Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 46
Helgarblað 26.–29. febrúar 201638 Menning LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG Fræði Dómnefnd: Árni Matthíasson (formaður), Hildigunnur Þráinsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir. Heiður og huggun eftir Þórunni Sigurðardóttur Heiður og huggun - Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld er merkilegt rit um bók- menntagreinar sem voru vinsælar fyrr á öldum. Þórunn hefur með rannsókn sinni á erfi- og harmljóðum á 17. öld unnið brautryðjandastarf í íslenskum bókmenntarannsóknum. Verkið er afar yfirgripsmikið og í því birtast í fyrsta sinn á prenti textar sem varðveittir eru í handritum. Rannsóknin er ýtarleg og Þórunn leggur áherslu á tengsl bókmennta og samfélags og gefur innsýn í hugsunarhátt og menningarheim 17. aldar og ber saman við hugmyndir okkar tíma. Afar vandað fræðirit og þarft innlegg í íslenskar bókmenntarannsóknir. Bókabörn eftir Dagnýju Kristjánsdóttur Í Bókabörnum - Íslenskar barnabók- menntir verða til eftir Dagnýju Kristjáns- dóttur rekur Dagný hugmyndir manna um börn og bernsku og ekki síst hvernig hugmyndir um barnið hefðu þróast. Hún fjallar um fjóra fyrstu íslensku barna- bókahöfundana og bækur þeirra; Jónas Hallgrímsson, Jón Sveinsson eða Nonna, Sigurbjörn Sveinsson og Jóhann Magnús Bjarnason. Bókin er í senn aðgengilegt og fræðilegt yfirlit yfir það hvernig bækurnar birta hugmyndir samtíma þeirra um börn og hvernig þau eiga eða eiga ekki að vera. Landnám og landnámsfólk eftir Bjarna F. Einarsson Í bókinni Landnám og landnámsfólk fjallar Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur um landnám Íslands, forsendur þess og aðdraganda með landnámsbýlið Hólm í Nesjum sem viðmið. Rannsóknirnar í Hólmi stóðu yfir í tólf sumur og haust á sextán ára tímabili, sem gerir þær með mestu fornleifarannsóknum á landinu, en þó að sögusviðið sé fyrst og fremst Laxárdalur í Nesjum teygir bókin sig vítt um heim, allt austur til Asíu, vestur til Vínlands, norður til Svalbarða og suður til Afríku. Bókin er í senn fræðileg og fræðandi fyrir leikmenn, ríkulega myndskreytt og gefur einkar góða mynd af landnámssögu Íslands. Þegar siðmenningin fór fjandans til eftir Gunnar Þór Bjarnason Í verki Gunnars er saga heimsstyrjaldarinnar fyrri rakin á aðgengilegan og áhrifamikinn hátt. Áhrif styrjaldarinnar á íslenskt samfélag eru í brennidepli og höfundi tekst að gefa lesendum innsýn í líf Íslendinga á þessum merkilegu umbrotatímum. Víða er leitað fanga og ekki síst í dagblöðum, bréfum og öðrum íslenskum heimildum. Texti Gunnars er sérlega lipur og lif- andi og skilar verki sem er allt í senn, fræðilegt, aðgengilegt og ekki síst skemmtilegt aflestrar. Allur frágangur bókarinnar er vandaður og til fyrirmyndar. Glæsilegt og áhugavert rit. Ferskir vindar Listahátíðin Ferskir vindar var haldin í fjórða sinn í Garði á Reykjanesi en henni stýrir Mireyja Samper. Fimmtíu listamenn frá ýmsum löndum stóðu fyrir fimm vikna dagskrá með sýningum, viðburðum, tónlist, fræðslu og gjörningum. Mireyja var upphafsmaður þessa verkefnis en hún hefur ferðast víða um heim þar sem hún hefur unnið að sinni eigin myndlist og sýnt, en síðan nýtt tengslanet sitt til að kynna hátíðina í Garði og laða þangað áhugaverða listamenn. Hátíðin sannar að það þarf ekki endilega stórt bæjarfélag til að hýsa svona viðburði og á Ferskum vindum vinna listamenn með þátttöku heimamanna, ekki síst skólanema, svo dagskráin virkjar umhverfi sitt betur en yfirleitt tekst á slíkum viðburðum. Sequences, real time art festival Sequences hátíðin varð til árið 2006 og hefur nú verið haldin átta sinnum. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á tímabundin verk, vídeó, gjörninga og hljóðinnsetningar sem gefa hátíðinni sinn sérstaka svip og hlutverk í borgarlífinu í Reykjavík þar sem hún hefur svo sannar- lega fest sig í sessi. Hátíðin á síðasta ári var sérstaklega vel heppnuð og fjölbreytt, og hún hefur fengið á sig æ fjölþjóðlegra yfirbragð. Það er óhætt að segja að Sequences hafi lagt drjúgan skerf að því að kynna Reykjavík sem menningarborg á alþjóðlegum vettvangi og fjallað er um hátíðina í mörgum helstu listtímaritum. Stjórnandi hátíðarinnar 2015 var Alfredo Cramerotti, forstöðumaður MOSTYN, helstu samtímalistastofnunar Wales. Góssið hans Árna í ritstjórn Jóhönnu K. Friðriksdóttur Góssið hans Árna - Minningar heimsins í íslenskum handritum hefur að geyma fyrirlestra ellefu fræðimanna um handrit úr handritasafni Árna Magnússonar sem fluttir voru í tilefni af því að handritasafnið var tekið inn á varðveisluskrá UNESCO. Greinarnar eru tiltölulega stuttar og aðgengilegar og gefa lesendum nýstárlega og fróðlega sýn á handritin. Handritin sem efnislegir gripir og hönnun bókarinnar spila svo fallega saman að tíðindum sætir. Sóley Stefánsdóttir hannar og brýtur bókina um og verk hennar gerir þetta greinasafn að þeim fallega prentgrip sem það er. Góssið hans Árna er ákaflega vel heppnað rit sem færir handritin nær almennum lesendum. Myndlist Dómnefnd: Jón Proppé (formaður), Jón B.K. Ransu, Arna Valsdóttir. Cycle, music and art festival Cycle er ný og spennandi listahátíð sem hóf göngu sína í Kópavogi síðasta sumar en er í raun fjölþjóðlegt verkefni þar sem teflt er saman tónlist og myndlist í öflugu samstarfi. Það á sérstaklega vel við að halda slíka hátíð á Íslandi þar sem tónlist og myndlist hafa á undanförnum árum runnið æ oftar í sameiginlegan farveg, tón- og myndlistarmenn starfa oft náið saman og fjölmargir sinna í rauninni báðum greinum eða greina hreinlega ekki lengur þar á milli. Á dagskrá þessarar fyrstu hátíðar mátti sjá heimsþekkt nöfn á borð við Ólaf Elíasson, Gjörningaklúbbinn og Simon Steen-Andersen en líka fjölmarga yngri og upprennandi listamenn. Hátíðin virkjaði ótrúlega vítt svið í liststarfsemi höfuðborgarsvæðisins og í gegnum samstarf við Import Projects í Berlín fengu valin verk af hátíðinni framhaldskynningu þar. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Aðalheiður hefur haldið fjölda sýninga um allt land og einnig sýnt erlendis. Tréskúlptúrar hennar eru einstakir og auð- þekkjanlegir, og skúlptúrinn- setningar hennar verða sífellt umfangsmeiri en dómnefnd vill sérstaklega draga fram atorkusemi hennar við að efla og halda saman fjölbreyttu listalífi á Norðurlandi. Aðalheiður hefur haldið utan um starfsemi í Freyjulundi í Eyjafirði, á Hjalteyri þar sem haldnar hafa verið sýningar, tónleikar og alls konar listviðburðir. Hún hefur líka tekið yfir gamla Alþýðuhúsið í heimabæ sínum á Siglufirði sem orðið er vettvangur fyrir fjölbreytta starfsemi, meðal annars listahátíðina Reiti þar sem fólk kemur alls staðar að úr heiminum til samstarfs og sýninga. Aðalheiður hefur með óeigingjarnri vinnu og smitandi áhuga virkjað eldri sem yngri með sér og mynd- listarlífið fyrir norðan hefur notið hennar og blómstrað síðustu árin. Ekkisens Ekkisens er listamannarekið sýningarrými í gömlum kjallara á Bergstaðastræti 25 b í Reykjavík. Að því stendur hópur ungra listamanna sem hefur lagt mikið á sig til að halda grasrótarstarfsemi lifandi í borginni í harðnandi samkeppni við gistiheimili og ferðamannaverslanir. Ekkisens hefur verið rekið í á þriðja ár og hefur starfsemin stöðugt eflst og að hluta til dreifst um landið með þátttöku hópsins í alls konar sýningum og verkefnum, meðal annars hústökusýningum í Reykjavík og á Stöðvarfirði. Listrænir stjórnendur Ekkisens eru Freyja Eilíf Logadóttir og Heiðrún Gréta Viktorsdóttir. Í viðtali við DV sagði Freyja Eilíf: „Markmiðið með hústökusýningum er að skapa sjálfbærni í sýningarstarfsemi listamanna, skapa vettvang sem listamenn geta geng- ið inn í á eigin forsendum og virkjað sköpunarkraftinn í umhverfinu, samfélaginu, tómum húsum og rýmum sem bjóðast leigulaust. Og nýtni – nýta það sem býðst og er tómt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.