Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Page 22
Helgarblað 19.–22. febrúar 201622 Fólk Viðtal V ið mælum okkur mót í mötuneyti Kennarahá- skólans við Stakkahlíð þar sem Björk stundar nám. Hún byrjar á því að sækja sér soðið vatn út í teið sem hún tók með sér að heiman. Það er hag- kvæmara en að kaupa það tilbúið í skólanum og þar fyrir utan er teið að heiman miklu betra. „Ég er búin að læra að lifa ódýrara og það gefur mér ótal tækifæri. Ég finn að ég þarf ekki þessar tekjur sem ég hafði og það er ótrúleg frelsun. Að vera ekki í kapphlaupi eftir einhverju meira,“ segir Björk sem lækkaði eðlilega töluvert í tekjum þegar hún fór úr borgarstjórn og settist á skólabekk. Hún er að ljúka síðustu ein- ingunum í meistaranámi í félags- ráðgjöf og sér svo fyrir sér að starfa við fagið, líkt og hún gerði áður en hún hellti sér út í pólitíkina. Björk taldi að hún yrði eftirsóttur starfs- kraftur þegar hún sagði skilið við pólitíkina, enda með mikla reynslu á ýmsum sviðum. En það er smám saman að renna upp fyrir henni að kannski verði það ekki raunin. Ekki af því reynslan er ekki nógu mikil, heldur frekar af því hún er of mik- il og kannski aldurinn of hár. Það er þægilegra fyrir atvinnurekend- ur að fá yngra fólk í vinnu – með- færilegri starfskrafta sem hægt er að greiða lægri laun. Hún vonast þó til að reynslan verði metin að verð- leikum einhvers staðar og hún fái að gera gagn. Þurfti smá „break“ Björk var borgarfulltrúi í þrett- án ár. Kunni vel við starfið og leið vel þennan tíma. Hún ákvað hins vegar síðastliðið sumar að nú væri kominn tími til að draga sig út úr pólitíkinni. Í september sat hún sinn síðasta borgarstjórnarfund og skömmu síðar var hún flogin til Palestínu þar sem hún sinnti sjálf- boðastarfi í fjóra mánuði. „Ég fann að tíminn minn var kominn. Mér fannst ég ekki hafa neitt nýtt að gefa. Þótt ég hafi kannski áhuga á málunum sem eru til umfjöll- unar þá fannst mér ég ekki vera nógu fersk. Ég held að maður þurfi stundum smá „break“ í lífinu, eins og ég tók í Palestínu. Ég lærði svo- lítið að lifa upp á nýtt þar. Það er svo ótrúlega hollt að fara og læra að lifa,“ segir hún einlæg. Er ekki búin að fá nóg Björk hafði farið nokkrum sinnum áður til Palestínu, en þá alltaf með eiginmanni sínum, Sveini Rúnari Haukssyni, lækni og formanni fé- lagsins Ísland-Palestína. Hún vildi prófa að fara á sínum eigin forsend- um og upplifa Palestínu á annan hátt en áður. Sem varð raunin. „Mig langaði að tengjast fólki á dýpri hátt. Ná lengri, betri og dýpri tengslum en Sveinn hefur get- að náð. Hann hefur alltaf þurft að hafa svo mikla yfirferð. Hann hefur heimsótt marga og viðhaldið marg- víslegum tengslum, meðal annars til þess að undirbúa komu sjálf- boðaliða, sem hafa verið hátt í 40 síðastliðin tuttugu ár. Þannig hef- ur hann líka náð að skilja ótal vídd- ir hernáms Ísraels og skilað því til þjóðarinnar. Mig langaði líka frekar að vinna með fólki á landsbyggð- inni,“ segir Björk sem stefnir á að fara aftur til Palestínu næsta haust. „Ég er ekki búin að fá nóg. Mér finnst svo stórkostlegt frelsi að fara frá íslenska samfélaginu þar sem fólk þekkir mig. Í Palestínu vissu fæstir að ég væri pólitíkus. Ég var bara félagsráðgjafi. Mér fannst svo frábært að geta kynnt mig á mín- um eigin forsendum, eins og ég vil vera, án þess að fólk væri búið að ákveða fyrirfram hvernig ég væri, af því ég hefði verið í borgarstjórn.“ Gott fyrir ástina Fjórða mánuðinum í Palestínu vörðu Björk og Sveinn þó saman. Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er nýkomin heim frá Palestínu þar sem hún gegndi sjálf- boðastarfi í fjóra mánuði. Hún komst í hann krappan, lét gott af sér leiða og lærði að lifa upp á nýtt. Þrátt fyrir að Björk hafi sagt skilið við pólitíkina þá hef- ur hún enn sterkar skoðanir og liggur ekki á þeim. Hún vill til að mynda sjá nýtt afl í pólitíkinni og þykir merkilegt hvernig fólk virðist í óánægju sinni tilbúið að gefa valdinu lausan tauminn með því að setja traust sitt á Pírata. Blaðamaður settist niður með Björk og ræddi um stöðuna í pólitíkinni í dag, óþolandi mýtur í samfélagsumræðunni og Palestínuförina sem breytti lífi hennar. „Ég lærði að lifa upp á nýtt“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Nýkomin frá Palestínu Björk þurfti smá „break“ í lífinu og hafði mjög gott af því að fara til Palestínu og prófa að búa við önnur lífskjör en hún er vön. MyNd ÞoRMaR ViGNiR GuNNaRSSoN „Ég fann það eftir þriggja mánaða aðskilnað hvað við urðum hræðilega ástfangin og það stendur enn – að mestu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.