Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2016, Síða 38
Helgarblað 19.–22. febrúar 201634 Menning Pólitísk háðsádeila n Höfundurinn undir lögregluvernd n Bókinni líkt við 1984 eftir Orwell U ndirgefni, nýjasta skáldsaga hins heimsfræga franska rit­ höfundar Michel Houelle­ becq, er nýkomin út í ís­ lenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Þetta er fjórða bókin eft­ ir Houellebecq sem Friðrik þýðir, en höfundurinn á tryggan aðdáendahóp hér á landi sem fer ört stækkandi. Í Frakklandi kom Undirgefni út 7. janúar í fyrra, daginn sem árásin var gerð á ritstjórn Charlie Hebdo. Bók­ in vakti gríðarlega athygli og umtal en efnið er afar eldfimt. Í kosningum í Frakklandi árið 2022 sigrar formaður Bræðralags múslima og verður forseti Frakklands. Lögmál íslams taka við. Friðrik er fyrst spurður um við­ tökur sem bókin fékk í Frakklandi. „Um það bil mánuði áður en bækur koma út í Frakklandi senda bókaút­ gefendur þær til fjölmiðla og það var greinilega mikill áhugi á þessari nýju bók hans strax í desember 2015 og mikil umfjöllun um hana löngu áður en hún kom út,“ segir hann. „Þar sem bókin kom út sama dag og árásin var gerð á Charlie Hebdo var í umfjöllun um bókina fókuserað langmest á ís­ lam og múslima­ og pólitíska þátt­ inn í henni. Houellebecq var tengd­ ur ritstjórninni og þekkti nokkra sem létust. Bernard Maris hagfræðingur, einn þeirra sem lést í árásinni, var til dæmis mjög góður vinur hans og Maris skrifaði merka bók um hag­ fræðina í verkum Houellebecqs. Eins og oftast nær þegar bækur Houellebecq koma út þá lagði höf­ undurinn undir sig sviðið og átti það í nokkrar vikur og að stórum hluta enn­ þá. Bókin rokseldist og var mánuðum saman í efsta sæti metsölulista.“ Undir lögregluvernd Houellebecq hefur verið undir lög­ regluvernd undanfarið ár vegna gruns um að öfgasinnar muni vinna honum mein vegna þess sem þeir telja vera andúð í garð múslima í verkinu. En er múslimaandúð að finna í skáldsögunni? Houellebecq hefur harðneitað því og hinn íslenski þýðandi hans er á sama máli. „Það gætir ekki múslimaandúðar í bók­ inni,“ segir Friðrik. „Houellebecq hefur margoft sagt sjálfur að verk­ ið sé fyrst og fremst hugleiðing um breytt gildismat í Evrópu. Hann segir fráleitt að halda því fram að það ein­ kennist af andúð á múslimum. Verk­ ið gerist í náinni framtíð og höfundur lætur persónur horfa í baksýnisspeg­ il og er að máta það sem nú er að gerast í Evrópu við það sem gerðist í lok 19. aldar. Í bókinni þurfa Frakkar að velja á milli hófsams og nútíma­ legs múslima sem síðan er kosinn forseti með stuðningi sósíalista og vinstri­ og miðjumanna. Þeim finnst það skárri kostur en Marine le Pen sem er formaður Þjóðfylkingarinn­ ar og raunverulega nýfasisti. Í bók­ inni velja Frakkar hófsamari leið til að þróa samfélagið áfram. Í verk­ inu veltir Houellebecq fyrir sér hvað gerist í samfélagi þar sem grund­ vallarbreytingar verða á gildismati. Undirgefni er pólitísk háðsádeila um veröld sem var og gæti orðið í náinni framtíð. Og eins og í öllum góðum skáldsögum er mikil tvíræðni í þessu verki. Ég var um daginn að lesa frábæra grein í Le Monde eftir Emmanuel Carrere þar sem hann setur Undir­ gefni á stall með skáldsögum á borð við 1984 eftir Orwell og Brave New World eftir Huxley. Hann segir þetta sams konar bók fyrir 21. öldina.“ Sjaldgæf stærðargráða Houellebecq er einn þekktasti rit­ höfundur heims og það er beðið eft­ ir bókum hans. Friðrik er spurður hvað það sé sem geri Houellebecq að þeim afburðahöfundi sem hann sannarlega er. „Það sem mér finnst svo spennandi er hversu skarpa og stundum óþægilega sýn hann hef­ ur á samtímann og mannlífið,“ segir Friðrik. „Hann horfir á okkur eins og mauraþúfu úr fjarlægð og les okkur og samtíma okkar ofan í kjölinn, en er jafnframt með menningararfinn allan í farteskinu. Hann er gríðarlega vel lesinn, til dæmis í bókmenntum og heimspeki fyrri alda. Hann horfir á okkur og samfélagið með röntgen­ augum um leið og hann hefur gríðar­ lega yfirsýn yfir söguna. Hann hefur mjög persónulegan og sterkan stíl, er frábær stílisti og með tón sem er launfyndinn og stundum skemmtilega andstyggi­ legur. Hann hefur algjörlega á valdi sínu löng paragröf þar sem hann fer á nánast ljóðrænt flug og svo getur hann sett í fluggírinn í hina áttina, þeytt manni áfram í stuttum setning­ um. Þegar allt þetta kemur saman er hann kominn í hóp höfunda af sjald­ gæfri stærðargráðu.“ Skarpskyggn og athugull Houellebecq kom hingað til lands haustið 2012 og koma hans vakti mikla athygli enda er hann afar sér­ stakur maður. Friðrik kynntist hon­ um í þeirri heimsókn og er spurð­ ur hvernig Houellebecq hafi komið honum fyrir sjónir. „Ég var töskuberi hans í viku. Mér fannst afskaplega gaman að kynn­ ast honum, en vissi í byrjun ekki al­ veg á hverju ég ætti von. Hann lifir sérstöku lífi og fjölmiðlafólk er oft hrætt við hann því hann á til að vera með stjörnustæla og hefur stundum skandalíserað í sjónvarpsviðtölum eins og þegar hann bauð sjónvarps­ konu hjá BBC að leika í klámmynd sem hann var að gera. En í persónu­ legri viðkynningu er hann ljúfur ná­ ungi. Við keyrðum mikið um Suð­ vesturlandið og ræddum allt milli himins og jarðar. Hann er frábær ljósmyndari og tók mikið af ljós­ myndum hérna. Mér fannst gríðar­ lega gaman að fara með honum á Gullfoss, Geysi og Þingvöll, sem ég er búinn að fara ótal sinnum eins og flestir Íslendingar. En það var al­ veg ný upplifun með manni eins og honum sem er svo skarpskyggn og athugull og hefur næmt listrænt auga. Á þessari algengu leið upp­ götvaði ég allt í einu staði og sjón­ arhorn sem ég hafði aldrei séð áður. Mér fannst afskaplega gaman og gefandi að hitta hann,“ segir Friðrik en þeir Houellebecq hafa reglulegt samband. Houellebecq situr ekki auðum höndum. Nú mun hann vera að undirbúa ljósmyndasýningu í Pala­ is de Tokyo í París. Fljótlega verður svo frumsýnd kvikmynd sem gerð var eftir ljóðabók hans, Halda lífi, en þar fer stórvinur hans, Iggy Pop, með aðalhlutverkið. Aðdáendur Hou­ ellebecq vona svo vitanlega að þessi stórmerki rithöfundur sé að vinna að nýrri skáldsögu. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Friðrik Rafnsson „Hann hefur mjög persónulegan og sterkan stíl, er frábær stílisti og með tón sem er launfyndinn og stundum skemmtilega andstyggilegur,“ segir hann um Michel Houellebecq. Mynd ÞoRMaR VigniR gUnnaRSSon Houellebecq á Íslandi Koma hans hingað til lands vakti mikla athygli. Mynd FRiðRiK RaFnSSon„Undirgefni er póli- tísk háðsádeila um veröld sem var og gæti orðið í náinni framtíð. Houellebecq á íslensku „Er í hópi höfunda af sjaldgæfri stærðargráðu,“ segir hinn íslenski þýðandi hans. Mynd ÞoRMaR VigniR gUnnaRSSon Gerðu daginn eftirminnilegan Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Bakarameistari & Konditormeistari Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.