Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 40
Helgarblað 26.–29. febrúar 201632 Sport Fagnað á Laugardalsvelli KR-ingar urðu Bikarmeistarar í ágúst 2014 en hafa síðan ekki unnið titil. Í dag, einu og hálfu ári síðar, leika ekki margir með liðinu sem vann þá, eins og sjá má á myndinni. K nattspyrnuáhugamenn hér á landi hafa á undan- förnum vikum velt því fyrir sér hvað sé í gangi hjá sig- ursælasta og stærsta fót- boltafélagi landsins, KR. Er Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, að stokka upp í hópnum eða eru Vesturbæingar einfaldlega blank- ir? KR-ingar tryggðu sér Evrópu- sæti með því að ná 3. sæti á síðustu leiktíð. Það var ekki sú uppskera sem þeir röndóttu vonuðust eftir en Evrópusæti og bikarúrslit var langt frá því að vera eitthvert martraðartímabil. Það er ljóst að ef KR-ingar ætla sér eitthvað í sumar verður liðið að bæta verulega í hópinn fyrir átök- in því Íslandsmeistarar FH munu mæta enn sterkari til leiks á næstu leiktíð. Stjörnumenn hafa bætt vel í sinn hóp og Blikar mæta árinu reyndari á komandi leiktíð, sem hefst eftir rúmlega tvo mánuði. Nokkrir farnir heim KR-ingar hafa losað sig við tíu leik- menn frá síðustu leiktíð og þar af átta leikmenn sem léku stórt hlutverk. Sóknarmaðurinn Þor- steinn Már Ragnarsson er farinn heim til Ólafsvíkur, vængmaður- inn Almarr Ormarsson var seldur heim til KA, miðjumaðurinn Jónas Guðni er farinn heim til Keflavík- ur, Jacob Schoop er samningslaus í Danmörku og Sören Frederik- sen var seldur Viborg í heimalandi sínu, Danmörku. Þá er varnarjaxl- inn Grétar Sigfinnur Sigurðsson farinn í Stjörnuna, danski varnar- jaxlinn Rasmus Christiansen í Val og Kristinn Magnússon er hættur knattspyrnuiðkun. Gary til Víkinga Markverðustu félagsskiptin í ís- lenska boltanum í vetur eru án efa vistaskipti markahróksins Gary Martin úr KR í Víking Reykjavík. Gary, sem er enskur, hefur verið einn allra besti framherjinn í ís- lenskum fótbolta frá því hann kom fyrst til landsins árið 2010 og lék með ÍA. Gary var sá leikmaður KR sem gerði flestu deildarmörk- in fyrir liðið 2013, 2014 og 2015; árið 2013 fékk hann silfurskóinn en 2015 sjálfan gullskóinn. Baldur fór í Stjörnuna Athygli vakti þegar fyrrverandi fyrir liði KR-inga og einn þeirra besti leikmaður til margra ára, Baldur Sigurðsson, ákvað að koma heim úr atvinnumennsku og ganga til liðs við Stjörnuna en ekki KR. Baldur sagði í samtali við út- varpsþáttinn fótbolti.net á X-inu að KR hafi ekki haft áhuga á sinni þjónustu. „KR sýndi lítinn sem engan áhuga. Ég segi ekki að það hafi verið svekkjandi en vissulega fannst mér það skrítið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góð- um árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR. Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn.“ Hólmbert einnig á förum? Í júlí gekk sóknarmaðurinn Hólm- bert Aron Friðjónsson til liðs við KR frá Celtic í Skotlandi. Hólmbert átti áður misjafna daga í búningi KR en gerði þó 3 mörk í þeim 10 deildarleikjum sem hann spilaði. Sænsku meistararnir í Norköpping hafa gert tvö tilboð í kappann nú í vetur og hafa ekki gefið upp von- ina að fá hann frá KR. Góðir nýliðar en þunnur hópur KR-ingar hafa fengið góða leik- menn til liðs við sig í vetur. Hæst ber að nefna Indriða Sigurðsson sem er kominn heim eftir 17 ár í atvinnumennsku. Indriði, sem verður 35 ára gamall á árinu, mun leika í hjarta varnarinnar ásamt Skúla Jóni Friðgeirssyni. Þá hefur liðið fengið Finn Orra Margeirsson frá Lilleström í Noregi en Finn- ur leikur stöður varnartengiliðs eða sem miðvörður. Þá hefur liðið fengið þrjá Dani, Michael Præst, miðjumann frá Stjörnunni, sem átti erfitt uppdráttar á síðustu leik- tíð, Kennie Chopart, vængmann frá Fjölni og Morten Beck And- ersen, sóknarmann frá Hobro. Kallað í 2. flokkinn? KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í 3. flokki árið 2014 og uppistaðan úr þeim hópi er nú á miðári í 2. flokki. Eflaust munu einhverjir leikmenn úr 2. flokki fá tækifæri með liðinu en ljóst að ætli KR-ingar sér alvöru hluti í sumar verða þeir að sækja fleiri gæða fullorðna knattspyrnu- menn. n Flóttinn mikli Frá kr n Bjarni Guðjónsson mótar nýtt lið n Eru ástæðurnar af fjárhagslegum toga? Hjörvars Hafliðasonar Hápressa Farnir frá því Bjarni tók við: n Baldur Sigurðsson til SönderjyskE n Egill Jónsson í Víking Ó n Guðmundur Reynir Gunnarsson í Víking Ólafsvík n Haukur Heiðar Hauksson til AIK n Atli Sigurjónsson til Breiðabliks n Farid Zato til Kára n Almarr Ormarsson í KA n Emil Atlason í Þrótt n Gary Martin í Víking R. n Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna n Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík n Kristinn Jóhannes Magnússon, lagði skóna á hilluna. n Rasmus Christiansen í Val n Sören Frederiksen í Viborg n Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó. n Jacob Schoop - samningslaus Komnir frá því Bjarni tók við: n Kristinn Jóhannesson Magnússon frá Víkingi R.* n Pálmi Rafn Pálmason frá Lilleström n Skúli Jón Friðgeirsson frá Elfsborg n Sören Fredriksen frá Aab ** n Rasmus Christiansen frá Ull/Kisa** n Jacob Schoop frá OB ** n Hólmbert Aron Friðjónsson frá Celtic n Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström n Indriði Sigurðsson frá Viking n Kennie Chopart frá Fjölni n Morten Beck Andersen frá Hobro n Michael Præst frá Stjörnunni *Hættur ** Farnir aftur Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Ekki í KR Baldur segir að KR hafi ekki haft áhuga. KRREyKjaVíK.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.