Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 54
46 Fólk Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Leikarar sem féllu fyrir morðingjahendi n Morðið á Sharon Tate fyllti heimsbyggðina skelfingu n Sal Mineo var stunginn á leið af æfingu N okkrir frægir leikarar hafa fallið fyrir morðingja­ hendi. Frægast er senni­ lega morðið á Sharon Tate sem fyllti heimsbyggðina skelfingu. Hér er sagt frá nokkrum leikurum sem glöddu kvikmynda­ unnendur en hlutu þau örlög að vera myrtir. n  Morð sem vakti óhug Hin unga Sharon Tate virtist eiga bjarta framtíð í kvikmyndaheiminum. Hún var 26 ára gömul, hafði verið gift kvikmyndaleik­ stjóranum Roman Polanski í eitt ár og átti von á sínu fyrsta barni innan tveggja vikna þegar Charles Manson og gengi hans réðst inn á heimili hennar í Los Angeles og myrti hana og nokkra gesti hennar á afar hrottalegan hátt, en Tate var stungin 16 sinnum með hnífum. Roman Polanski var fjarverandi. Morðin vöktu óhug um allan heim.  Þjáðist vegna samkynhneigðar Ramón Novarro var ein skærasta stjarna þöglu myndanna og kyntákn síns tíma. Hann var kaþólskur og þjáðist af sektar­ kennd vegna samkynhneigðar sinnar. Hann lék í myndum á borð við Ben Hur og mót leikarar hans voru stórstjörnur á borð við Gretu Garbo en myndin sýnir hann með henni í myndinni Mata Hari. Novarro var myrtur árið 1968, barinn svo illa að hann kafnaði í eigin blóði. Morðingjarnir voru ungir bræður sem hann hafði boðið heim til sín til að eiga við þá kynmök. Þeir voru dæmdir fyrir morðið sem þeir sögðu hafa verið óviljaverk framið í ölæði. Rithöfund­ urinn frægi, Charles Bukowski, skrifaði smásögu um morðið á Novarro.  Afbrýðisamur eiginmaður Dorothy Stratten var Playboy­fyrirsæta sem þótti efni í afbragðs gamanleikkonu. Hún lék meðal annars í myndinni They All Laughed, en myndin hér að ofan sýnir hana í hlutverki sínu. Við tökur á þeirri mynd tókust ástir með henni og leikstjóranum Peter Bogdanovich. Eiginmaður Stratten var fullur afbrýðisemi og þau hjón slitu samvistum. Skömmu síðar samþykkti Stratten að hitta hann á heimili hans. Þar skaut hann hana til bana, svívirti líkið og skaut síðan sjálfan sig. Stratten var tvítug þegar hún var myrt. Ástmaður hennar, Peter Bogdanovich, var harmi sleginn eftir lát Stratten en kvæntist nokkrum árum síðar systur hennar. Tvær kvikmyndir hafa verið gerðar um morðið á Stratten. Lag Bryan Adams The Best Was Yet To Come var samið með Dorothy Stratten í huga.  Stunginn af ókunnum manni Ein frægasta mynd Sal Mineo var Rebel Without A Cause þar sem James Dean fór með aðalhlut­ verk. Þeir félagar sjást hér í myndinni. Mineo hlaut Óskarsverðlauna­ tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni og einnig fyrir leik sinn í Exodus. Árið 1979 var hann að koma af leikæfingu þegar ókunnur maður stakk hann til bana með hníf. Morðinginn sat 12 ár í fangelsi vegna verknað­ arins. Mineo var 37 ára þegar hann lést.  Allt í lagi að deyja Haing Ngor var fyrstur Asíubúa til að hljóta Óskarsverðlaun. Það var árið 1985 fyrir leik hans í The Killing Fields þar sem hann lék kambódískan blaðamann. Ngor var ekki lærður leikari heldur læknir. Eftir frumsýningu myndarinnar sagði Ngor í viðtali við blaðamann New York Times: „Ef ég dey fljótlega þá er það í allt í lagi. Þessi mynd mun lifa í hundrað ár.“ Árið 1996 var Ngor skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Los Angeles. Þrír meðlimir glæpagengis voru sakfelldir fyrir morðið. Ngor var 55 ára gamall þegar hann var myrtur. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.