Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 40
Helgarblað 26.–29. febrúar 201632 Sport Fagnað á Laugardalsvelli KR-ingar urðu Bikarmeistarar í ágúst 2014 en hafa síðan ekki unnið titil. Í dag, einu og hálfu ári síðar, leika ekki margir með liðinu sem vann þá, eins og sjá má á myndinni. K nattspyrnuáhugamenn hér á landi hafa á undan- förnum vikum velt því fyrir sér hvað sé í gangi hjá sig- ursælasta og stærsta fót- boltafélagi landsins, KR. Er Bjarni Guðjónsson, þjálfari liðsins, að stokka upp í hópnum eða eru Vesturbæingar einfaldlega blank- ir? KR-ingar tryggðu sér Evrópu- sæti með því að ná 3. sæti á síðustu leiktíð. Það var ekki sú uppskera sem þeir röndóttu vonuðust eftir en Evrópusæti og bikarúrslit var langt frá því að vera eitthvert martraðartímabil. Það er ljóst að ef KR-ingar ætla sér eitthvað í sumar verður liðið að bæta verulega í hópinn fyrir átök- in því Íslandsmeistarar FH munu mæta enn sterkari til leiks á næstu leiktíð. Stjörnumenn hafa bætt vel í sinn hóp og Blikar mæta árinu reyndari á komandi leiktíð, sem hefst eftir rúmlega tvo mánuði. Nokkrir farnir heim KR-ingar hafa losað sig við tíu leik- menn frá síðustu leiktíð og þar af átta leikmenn sem léku stórt hlutverk. Sóknarmaðurinn Þor- steinn Már Ragnarsson er farinn heim til Ólafsvíkur, vængmaður- inn Almarr Ormarsson var seldur heim til KA, miðjumaðurinn Jónas Guðni er farinn heim til Keflavík- ur, Jacob Schoop er samningslaus í Danmörku og Sören Frederik- sen var seldur Viborg í heimalandi sínu, Danmörku. Þá er varnarjaxl- inn Grétar Sigfinnur Sigurðsson farinn í Stjörnuna, danski varnar- jaxlinn Rasmus Christiansen í Val og Kristinn Magnússon er hættur knattspyrnuiðkun. Gary til Víkinga Markverðustu félagsskiptin í ís- lenska boltanum í vetur eru án efa vistaskipti markahróksins Gary Martin úr KR í Víking Reykjavík. Gary, sem er enskur, hefur verið einn allra besti framherjinn í ís- lenskum fótbolta frá því hann kom fyrst til landsins árið 2010 og lék með ÍA. Gary var sá leikmaður KR sem gerði flestu deildarmörk- in fyrir liðið 2013, 2014 og 2015; árið 2013 fékk hann silfurskóinn en 2015 sjálfan gullskóinn. Baldur fór í Stjörnuna Athygli vakti þegar fyrrverandi fyrir liði KR-inga og einn þeirra besti leikmaður til margra ára, Baldur Sigurðsson, ákvað að koma heim úr atvinnumennsku og ganga til liðs við Stjörnuna en ekki KR. Baldur sagði í samtali við út- varpsþáttinn fótbolti.net á X-inu að KR hafi ekki haft áhuga á sinni þjónustu. „KR sýndi lítinn sem engan áhuga. Ég segi ekki að það hafi verið svekkjandi en vissulega fannst mér það skrítið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góð- um árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR. Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn.“ Hólmbert einnig á förum? Í júlí gekk sóknarmaðurinn Hólm- bert Aron Friðjónsson til liðs við KR frá Celtic í Skotlandi. Hólmbert átti áður misjafna daga í búningi KR en gerði þó 3 mörk í þeim 10 deildarleikjum sem hann spilaði. Sænsku meistararnir í Norköpping hafa gert tvö tilboð í kappann nú í vetur og hafa ekki gefið upp von- ina að fá hann frá KR. Góðir nýliðar en þunnur hópur KR-ingar hafa fengið góða leik- menn til liðs við sig í vetur. Hæst ber að nefna Indriða Sigurðsson sem er kominn heim eftir 17 ár í atvinnumennsku. Indriði, sem verður 35 ára gamall á árinu, mun leika í hjarta varnarinnar ásamt Skúla Jóni Friðgeirssyni. Þá hefur liðið fengið Finn Orra Margeirsson frá Lilleström í Noregi en Finn- ur leikur stöður varnartengiliðs eða sem miðvörður. Þá hefur liðið fengið þrjá Dani, Michael Præst, miðjumann frá Stjörnunni, sem átti erfitt uppdráttar á síðustu leik- tíð, Kennie Chopart, vængmann frá Fjölni og Morten Beck And- ersen, sóknarmann frá Hobro. Kallað í 2. flokkinn? KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í 3. flokki árið 2014 og uppistaðan úr þeim hópi er nú á miðári í 2. flokki. Eflaust munu einhverjir leikmenn úr 2. flokki fá tækifæri með liðinu en ljóst að ætli KR-ingar sér alvöru hluti í sumar verða þeir að sækja fleiri gæða fullorðna knattspyrnu- menn. n Flóttinn mikli Frá kr n Bjarni Guðjónsson mótar nýtt lið n Eru ástæðurnar af fjárhagslegum toga? Hjörvars Hafliðasonar Hápressa Farnir frá því Bjarni tók við: n Baldur Sigurðsson til SönderjyskE n Egill Jónsson í Víking Ó n Guðmundur Reynir Gunnarsson í Víking Ólafsvík n Haukur Heiðar Hauksson til AIK n Atli Sigurjónsson til Breiðabliks n Farid Zato til Kára n Almarr Ormarsson í KA n Emil Atlason í Þrótt n Gary Martin í Víking R. n Grétar Sigfinnur Sigurðarson í Stjörnuna n Jónas Guðni Sævarsson í Keflavík n Kristinn Jóhannes Magnússon, lagði skóna á hilluna. n Rasmus Christiansen í Val n Sören Frederiksen í Viborg n Þorsteinn Már Ragnarsson í Víking Ó. n Jacob Schoop - samningslaus Komnir frá því Bjarni tók við: n Kristinn Jóhannesson Magnússon frá Víkingi R.* n Pálmi Rafn Pálmason frá Lilleström n Skúli Jón Friðgeirsson frá Elfsborg n Sören Fredriksen frá Aab ** n Rasmus Christiansen frá Ull/Kisa** n Jacob Schoop frá OB ** n Hólmbert Aron Friðjónsson frá Celtic n Finnur Orri Margeirsson frá Lilleström n Indriði Sigurðsson frá Viking n Kennie Chopart frá Fjölni n Morten Beck Andersen frá Hobro n Michael Præst frá Stjörnunni *Hættur ** Farnir aftur Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Ekki í KR Baldur segir að KR hafi ekki haft áhuga. KRREyKjaVíK.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.