Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 26.–29. febrúar 20166 Ferming - Kynningarblað
Margrét Erla Maack
Fermdist í brúðarkjól móður sinnar
Soho Catering: Hágæða
og persónuleg þjónusta
M
argrét Erla Maack, sjón-
varpskona með meiru,
lét sig ekki muna um að
taka ljósmynd af gömlu
fermingarmyndinni
þegar DV bað hana um að deila
henni ásamt minningu um ferm-
ingardaginn. Margrét Erla er ung
að árum og því ekki ýkja langt síðan
hún fermdist, en það var árið 1998.
Margrét Erla segir að hún myndi
ekki fermast í dag:
„Ég fermdist daginn eftir 14
ára afmælisdaginn minn, 26. apríl
1998. Ég fermdist í Dómkirkjunni,
ekki í Hallgrímskirkju eins og flestir
skólafélagar mínir því að mig lang-
aði að kynnast fleira fólki. Ég er ekki
trúuð í dag, og ef ég hefði verið ögn
þroskaðri hefði ég ekki fermst. Hins
vegar hefði ég ekki viljað sleppa
þessu partíi. Ég hélt ræðu og í dag
fordæmi ég fermingarbörn sem eru
svo feimin að þau geta ekki sagt
„gjörið svo vel“ og einu sinni hót-
aði ég móður minni að við mynd-
um taka gjöfina aftur heim ef gest-
gjafinn gæti ekki einu sinni „feikað“
að það væri gaman að hafa okkur
í veislunni. Systir mín og frænka
dönsuðu dans sem ég samdi, Óli
besti frændi minn hélt ræðu og
svo var pabbi með leynigest – það
var bundið fyrir augun á mér og
ég látin giska á hver það var. Ég gat
það ekki, en svo þegar tekið var frá
augunum þá var það drengur sem
vann í bakaríinu í hverfinu og mér
fannst agalega sætur. Þarna held ég
að unglingaveikin hafi náð hámarki
og kulnað nokkuð snögglega eftir
þetta. Ég er mjög fegin að hafa ekki
farið sömu leið og fermingarsystur
mínar í klæðavali – þær voru all-
ar í kínakjólum og „jungle boots“-
kuldaskóm, en ég var í brúðarkjóln-
um hennar mömmu.“ n
Flott og freistandi fermingarhlaðborð
S
oho byrjaði sem veitinga-
staður við Hafnargötuna í
Keflavík og átti þegar vel-
gengni að fagna. Árið
2008 var ákveðið að snúa
rekstrinum alfarið að veisluþjón-
ustu sem hefur æ síðan verið aðal-
áhersla Soho og hefur hlotið mikið
lof viðskiptavina. Örn Garðarsson,
stofnandi og eigandi, er yfirmat-
reiðslumaður Soho Catering.
Hann segir að starfsfólk veislu-
þjónustunnar leggi mikla áherslu
á hágæða og persónulega þjónustu
við viðskiptavini sína. „Fyrirtæk-
ið er með alhliða veisluþjónustu
og veitingar fyrir hvers kyns við-
burði eins og fermingar, árshátíðir,
brúðkaup, erfidrykkjur, afmæli og
vinnustaðaveislur.“
Flott og freistandi
fermingarhlaðborð
Hér er dæmi um útgáfu ferm-
ingarhlaðborðs frá Soho Catering:
FORRÉTTUR: Grænmetissúpa að
eigin vali, t.d. sveppa-, aspas- eða
blómkálssúpa. Blandað heimabak-
að brauð með rauðu pestói og
smjöri.
AÐALRÉTTIR: Kaldur, gljáður ham -
borgarhryggur með heitri sósu, t.d.
rauðvínssósu. Kjúklingur í pipar-
sveppasósu, gratineraðar kartöflur,
rótargrænmeti og heimalagað rauð-
kál og ferskt, blandað salat. Ferm-
ingarterta „Bók“ innifalin (ef ekki
– 300 kr.). Súkkulaði- og ástríðuá-
vaxtaterta með perum eða súkkulaði
mousse fermingarterta, framreidd
með vanillusósu. Veitingar frá Soho
Catering eru sendar heim til við-
skiptavinarins eða í veislusalinn,
starfsfólk fyrirtækisins aðstoðar við
uppstillingu hlaðborðsins og hægt
er að fá borðbúnað fyrir veisluna,
má skila óhreinum til baka.
Saddir og sáttir viðskiptavinir
Ummæli þakklátra viðskiptavina:
Á heimasíðu Soho Catering er
að finna umsagnir margra saddra
og sáttra viðskiptavina fyrirtækis-
ins:
„Má til með að þakka kær-
lega fyrir okkur um síðustu helgi.
Fermingarbörnin voru frábær-
lega ánægð með matinn og allir
gestirnir agndofa yfir veitingun-
um. Ég get með sanni sagt að ég
mæli með þessu.“
„Bestu þakkir fyrir frábærar
veitingar í fermingarveislu dætra
okkar. Maturinn vakti mikla lukku
hjá gestum á öllum aldri og meira
að segja unglingarnir voru hæst-
ánægðir. Ekki nóg með að matur-
inn væri algjört lostæti heldur var
hann líka vel útilátinn og virkilega
glæsilega fram borinn. Allt viðmót
hjá þér og starfsfólki þínu var sér-
lega ljúft og allt stóðst alveg 100%.
Næst þegar við þurfum á veislu-
þjónustu að halda þá erum við
ekki í neinum vafa um hvert við
leitum.“
Örn hvetur fólk til þess að hafa
samband við sig til að fá nánari
upplýsingar, annaðhvort með því
að slá á þráðinn eða senda tölvu-
póst á orn@soho.is. Soho Cater-
ing veisluþjónusta, Hrannargötu
6, Reykjanesbæ. Símar: 421-7646,
692-0200. www.soho.is n