Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Nýr 2015 Ford Transit Custom 290 L2H1 - Langur Aukabúnaður: TREND pakki sem kostar 400.000 í umboði. Innifalið: Samlitir stuðarar, handfrjáls búnaður, hraðastillir, kastarar, loftkæling, hiti í framrúðu, hiti í útispeglum, leðurstýri og gírhnúi, LED ljós í innréttingu, viðarklæðning í flutningsrými, hjólkoppar og dráttar- krókur (180.000). Einnig: Fjarstýrðar samlæsingar, Rafdrifnar rúður og rafdrifnir speglar, spólvörn, stöðugleikakerfi, útvarp, vökvastýri. Okkar verð: 3.990.000,- án vsk. (4.947.600,- með vsk.) Um 900.000 undir listaverði Nýr Ford Transit 310 L3H3 Trend Okkar verð: 4.277.000,- án vsk. (5.303.480,- með vsk.) Um milljón undir listaverði. 8/2012 Renault Trafic L1H1 Okkar verð: 2.570.000,- án vsk. (3.186.800,- með vsk.) Renault Master DCI 125 sturtubíll 9/2012 Renault Master Sturtubíll. Ekinn aðeins 16 þús. km. Innifalið: ABS hemlar, aksturstölva, fjarstýrðar samlæsingar, geislaspil- ari, líknarbelgir, loftkæling, rafdrifnar rúður, rafdrifnir speglar, útvarp, vökvastýri og þjónustubók. Lengd á palli er 3280 mm. Okkar verð: 4.290.000,- án vsk. (5.319.600,- með vsk.) Rúmri milljón undir listaverði Aukabúnaður: ABS hemlar. Aðgerðahnappar í stýri. Aksturstölva. Armpúði. Bluetooth handfrjáls búnaður . Dráttarkrókur. Fjarstýrðar samlæsingar. Litað gler. Loftkæling . Rafdrifnar rúður. Rafdrifnir speglar. Smurbók. Túrbína. Útvarp / Geislaspilari. Veltistýri. Vökva- stýri. Líknabelgur hjá bílstjóra. Viðar klæddur að innan. Plata í botni. Aukabúnaður: TREND pakki kostar 400.000 í umboði. Innifalið: Samlitir stuðara, handfrjáls búnaður, hraðastillir, kastarar, loftkæling, hiti í framrúðu, hiti í útispeglum, leðurstýri og gírhnúi, LED ljós í innréttingu, viðarklæðning í flutningsrými og hjólkoppar. Annar aukabúnaður: Hliðarhurð á hægri og vinstri hlið kr. 175.000,- Hærri toppur kr. 240.000,- klæddur með við í flutningsrými 42.000 kr., Aukahlutir sem eru í þesum bíl kosta því 857.000kr. Einnig: Fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, rafdrifnir speglar, spólvörn, stöðugleikakerfi útvarp og vökvastýri. 30 Sport Stefnir að toppformi hið fyrsta n DV eyddi degi með Eiði Smára í Molde n Fyrsti E iður Smári Guðjohnsen mun leika fyrsta formlega leik sinn með Molde í Noregi, næst- komandi þriðjudag ef allt gengur eftir. Það er æfingar- leikur gegn Mjölndalen. Fjórum dögum síðar er það svo Álasund. Strax daginn eftir fer Molde til Krist- iansund og leikur við heimamenn. Fyrsti opinberi leikur Eiðs með fé- laginu verður svo 13. mars þegar norska úrvalsdeildin hefst. Molde fær Tromsö í heimsókn í fyrstu um- ferð. Aker Stadion, eins og heima- völlur Molde heitir, er falleg bygging og umgjörð vallarins er alvöru. Molde spilar á gervigrasi og völlur- inn er ljónagryfja. DV fylgdi Eiði Smára eftir einn dag. Eiður er búsettur í miðbænum og ákvað þennan morgun að ganga á æfingu, enda stutt að fara. Það var kalt í veðri og rakt. Eiginlega alveg skítkalt. Eiður fékk sér morgunverð á æfingasvæðinu með liðsfélögum og þjálfarateymi. Liðið var að hittast á ný eftir útileik gegn Sevilla frá Spáni. Molde tapaði þeirri viðureign 0-3. Eiður horfði á leikinn. Hann sagði að með smá heppni hefðu úrslitin geta orðið mun hagstæðari. Af hverju spilaðir þú ekki? „Þegar ég samdi við Molde var búið að tilkynna endanlegan leikmanna- hóp. Ég átti því aldrei möguleika á að komast í þessa leiki.“ Um leið og æfingin byrjaði fór að snjóa. Snjórinn breyttist fljót- lega í slyddu og síðar rigningu. Og hann fór að blása. Nokkrir glerharð- ir stuðningsmenn voru mættir til að fylgjast með æfingunni. Spurningu var hent inn í hópinn. Hverju búist þið við af Eiði? „Við höfum ekki séð hann spila, en við erum mjög spenntir að sjá hann í Molde-búningnum í alvöru leik,“ sagði sá sem fyrstur var til svars. Annar sagði: „Hann er með reynsl- una sem okkur vantar. Liðið er mjög ungt og ef Eiður getur miðl- að reynslu til ungu strákanna þá er hann að nýtast okkur vel.“ Þriðji taldi þetta mjög skynsamleg kaup hjá Ole Gunnar Solskjær. „Eiður þarf að sanna sig í Molde-liðinu og við vit- um að hann er að fara með Íslandi á EM í Frakklandi þannig að þetta er góð staða fyrir alla – Ísland, Molde og Eið.“ Já, karlarnir voru hressir með hann og voru ánægðir með það sem þeir sáu til hans á æfingunni. Æfingaaðstaðan er öll hin besta. „Eina sem ég sakna er heitur pottur eftir æfingar á þessum köldu dög- um.“ Eiður fékk sér að borða með liðinu, eftir 90 mínútna æfingu. All- ir héldu heim nema aldursforset- inn. Eftir tveggja tíma hvíld tóku við snerpu- og styrktaræfingar í rúman klukkutíma. Eiður keyrði sig ger- samlega út á síðari æfingunni. Finnur þú fyrir að skrokkurinn sé orðinn 37 ára? „Soldið stífur eftir þennan dag. En það verður fljótt að koma.“ Eið- ur er spenntur og mjög ákveðinn í að komast í frábært form bæði fyrir Molde og Ísland. Eftir smá hvíld og langa sturtu var tekinn snemmbú- inn kvöldverður. Við fórum á hótel- ið Fjordstuen. Það eru ekki margir úti að borða þetta kvöldið. Við pönt- uðum okkur klippefisk og súpu. Ljómandi gott og við vorum sadd- ir og sælir. Deginum lauk á þægi- legum nótum. Við lögðumst flat- ir fyrir framan sjónvarpið. Arsenal – Barcelona í meistaradeildinni. Blaðamaður spáði klassísku jafntefli 1-1. Eiður harðneitaði því – spáði: 0-3 Barcelona í vil. Niðurstaða: 0-2 fyrir Barcelona. Báðir höfðu rangt fyrir sér. Komnir upp í klukkan 22.40. n Eggert Skúlason eggert@dv.is Leikið í bláu Eiður er númer 22 hjá Molde. Það var númerið sem hann óskaði sér og er sama númer og hann var með hjá Chelsea. Mynd EggErt SkúLaSon gengið á æfingu Eiður er búsettur skammt frá Aker Stadion. Völlurinn blasir við hægra megin á myndinni. Glæsilegt mannvirki. Mynd EggErt SkúLaSon norsk slydda Það var hryssingslegt að æfa í slyddunni. En stemmingin var fín. Mynd EggErt SkúLaSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.