Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 26.–29. febrúar 201640 Menning Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus • Duusgata 10 • 230 Keflavík • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá k l. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð dans Dómnefnd: Karen María Jónsdóttir (formaður), Ólöf Ingólfsdóttir, Margrét Áskelsdóttir. hönnun Dómnefnd: Tinni Sveinsson (formaður), Guðmundur Jörundsson, Sigga Heimis. Erna Ómarsdóttir og Íslenski dansflokkurinn Dansflokkurinn hefur undir stjórn Ernu fetað inn á ótroðnar slóðir á árinu með spennandi verkefnum sem gera miklar og ólíkar kröfur til dansara flokksins og áhorf- enda hans. Samstarfsmöguleikar flokksins voru þandir út með verkinu Stjörnustríð, en þar mættust Íslenski dansflokkurinn, fjölfötluð börn í Klettaskóla og List án landamæra. Samruni listgreina var færður upp á nýtt stig í samstarfi flokksins og Leikfélags Reykjavíkur í verkinu Njála þar sem dansinn og leiklistin haldast þéttingsfast í hendur í hatrömmum átökum þessa sögufræga og alblóðuga verks. Í dansverkinu Liminal var líkamlegum mörkum dansarans ögrað til hins ítrasta og í hinu hápólitíska verki Black Marrow var stórum og áleitnum spurningum varpað til áhorfenda í mögnuðu sviðsverki. Walk+talk Austurríski danshöfundurinn Philipp Gehmacher er upphafsmaður Walk+talk en allt frá 2008 hafa fjölmargir danslistamenn tekið þátt í viðburðinum víða um heim, nú einnig Erna Ómarsdóttir og Margrét Bjarnadóttir ásamt Gehmacher sjálfum í Reykjavík. Frásagnar- tækni Walk+talk er sótt í kvikmyndaformið og yfirfærð yfir á danslistina. Hér er boðið upp á blöndu hreyfinga í rými og samtal við áhorfendur, þar sem hreyfing og orð danshöfundar birtast á sviðinu á sama tíma svo úr verður eins konar dansfyrirlestur. Umfjöllunarefnið er hugmynd og skilningur listamannsins á líkama sínum á hreyfingu og þeim hugmyndum sem þar má finna. Tæknin gerir þá kröfu til danslistamanns- ins að hann útskýri vinnuaðferðir sínar, sköpunarferli, skilning og skynjun á eigin hreyfitungumáli. Walk+talk er tilnefnt fyrir þá innsýn sem viðburðurinn gefur í listrænt ferli danshöfundar og þróun starfsferils. Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir Milkywhale Milkywhale er söngsjálf Melkorku þar sem hún stígur fram sem einmana hvalur sem á erfitt með að feta sig í gegnum lífið. Í verkinu fær hún til liðs við sig Árna Rúnar Hlöðversson sem semur tónlistina við texta Auðar Övu Ólafsdóttur en Magnús Leifsson og Jóhann Ágústsson sjá um vídeó- og ljósahönnun. Mil- kywhale var upphaflega sett upp sem dansverk fyrir Reykjavík Dance Festival, sem tónleikaskotin kóreógrafía þar sem aðferðir danssmíðanna voru nýttar til að binda saman þemabundinn lagalista. Seinna meir var sviðsverkið flutt upp á tónleikasvið Airwaves og verkinu snúið yfir í kóreógraferaða tónleika sem studdir voru af kraftmikilli sviðsumgjörð ljósa og vídeós. Í báðum tilvikum nær Melkorka að fanga athygli áhorfenda með óvæntum uppákomum og skotheldri sviðsframkomu. Katrín Gunnarsdóttir fyrir Macho man Katrín Gunnarsdóttir samdi sólóverkið Macho Man fyrir dansarann Sögu Sigurðardóttur. Í verkinu er birtingarmynd karllíkamans í nútíma samfélagi dregin fram. Dansarinn er einn í auðu hvítu rými, ber að ofan, án hljóðmyndar annarrar en þeirrar sem hann sjálfur gefur frá sér. Tilbúinn til að mála upp hreyfimynd af svitastorknum heimi mexíkóskrar glímu, rokkstjarna og líkamsræktarkappa eins og hún birtist okkur á Youtube. Sérstaklega áhugavert er að sjá kvenkyns dansara fram- kvæma þann karllæga hreyfiorðaforða sem settur er fram en sá tvíræði heimur sem við það skapast kallar fram sérstæð hugrenningatengsl sem lifa lengi með áhorfandanum. Reykjavík Dance Festival Reykjavík Dance Festival hefur starfað frá árinu 2002. Alexander Roberts og Ásgerður Gunnarsdóttir, listrænir stjórn- endur hátíðarinnar, hafa hrist ærlega upp í fyrirkomulagi hennar. Hátíðin starfar nú árið um kring. Hátíðin í ágúst er vettvangur fjölbreytni og stærri sýninga, en viðburðir í nóvember og febrúar eru sértækari og gefa áhorfendum tækifæri til að fara á dýptina. Námskeið sem haldin eru í tengslum við RDF næra danssamfélagið og opna efni hátíðarinnar enn betur fyrir þátttakendum. Hátíðin hefur einnig náð að efla starfsemi sína með víðtæku og gefandi samstarfi við aðrar hátíðir og stofnanir, svo sem Lókal, Íslenska dansflokkinn og Sónar. Þannig teygir hátíðin sig inn á ný svið og opnar danshátíðarformið í allar áttir. Með listrænt hugrekki og samvinnu að leiðarljósi halda listrænir stjórnendur RDF stöðugt áfram að þróa möguleika hátíðarinnar sem skapandi vettvangs í sviðslistum. Brynjar Sigurðsson Brynjar hefur vakið heimsathygli fyrir hönnun sína: húsgögn skreytt með há- karlahnútum frá Vopnafirði, hjálpartæki fyrir ímyndaðan veiðimann og prik með engan augljósan tilgang. Hann heldur til á mörkum list- og hönnunarheimsins en hefur fyrst og fremst áhuga á því að segja sögur. Hönnun hans hefur prýtt forsíðu Wallpaper, hlotið Svissnesku hönnunarverðlaunin og einnig kom út bók og vínylplata byggð á verkum hans. Brynjar setti upp í fyrra flotta sýningu í höfuðstöðvum Crymogeu við Barónsstíg með kærustu sinni, þýska innan- hússhönnuðinum Veroniku Seidlmair, en saman reka þau hönnunarfyrirtæki í Berlín. Float Unnur Valdís Kristjánsdóttir hannaði Flothettuna fyrir fólk til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og stuðla að heilbrigði. Vörulínan samanstendur af Flot- hettu og Fótafloti, og er hún hönnuð til að veita líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni. Síðustu misseri hefur orðið til hreyfing í kringum svokallað Samflot, þegar margir setja á sig Flothettur Unnar og fljóta saman. Þetta er skemmtilegur slökunarkúltur og góð viðbót við baðmenningu þjóðarinnar. OR Type OR Type er fyrsta og eina sérhæfða leturútgáfa Íslands. Hana reka félagarnir Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund Brunse. Þeir hanna leturgerðir og selja og síðustu misseri hafa þeir selt letur til blaðanna New York Times og The Wire. Þá var opinbert letur Sundance-kvikmyndahátíðarinnar úr þeirra smiðju. Guðmundur og Mads leggja áherslu á að skapa lifandi letur sem ögrar fyrirfram gefnum hugmyndum um hvernig letur skuli vera. Aníta Hirlekar Aníta er meðal helstu vonarstjarna íslenskrar fatahönnunar. Síðustu ár hefur hún unnið fyrir mörg þekkt fyrirtæki á borð við Dior, Diane Von Furstenberg, Diesel og Bvlgari. Aníta sýndi á Hönnunarmars í fyrra glæsilega útskriftarlínu sína frá Central Saint Martins í London. Þaðan útskrifaðist hún með mastergráðu í fatahönnun og textíl. Í fyrrahaust var Aníta síðan valin til að sýna línuna sína á tískuvikunni í London þar sem hún var sögð „one to watch“ af aðstandendum. Knot-púðinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir rekur hönnunarstofuna Umemi og framleiðir púðann Knot, sem áður hét Notknot. Púðinn hefur slegið í gegn hérlendis síðustu ár og fer nú sigurför um heiminn. Á dögunum tilkynnti virta hönnunarfyrirtækið Design House Stockholm að það ætli að fram- leiða púðann. Í kjölfarið var hann pantaður af búðum á borð við MoMA í New York. Jungle Bar Orkustykkið Jungle Bar, sem meðal annars er búið til úr krybbum, er hugarfóstur þeirra Búa Bjarmar Aðalsteins- sonar og Stefáns Atla Thoroddsen. Jungle Bar er meðal annars ætlað að vekja fólk á Vestur- löndum til umhugsunar um þá ókönnuðu möguleika sem felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. Með verkefninu vilja þeir víkka út hugmyndir um starf hönnuðarins. Öll þróunarvinna fyrir Jungle Bar var unnin á Íslandi, meðal annars með styrkjum frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.