Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 34
Helgarblað 26.–29. febrúar 201626 Fólk Viðtal S igmar Atli Guðmundsson fæddist með sjaldgæfan nýrnasjúkdóm sem nefnist „polycystic kidney disease“ og hefur þurft að fara í tvær nýrnaígræðslur um ævina, eina lifrar- ígræðslu og mjaðmaskiptaaðgerð, en hann er 23 ára í dag. Viðbúið er að hann þurfi á fleiri nýrnaígræðslum að halda, enda virknitími ígræddra líf- færa yfirleitt takmarkaður. Hvert tilfelli einstakt „Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að starfseiningar nýrans og nýrað sjálft er fullt af vessafullum blöðrum sem hægir mjög á starfseminni. Að lokum leiðir það til algjörrar nýrnabilunar og viðkomandi þarf ígræðslu, en það er misjafnt hvað það tekur langan tíma,“ útskýrir Sigmar. Hann man ekki núm- er hvað hans tilfelli af sjúkdómum var, en þegar hann fæddist voru aðeins tvö önnur börn á Íslandi með sjúk- dóminn. „Þó að við værum með sama sjúkdóminn var sjúkdómsgangurinn ólíkur, sem er mjög lýsandi fyrir það hvað hvert tilfelli er einstakt. Umhverfi og erfðaþættir hafa sitt að segja.“ Þrátt fyrir að um nýrnasjúkdóm sé að ræða fylgir honum gjarnan lifrarbilun og slíkt gerðist í tilfelli Sigmars. Lifrin gaf sig skyndilega Hann var fyrst sendur til Bandaríkj- anna, aðeins eins og hálfs árs, og þá stóð til að hann fengi nýrnaígræðslu. Læknarnir þar mátu stöðuna hins vegar þannig að nýrun ættu mögu- lega eftir lengri endingartíma og að- gerðinni var frestað. „Læknarnir úti höfðu sem betur fer rétt fyrir sér og við keyptum okkur átta ár, en ég fór í að- gerð þegar ég var á tíunda ári. Þá fór ég bæði í nýrna- og lifrarígræðslu. Það gekk allt á afturfótunum og við vorum úti í þrjá mánuði.“ Aðspurður hvað hafi verið að og hvers vegna aðgerðin hafi gengið svo illa segir Sigmar það hafa verið samspil ýmissa þátta. „Læknarn- ir telja að lifrin hafi endanlega gefið sig þegar ég fór í nýrnaígræðsluna, en ég var ekkert á leiðinni í lifrarígræðslu þegar ég fór út. Læknarnir áttu ekki von á því að ég þyrfti á því að halda nærri strax. En lifrin „krassaði“ bara eftir nýrnaaðgerðina þannig að þeir kipptu hluta af lifrinni úr mömmu í skyndi og græddu í mig.“ Móðir Sigmars var sem betur fer búin að fara í allar nauðsynlegar rann- sóknir til að kanna hvort hægt væri að nota líffæri úr henni, reyndar var ekki hægt að nota nýrað vegna ákveðinna þátta, en um lifrina gilti annað. Því var hægt að gera lifrarígræðsluna svo fljótt. Í það skipti fékk Sigmar hins vegar nýra úr móðurbróður sínum. „Ég varð stöðugri eftir lifrarígræðsl- una en það voru alls konar flækjur og vesen sem ollu því að kviðarholið á mér fylltist af vökva sem ég fékk sýk- ingu í. Ég þurfti því að fara í eina að- gerð í viðbót til að hreinsa það út og ganga frá öllum lausum endum.“ Hætti að geta gengið Eins og þetta allt væri ekki nóg fyr- ir tíu ára dreng að ganga í gegnum þá kom fleira upp á. „Í kjölfarið fékk ég svo beineyðingu í mjaðmakúlur og mig sárverkjaði þegar ég gekk. Á meðan versta eyðingin var í gangi þá var ég bundinn við hjólastól, en þegar þær náðu jöfnu ástandi gat ég far- ið að ganga aftur. Fyrir sex árum fór ég svo í mjaðmaskipti hægra megin. Þannig að það hefur alltaf verið eitt- hvert vesen á mér,“ segir Sigmar og brosir. Ekki er vitað hvort eyðingin á mjaðmakúlunum sé fylgifiskur lyfja- gjafar vegna aðgerðanna eða hvort um annan sjúkdóm er að ræða. Hann segir það í raun ekki skipta sig máli. Svona sé þetta bara. Stuðningurinn mikilvægur Eftir að hann kom heim úr nýrna- og lifrarígræðslunni á sínum tíma hellti fjölskyldan sér út í starfsemi Einstakra barna. „Við tókum því starfi mjög fagnandi. Það var ákaflega gott starf unnið í félaginu og er enn þann dag í dag. Það var gott að geta verið í umhverfi þar sem allt fullorðna fólk- ið var alltaf að passa upp á að börnin gætu gert allt mögulegt. Það var sér- staklega gott fyrir mig á þeim tíma, þegar ég var nýkominn í hjólastól og sjálfsálitið lítið. Þá var gott að geta leitað í þetta umhverfi. Stuðnings- þátturinn fyrir börnin er alveg gríðar- lega mikilvægur.“ Fékk nýra úr vinkonu mömmu Nýrnaígræðslan dugði Sigmari í þrett- án ár, en í fyrrasumar þurfti hann að gangast undir aðra slíka. Lifrin er hins vegar enn í góðu lagi. „Sú aðgerð var gerð hér heima og gekk mjög vel. Þetta var miklu auðveldra en ég átti von á. Ég lá inni í fjóra daga og var í tvær vikur heima að jafna mig. Það var allt ann- að dæmi í gangi en í fyrri aðgerðinni. Ég fékk að þessu sinni nýra frá bestu vinkonu mömmu. Við pössuðum sem betur fer mjög vel saman og það er al- veg fáránleg heppni. Og frábært að hún hafi verið til í þetta. Fyrst um sinn vorum við mamma ekki alveg viss um hvort hún vissi hvað hún væri að koma sér út í, en hún var sannfærð um að þetta yrði ekki neitt mál.“ Aðgerðin á þeim báðum gekk von- um framar og vinkonan var ótrúlega snögg að ná sér. „Þetta voru bara nokkrir dagar og svo var hún næst- um því bara farin út að hlaupa,“ seg- ir Sigmar og hlær að kraftinum í kon- unni. „Mamma leit til hennar eftir aðgerðina og þurfti eiginlega hafa fyr- ir því að halda aftur af henni.“ Eins og Sigmar lýsir seinni ígræðsl- unni hljómar það eins og svona að- gerð sé ekkert mál, en það er auðvitað ekki svo. Það er töluvert mál að bæði gefa nýra og fá ígrætt nýra. Og Sig- mar þarf væntanlega að ganga í gegn- um þetta ferli aftur síðar á lífsleiðinni. „Ég á von á því að þurfa að fá nýtt nýra einhvern tíma í framtíðinni. Gangur- inn á þessum gjafanýrum er þannig að þau dala í virkni.“ Óskar sjálfur eftir nýra Sigmar er að vonum einstaklega þakklátur fyrir að fólk í kringum hann hafi verið tilbúið að gefa honum nýra. „Það er í raun algjörlega ótrúlegt og þetta er eitthvað sem aldrei er hægt að þakka nógsamlega. Það er alveg sama hvað maður reynir.“ Ferlið er einfaldlega þannig að Sigmar óskar sjálfur eftir nýra eða þá að það spyrst út að hann vanti nýra og fólk sem er tilbúið að gefa hefur samband. Þegar manneskja er hins vegar einu sinni búin að fá ígrætt nýra flækjast málin aðeins og mögulegum gjöfum fækkar. „Fólk er með ákveðna mótefnaflokka og maður getur mynd- að mótefni gegn þeim. Í fyrravetur voru til dæmis öll systkini mömmu útilokuð og mikið af ættingjum for- eldra minna. Svo er ég ekki í sama blóðflokki og pabbi og því útilokað frá upphafi að hann gæti gefið mér nýra. Þegar kemur að þriðju ígræðslunni þá geri ég ráð fyrir að leita á náðir vina en ekki nánustu ættingja. Frá lífeðl- isfræðilegum sjónarmiðum er ekki mikil von þar núna,“ útskýrir hann. Þegar nánustu vinir og ættingj- ar Sigmars vissu hann þyrfti á nýrna- ígræðslu að halda í fyrrasumar voru fljótlega nokkrir sem settu sig í sam- band við fjölskylduna og báðu um að vera hafðir í huga. „Það kom mér mjög skemmtilega á óvart og ég var ótrúlega þakklátur fyrir það. Þetta er auðvitað bara lífgjöf og það er magn- að fólk sé tilbúið í þetta,“ segir Sigmar, en ef hann fengi ekki nýra þá þyrfti hann að vera tengdur nýrnaskiljunar- vél nokkra klukkutíma á dag, þrisvar, fjórum sinnum í viku. Lætur ekkert stoppa sig Sigmar finnur í raun ekkert fyrir sjúk- dómnum í dag, þrátt fyrir að hafa alla ævi þurft að vera inn og út af sjúkrahúsum, í stöðugum blóðrann- sóknum og undir eftirliti lækna. Hann lætur það ekki stoppa sig og stundar bæði íþróttir og nám af kappi. Hann verður þó að halda sig frá íþróttum á borð við handbolta og fótbolta og það var stundum erfitt fyrir hann á ung- lingsárunum, þegar allir vinirnir voru að æfa af kappi. „Það er sumt sem ég ætti ekki að gera sem ég geri samt, en þá geri ég bara aðeins minna af því eða aðeins hægar.“ „Þetta er auðvitað lífgjöf“ Sigmar Atli fæddist með nýrnasjúkdóm og hefur tvisvar farið í nýrna- ígræðslu, lifrarígræðslu og mjaðmaskiptaaðgerð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Lætur ekkert stoppa sig Sigmar Atli gerir ráð fyrir því að þurfa að fara í fleiri nýrnaígræðslur um ævina. Mynd ÞoRMAR VigniR gunnARSSon „Lifrin „krassaði“ bara eftir nýrnaaðgerðina þannig að þeir kipptu hluta af lifrinni úr mömmu í skyndi og græddu í mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.