Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Við látum það berast ERTU MORGUNHRESS DUGNAÐARFORKUR? Leitum að duglegu og ábyrgu fólki til að bera út blöð í þínu nágrenni milli klukkan 6 og 7 á morgnanna. Dreifing fer fram sex daga vikunnar, mánudaga til laugardaga. Ef þetta er eitthvað sem gæti átt við þig hafðu þá samband í síma 585 8330 eða 585 8300. Einnig er hægt að finna upplýsingar á www.postdreifing.is GÖNGUTÚR Á LAUNUM Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket Undirgengst afnámsmeðferð við bráðaofnæmi í Bretlandi n Fjórtán ára Akureyringur er, eftir því sem best er vitað, fyrsti Íslendingurinn sem undirgengst slíka meðferð óskum þá fær hann í mesta lagi ónot í maga ef að hann kemst í snertingu við mikið magn af jarðhnetum,“ seg­ ir Ingveldur. Eykur lífsgæði Eins og heyra má er mikið á sig lagt til þess að afnema bráðaofnæm­ ið hjá Bergsveini en Ingveldur telur það vera fyllilega þess virði. „Þetta eykur lífsgæði Bergsveins verulega ef hann losnar við ofnæmið. Hann er á fullu í handbolta og fótbolta og ferðast mikið vegna íþróttanna. Hann þarf stöðugt að vera á varð­ bergi og svo dæmi sé tekið þá pass­ ar hann sig á að borða aldrei neitt meðan á ferðalögum stendur,“ seg­ ir Ingveldur. Það er ekki síst sú stað­ reynd að dánartíðni einstaklinga með bráðaofnæmi eykst gríðarlega á aldrinum 15–23 ára sem rekur for­ eldrana áfram í að leita lausna. „Það er aldurinn þegar foreldrarnir eru ekki að fylgjast eins mikið með við­ komandi. Við teljum því til mikils að vinna, ef þess er nokkur kostur að Bergsveinn Ari losni við ofnæm­ ið fyrir þann aldur,“ segir Ingveldur. Sjúkratryggingar höfnuðu þátttöku Talsverður kostnaður fylgir með­ ferðinni og leituðu hjónin því til Sjúkratrygginga Íslands vegna fyr­ irhugaðrar meðferðar. Þau skil­ uðu inn ítarlegri umsókn með öll­ um nauðsynlegum gögnum. „Okkur barst höfnun vegna meðferðarinnar á þeirri forsendu að það væri líklegt að meðferðarúrræðið myndi berast til Íslands á næstu árum. Einnig var það túlkun stofnunarinnar að Berg­ sveinn væri ekki eina barnið sem þjáðist af slíku bráðaofnæmi hérlend­ is og væri ekki í bráðri lífshættu,“ seg­ ir Ingveldur. Að mati foreldra Bergs­ veins er þó ekki á vísan að róa hvað varðar hvenær meðferðarúrræðið berst til Íslands. „Við erum því greini­ lega svona óþolinmóð því við ætlum ekki að bíða,“ segir Ingveldur. n Bergsveinn Ari Hann fékk alvarlegt kast sex ára gamall sem varð til þess að foreldrar hans fóru að fylgjast með rannsóknum á afnámsmeðferðum. Skipa utanaðkomandi valnefnd vegna ráðningar Steinar fulltrúi Seðlabankans í stjórn Klakka Kaupþing framseldi 17,6% hlut til ríkisins S teinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður hef­ ur tekið sæti í stjórn Klakka í kjölfar þess að íslenska rík­ ið eignaðist í byrjun þessa árs hlut í eignaumsýslufélaginu. Situr Steinar í stjórninni sem fulltrúi Seðlabanka Íslands en til stendur að bankinn, eða félag á vegum hans, muni halda utan um 17,6% eignarhlut ríkisins í Klakka en langstærsta eign félagsins er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing. Slitabú Kaupþings framseldi hlut sinn í Klakka til íslenskra stjórnvalda sem hluta af stöðugleikaframlagi sem búið þurfti að inna af hendi til að ljúka skuldaskilum með nauða­ samningi. Steinar Þór, sem var for­ maður skilanefndar Kaupþings til ársloka 2011, var kjörinn í stjórn Klakka á hluthafafundi félagsins 10. febrúar síðastliðinn. Hefur hann starfað sem ráðgjafi Seðlabankans að undanförnu og var meðal annars fenginn til að aðstoða stjórnvöld við að fara yfir nauðasamninga gömlu bankanna samhliða undanþágu­ beiðnum þeirra frá höftum síðast­ liðið haust. Stærsti hluthafi Klakka er vog­ unarsjóðurinn Burlington Loan Management en eftir að sjóðurinn keypti undir lok síðasta árs 31,8% hlut Arion banka í Klakka, eins og upplýst var um í DV, þá nemur hlutur hans samtals 45%. Auk þess að vera stærsti hluthafi Klakka er sjóðurinn jafnframt eini lánveitandi félagsins. n hordur@dv.is Ráðgjafi Seðla- bankans Steinar Þór Guðgeirs- son. holtsskóla er starfsmaður menntamálaráðuneytisins úr ráðuneytinu og utan þess en að þessu sinni eigi enginn starfsmaður ráðuneytisins sæti. Umsækjendur eru auk Ársæls; Anton Már Gylfason, Ari Halldórs­ son, Ásta Laufey Aðalsteinsdótt­ ir, Bjargey Gígja Gísladóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Ingi Bogi Bogason, Jón Eggert Bragason, Magnús Ing­ ólfsson og Markús G. Sveinbjarnar­ son. Skipað verður í stöðuna til fimm ára, frá 1. apríl næstkomandi. n Fær minnisblað Valnefndin mun skila Illuga minnisblaði en hann tekur lokaá- kvörðun um ráðn- inguna. Mynd SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.