Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 47
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Menning 39 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is Arkitektúr Dómnefnd: Hildur Gunnlaugsdóttir (formaður), Bjarki Gunnar Halldórsson. Orlofshús í Brekkuskógi PK Arkitektar Árið 2012 stóð Bandalag háskólamanna fyrir samkeppni um orlofshús í Brekkuskógi þar sem PK Arkitektar urðu hlutskarpastir. Orlofshúsin, 20 talsins, eru staðsett í grónu kjarrlendi með magnað útsýni til fjalla og yfir Laugarvatn. Þegar horft er á húsin úr fjarlægð má greina dökk form sem setja sterkan svip á landslagið en taka þó ekki yfirhöndina þar sem þak húsanna er grasi vaxið. Þegar komið er nær má sjá ríka efniskennd sem birtist einkum í dökkri timburklæðningunni sem tónar vel við gróið umhverfið. Hvort sem horft er á rýmis- upplifun og formgerð, efniskennd og frágang eða notagildi endurspegla húsin framúrskar- andi arkitektúr í alla staði. Verkið i heild sinni er sannarlega innblástur og hvatning til að vanda vel til verka í fallegu íslensku landslagi. Íþróttamiðstöðin í Grindavík Batteríið og Landslag Um er að ræða metnaðarfullt verkefni sem felur í sér öfluga viðbót við þau íþróttamannvirki sem fyrir eru og á bæjarfélagið hrós skilið fyrir að nota núverandi innviði til að skapa stemningu og líf. Þegar horft er á nýju bygginguna má sjá óvenjulegt en að sama skapi áhugavert formtungumál sem birtist í gluggasetningu og efnis- kennd. Með landslagshönnuninni eru svo kynnt til leiks mjúk form úr steinsteypu sem mynda nokkurs konar setstalla. Þeir virka sem óform- legar áhorfendastúkur þegar viðburði ber á góma á útisviði sem staðsett er fyrir miðju torgsins. Þessi fjölbreytilega blanda formtungumáls sem birtist í byggingu og torgi er djörf en að sama skapi lifandi og skemmtilegur rammi utan um líf og leik í bæjarfélaginu Grindavík. Hjúkrunarheimilið Blómvangi Hornsteinar arkitektar Árið 2012 stóð sveitarfélagið Fljótsdalshérað fyrir samkeppni um hjúkrunarheimili þar sem Hornsteinar arkitektar fóru með sigur af hólmi. Hjúkrunarheimilið er byggt upp í tveimur álmum sem laga sig að landslagi staðarins. Með þessu móti er öllum 40 herbergjum vistmanna tryggð góð birtuskilyrði og útsýni á sama tíma og álmurnar mynda skjólgóða innigarða í sterku samspili við klettaveggi náttúrunnar. Þegar horft er á bygginguna framanvert myndar sjónsteypa og timburfrágangur fínlegt samspil sem er skemmtileg andstæða hins dramatíska samtals sjónsteypu og kletta. Með þessu móti verður til heildstætt verk sem er bæði hlýlegt og bjart um leið og það skapar sterka tengingu við aldagamla náttúruna. Orka til framtíðar Gagarín og Tvíhorf arkitektar Síðastliðið sumar var opnuð gagnvirk orku- sýning – Orka til framtíðar – í sýningarsal Ljósafossstöðvar í Soginu. Um er að ræða samstarfsverkefni þar sem margmið- lunar- og upplýsingahönnun var á hendi Gagarín á meðan Tvíhorf arkitektar höfðu yfirumsjón með hinum arkitektóníska ramma sýningarinnar. Þetta samstarf hef- ur gefið góða raun þar sem bæði frumleg miðlun upplýsinga og arkitektúr þessarar rótgrónu og fallegu virkjunar, sem teiknuð var upphaflega af Sigurði Guðmundssyni, fær notið sýn. Undri vísindanna, lögmálum og stærðum raforkunnar, er miðlað með listrænum og fáguðum hætti um leið og sterk áhersla er lögð á að gera sýninguna aðgengilega fyrir alla. Það er ánægjulegt að sjá rótgróna orkustöð Ljósafossvirkj- unar sem uppsprettu skapandi hugarorku, með fræðslu og leik fyrir unga sem aldna. Íbúðir í Eddufelli GP Arkitektar Gamalt verslunarhúsnæði tekur hér á sig aðra mynd í formi nýrrar íbúðarblokkar í Efra-Breiðholti. Blokkin gefur hverfi sem lítið hefur breyst síðastliðna áratugi nýjan og ferskan tón með lifandi efnisvali sínu; timburklæðningum og steinflísum. Þessi tvö efni eru í stöðugum leik hvort við annað sem endurspeglast meðal annars í suðurhlið byggingarinnar, þar sem svalir íbúða stallast hver upp af annarri. Þessi leikur með form og efni virkar vel og myndar jákvætt aðdráttarafl þegar gengið er um hverfið og leiðir vegfarandann að þjónustukjarna hverfisins. Töluverður fjöldi íbúða er í blokkinni sem gerir það að verkum að sumar þeirra njóta takmarkaðra gæða er þær snúa að fjölförnu sundi eða að stoðvegg á jarðhæð. Engu að síður er hér á ferðinni áhugavert verk sem gefur umhverfi sínu ferskan og lifandi blæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.