV hefur fjallað um eru sjö framboð til forseta Íslands kom- in fram en af þeim standa sex eftir. Flest komu þau fram fljótlega eft- ir að Ólafur Ragnar Grímsson til- kynnti það í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki gefa kost á sér á nýjan leik en síðan hefur lítið gerst. Þau sem farin eru fram eru Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Ástþór Magnússon athafnamaður, Elísabet Jökulsdóttir skáld, Sturla Jónsson vörubílstjóri, sem lýsti því yfir á Facebook, Hildur Þórðardótt- ir, rithöfundur og þjóðfræðingur, og Ari Jósepsson leikari. Margir eru þó nefndir til sögunnar og hef- ur verið skorað á marga sem enn liggja undir feldi. Tilkynna þarf um framboð fimm vikum fyrir kosn- ingar, eða fyrir 21. maí næstkom- andi. Þeir sem til þekkja búast við að í mars og byrjun apríl gæti dreg- ið til tíðinda í þeim efnum. DV leitaði til þeirra frambjóð- enda sem þegar hafa boðið sig fram til að spyrja um stöðu mála og forvitnast hvort þeir væru byrjað- ir að safna einhverjum þeirra 1.500 meðmæla sem til þarf. Ljóst var af svörum þeirra sem DV náði tali af að málin eru á byrjunarstigi. Ekki náðist í Þorgrím við vinnslu fréttarinnar, Sturla vildi ekki tjá sig að svo stöddu og þá barst ekki svar frá Hildi við fyrirspurn DV áður en blaðið fór í prentun. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Kanna málin Spurt var um álit á Höllu Tómasdóttur í spurningakönnun Gallup sem ýtir enn undir orðróm þess efnis að hún íhugi forsetaframboð. Í startholunum Meðmæli engin fyrirstaða „Þetta er svona í startholunum. Það er á byrjunarreit að safna meðmælendum en þar sem byrjað hefur verið að safna hefur gengið mjög vel. Ég get ekki séð að það verði mikil fyrirstaða,“ segir Ástþór Magnússon, spurður um gang mála í meðmælasöfnun hans. Ástþór segir að hann sé nú byrjaður að kynna stefnumál sín, meðal annars með því að birta ávörp á Facebook og vefsíðu sinni, forsetakosningar.is. Þar hefur hann meðal annars kynnt metnaðarfullar hugmyndir sínar um að flytja starfsemi Sameinuðu þjóðanna til Íslands. Sofa hjá og lesa Njálu Elísabet Jökulsdóttir býst við að fara á kostum „Ég er búin að fá tvo meðmælendur, en ég er svona skorpumanneskja eins og flestir Íslendingar en ég er að fara að ganga í þetta,“ segir Elísabet Jökulsdóttir aðspurð um hvernig gangi að safna meðmælend- um fyrir komandi átök. Spurð um annan undirbúning segir Elísabet að hún sé farin að kynna sér stjórnarskrármálin af alvöru, en bætir við glettin að hún ætli sér í andlits- og tásnyrtingu og láta laga á sér augabrúnirnar sem lið í undirbúningnum. „Síðan þyrfti ég að fara að sofa hjá, kannski bráðum. Það væri voða fínn undirbúningur. Svo er ég að lesa Njálu, ég held að það sé alveg nauðsyn- legur undirbúningur. Sofa hjá og lesa Njálu.“ Elísabet segir að hún hafi tekið þessu rólega þar sem hún sé að fara inn á nýjar slóðir en hún muni koma á óvart á næstunni. „Ég hef farið varlega af stað en mun svo fara á kostum, ef ég þekki mig rétt.“ Á fulla ferð Ari Jósepsson hefst handa „Það er allt komið í gang og verið um helgina að safna á fullu,“ segir Ari Jós- epsson léttur í bragði þegar hann er spurður út í meðmælasöfnun og undirbúning framboðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.