Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Side 15
Helgarblað 19.–22. febrúar 2016 Fréttir Erlent 15 Símtalið sem breytti öllu vita sex árum síðar að hann ætti 90 ár eftir vopnin voru ekki einu sinni hlað- in. Þetta var ekkert frábrugðið rán- um sem menn fá fimm til tíu ára dóm fyrir. Ég er ekki að segja að ég hafi gert rétt. Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum. Það var heimsku- legt og fáránlegt að fremja þessa glæpi, mistök sem ég gerði þegar ég var 18 ára gamall.“ Maðurinn spyr hver tilgangur- inn með fangelsisvist sé. Hvort markmiðið sé ekki líka að stuðla að betrun. „Það er nákvæmlega það sem kom fyrir mig. Ég er allt ann- ar maður í dag en fyrir 18 árum. Allt það sem þeir vilja að mað- ur læri með fangelsisdómi hef ég lært.“ Hann var í öngum sínum yfir því að þurfa að fara aftur í fang- elsi en stendur í þeirri trú að allt sem gerist í lífinu hafi tilgang. „Ég átti miklu auðveldara með afplán- unina í fyrra skiptið. Það sem er breytt núna er að ég hef stofnað til fjölskyldu. Mér hefur verið kippt frá henni.“ Spyrja á hverjum degi Konan hans, Jasmine, sagði í við- tali við Guardian árið 2014 að fjöl- skyldan væri sundurtætt eftir það sem á hefði gengið. „Ég vakna á hverjum degi og bið til guðs að strákarnir okkar spyrji mig ekki hvenær pabbi komi heim. Ég sakna sálufélaga míns og besta vinar. Ég finn til á hverjum degi en get ekki ímyndað mér þær þjáningar sem hann þarf að þola.“ 284 þúsund undirskriftir söfn- uðust á vefsíðunni change.org, til stuðnings Lima-Martin auk þess sem veik von kviknaði í desember þegar yfirréttur í Colorado sam- þykkti að hlýða á rökstuðning fyr- ir lausn hans. En málinu var vísað frá og undirskriftirnar höfðu engin áhrif. Heima situr Jasmine og svar- ar daglega spurningum um pabba. „Þegar við förum og heimsækj- um hann hefst þetta allt á ný. Þeir spyrja hvort hann komi ekki með okkur heim og hvers vegna hann megi það ekki.“ Fjölskyldan bindur enn vonir við að hann verði látinn laus og biður fyrir því dag hvern. n „Ég finn til á hverj- um degi en get ekki ímyndað mér þær þjáningar sem hann þarf að þola. Hefur þig dreymt um KitchenAid hrærivél? Kláraðu dæmið á kitchenaid.dv.is Stökktu þá á nýjasta áskriftartilboð DV! Með því að gerast áskrifandi að DV núna færðu þessa fallegu KitchenAid hrærivél.* Á meðan birgðir endast *Um er að ræða prent- og vefáskrift að DV á 3.190 kr/mán. Skuldbinding til 36 mánaða, greitt með kredikorti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.