Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 50
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Föstudagur 26. febrúar 15.35 Á spretti (2:6) (Áhugamannadeildin í hestaíþróttum) e 16.00 Íslendingar (Jóhannes S. Kjarval) e 16.55 Táknmálsfréttir 17.05 Valur - Haukar B 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir (122) 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (9:50) 20.00 Gettu betur (4:7) (FS - MA) Spurningarkeppni framhaldsskólanna þarf vart að kynna og einkennist af stemn- ingu, spennu og virkri þátttöku allra í salnum. 21.15 Vikan með Gísla Marteini 22.00 Barnaby ræður gát- una (Midsomer Murder) Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lög- reglufulltrúi glímir við morðgátur í ensku þorpi. Meðal leikenda eru Neil Dudgeon og John Hop- kins. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 23.35 The Way Back 7,3 (Leiðin heim) Verð- launað mynd byggð á raunverulegum atburðum. Árið 1940 tekst nokkrum föngum úr síberísku Gúlagi að flýja í átt til frelsis á Indlandi. Miskunarlaus náttúra Síberíu hlífir flóttamönnunum ekki og átökin utan fanga- búða verða síst minni en innan þeirra. Aðalhlut- verk: Jim Sturgess, Ed Harris og Colin Farrell. Leikstjóri: Peter Weir. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e 01.45 Víkingarnir (6:10) e 02.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (30) Stöð 2 Sport 2 Stöð 3 08:20 Meistaradeildin í hestaíþróttum 2016 11:20 Porto - Dortmund 13:00 Tottenham - Fiorentina 14:40 Man. Utd. - Midtjylland 16:20 Liverpool - Augsburg) 18:00 Bundesliga Weekly 18:30 La Liga Report 19:00 Dominos deildin (Keflavík - Tindastóll) B 21:10 Evrópudeildarmörkin 22:00 Körfuboltakvöld 23:45 NBA (Special: Clutch City) 01:00 NBA 2015/2016 - Reg- ular Season (Atlanta Hawks - Chicago Bulls) B 11:25 Sunderl.- Man. Utd. 13:05 Premier League World 13:35 Arsenal - Leicester 15:15 Messan 16:30 Aston Villa - Liverpool 18:10 Premier League Le- gends (Gary Neville) 18:40 PL Classic Matches (Liverpool - Man United, 1997) 19:10 PL Match Pack 2015/2016 19:40 Enska 1. deildin (Hull - Sheffield Wednesday) B 21:45 Premier League Preview 22:15 Premier League 2015/2016 (Man. City - Tottenham) 23:55 Bournemouth - Stoke 01:35 PL Match Pack 02:05 Premier League Preview 2015/2016 17:40 Masterchef USA (9:19) 18:25 Ravenswood (6:10) 19:10 Guys With Kids (10:17) 19:30 Comedians (10:13) 19:55 Suburgatory (13:13) 20:20 NCIS Los Angeles 21:05 Justified (12:13) 21:50 First Dates (6:8) 22:40 Supernatural (6:23) 23:25 Sons of Anarchy (7:14) 00:20 Comedians (10:13) 00:40 Suburgatory (13:13) 01:05 NCIS Los Angeles 01:45 Justified (12:13) 02:25 First Dates (6:8) 03:15 Tónlistarmyndbönd frá Bravó Hér hljóma öll flottustu tónlistar- myndböndin í dag frá vinsælum listamönn- um á borð við Justin Timberlake, Rihönnu, Macklemore, Pink, Bru- no Mars, Justin Bieber. 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (2:23) 08:20 Dr. Phil 09:00 Top Chef (11:15) 09:50 Minute To Win It 10:35 Pepsi MAX tónlist 13:15 King of Queens (15:25) 13:40 Dr. Phil 14:20 America's Funniest Home Videos (20:44) 14:45 The Biggest Loser - Ísland (6:11) 15:55 Jennifer Falls (8:10) 16:20 Reign (13:22) 17:05 Philly (8:22) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 19:10 The Late Late Show with James Corden 19:50 The Muppets (14:16) 20:15 BRIT Awards 2016 21:45 Blue Bloods (11:22) 22:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23:10 Satisfaction (3:10) Skemmtileg þáttaröð um giftan mann sem virðist lifa hinu full- komna lífi en undir niðri kraumar óánægjan. Hann er orðinn leiður á vinnunni og ekki batnar ástandið þegar hann kemur að eiginkonunni með öðrum manni. 23:55 State Of Affairs (8:13) Bandarísk þáttaröð með Katherine Heigl í aðalhlutverki. Hún leikur sérfræðing innan bandarísku leyniþjón- ustunnar sem hefur það hlutverk að upplýsa forsetann um stöðu viðkvæmra mála. 00:40 The Affair (8:12) 01:25 The Walking Dead 02:10 House of Lies (4:12) 02:35 Hannibal (8:13) 03:20 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04:00 The Late Late Show with James Corden 04:40 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:45 Batman: The Brave and the bold 08:05 The Middle (6:24) 08:25 Grand Designs (5:7) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (38:175) 10:20 Restaurant Startup 11:05 Planet's Got Talent 11:35 Margra barna mæður 12:05 Eldhúsið hans Eyþórs 12:35 Nágrannar 13:00 The Last Station 14:55 Someone Like You 16:30 Kalli kanína og félagar 16:55 Tommi og Jenni 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 The Simpsons (14:22) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland today 19:25 Bomban (7:12) 20:15 American Idol (15:24) 21:00 American Idol (16:24) 22:25 The Fast and the Furi- ous 6,7 Spennumynd um leynilögreglumann sem þarf að komast inn í klíku ólöglegra kappakstursmanna í Los Angeles til að koma upp um glæpahring. Vin Diesel, Paul Walker og Michelle Rodriguez leika aðalhlutverkin. 00:10 Ice Soldiers Spennu- mynd frá árinu 2013 sem fjallar um vísindamann- inn Malroux sem finnur þrjá frosna, genabreytta líkama þriggja rúss- neskra hermanna. Með því að vekja þá til lífsins leysir hann úr læðingi gífurlega ógn á samfé- lagið og verður fyrir alla muni að stöðva þá. 01:45 Transformers: Age of Extinction 04:25 Two Faces of January 06:00 The Middle (6:24) 42 Menning Sjónvarp Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Öndin eina – Andrés önd Disney-stundin gleður É g kveikti á sjónvarpinu um daginn og á RÚV, sem er upp- áhald mitt og yndi, var verið að sýna teiknimyndir. Þarna sá ég gamlan æskuvin í miklum ham. Eins og svo oft áður lá ekki vel á hinum mislynda Andrési önd sem var að gera ungum frænd- um sínum Rip, Rap og Rup líf- ið leitt. Þeir sáu við honum, enda afar úrræðagóðir. Ég sat heilluð fyrir framan tækið og fylgdist með baráttu hinnar lífsglöðu æsku við hina fullorðnu og úrillu önd. Breitt bros færðist yfir andlit mitt og svo hló ég upphátt. Ég varð skyndilega syngjandi glöð líkt og sjö vetra barn. Nú er því ekki að leyna að barátta hinna ungu frænda við Andrés var átakamikil og það svo mjög að pempíum þessa heims hefur örugglega brugðið og talið að þarna væri um gróft ofbeldi að ræða. En við hin fögnum því að fá smá hasar. Disney-stundin er reglulega á dagskrá RÚV og þar eru sýndar teiknimyndir með Andrési og fé- lögum. Andabær heillar allar kyn- slóðir. Þarna er vinur okkar Andrés, sem er engin venjuleg önd. Í Andrési rúmast svo margt. Hann getur verið önugur, afbrýðisamur, nískur og hefnigjarn en líka glaður, góðgjarn, örlátur og skemmtileg- ur. Í honum er rómantískur streng- ur og þegar hann kallar Andrésínu „Min skat“ þá eru þau orð fögur blíðyrði og enduróma sanna ást- arjátningu. „Min skat“ – það er sannarlega fallegt ávarp! Ég ólst upp við Andrés önd og hef eiginlega aldrei gleymt honum, eins og ég áttaði mig á þegar ég sá honum svo óvænt bregða fyrir á RÚV. Danskan úr gömlu Andrésblöðunum hefur reynst endingarbetri og gagnlegri en sú danska sem ég síðar lærði í skóla og skilaði litlu. Nú lesa ís- lensk börn Andrésblöðin á ís- lensku og sjá þessa merku önd mæla á íslenska tungu í sjónvarpi. Andrés er enn á sveimi, enda þrjóskur og ekki gefinn fyrir upp- gjöf. Hann mun sennilega alltaf vera til og gleðja börnin og þá full- orðnu sem enn eru svo heppnir að vera ungir í anda. n dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið N orðurlandamótið í skólaskák fór fram um helgina í Vaxjö í Svíþjóð. Mótið hefur farið fram síðan 1981 og margir helstu skákmeistarar Norður- landa tekið þátt og þar á meðal Magnús Carlsen heimsmeistari. Óskar Víkingur Davíðsson varð Norðurlandameistari auk þess sem þrír aðrir verðlaunapen- ingar komu í hús. Róbert Luu hlaut silfur og Símon Þórhalls- son og Vignir Vatnar Stefánsson fengu brons. A-flokkur (1996- 98): Oliver Aron Jóhannesson hlaut 6 vinninga og endaði í 6.- 7. sæti. Dagur Ragnarsson hlaut 2½ vinning og endaði í 9. sæti. B- flokkur (1999-2000): Símon Þór- hallsson og Jón Kristinn Þorgeirs- son hlutu 3½ vinning og enduðu í 3.-4. sæti. Símon fékk hins vegar þriðja sætið og brons eftir stiga- útreikning. C-flokkur (2001-02): Hilmir Freyr Heimsson hlaut 3 vinninga og endaði í 6.-7. sæti og Nansý Davíðsdóttir hlaut 2½ vinning og endaði í 8.-9. sæti. D- flokkur (2003-04): Vignir Vatnar Stefánsson hlaut 4½ vinning og endaði í þriðja sæti. Alexander Oliver Mai sem var tefla í fyrsta skipti á erlendi grundu hlaut 2½ vinning og endaði í 7.-10. sæti. E-flokkur (2005-): Það gekk best hjá íslensku keppendunum í e- flokki en þar komu gull og silfur í hús. Óskar Víkingur Davíðs- son varð efstur með 5 vinninga og Robert Luu varð annar með 4 vinninga. Sérdeilis glæsilegt hjá þeim. Danir mörðu sigur í landskeppninni en þeir hlutu 36 vinninga. Norðmenn urðu aðrir með 35½ vinning og Íslendingar þriðju með 34 vinninga. Fimm ís- lensku keppendanna hækkuðu um 20 alþjóðleg skáksteig eða meira. Það voru: Vignir Vatnar (30), Alexander (29), Nansý (27), Róbert (23) og Óskar (20). Heilt yfir var árangur íslenska hópsins vel ásættanlegur og til vitnis um aukna breidd meðal yngstu kyn- slóðarinnar. n Óskar Víkingur Norðurlandameistari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið „Andrés er enn á sveimi, enda þrjóskur og ekki gefinn fyrir uppgjöf. Hinn eini sanni Andrés önd „Hann getur verið önugur, afbrýði- samur, nískur og hefnigjarn en líka glaður, góð- gjarn, örlátur og skemmtilegur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.