Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 22
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 22 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Grafalvarlegt sjitt Ertu geðveik? Þetta var spurning um millimetra Eru verðirnir eftirlitslausir? Haukur S. Magnússon, fyrrverandi ritstjóri Grapevine, um ásakanir um kynferðisbrot á hendur sér. – DV Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir agaleysi að aukast. – DVSigurður Baldur Kolbrúnarson varð fyrir fólskulegri líkamsárás. – DV S vokölluðu Aserta-máli er lokið. Fjórir menn voru ákærðir fyrir brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Hér- aðsdómur sýknaði menn- ina. Málinu var áfrýjað til Hæstarétt- ar en ákæruvaldið féll svo frá þeirri kröfu. Vararíkissaksóknari lét að því liggja að fjórmenningarnir hefðu verið sekir með því að segja að sak- ir hefðu sennilega verið fyrndar. Rétt er að hafa í huga að umræddur vararíkissaksóknari var sá sem bar ábyrgð á því að haldinn var blaða- mannafundur um mál þetta í árs- byrjun 2010, eða fyrir rúmum sex árum. Eftir stendur sneypuför ákæruvaldsins og ærumissir fjór- menninganna þann tíma sem málsmeðferð hefur staðið. Embætti ríkissaksóknara hefur það hlutverk að tryggja að fólk standi reikningsskil gjörða sinna. En hvernig er embættið sjálft í stakk búið til að gangast undir þau reikn- ingsskil? Telur embættið rétt að biðjast afsökunar? Þarf kannski ein- hver að stíga til hliðar og viðurkenna að of langt var gengið í þessu máli? Rómverska skáldið Decimius Iu- venalis spurði á fyrstu öld eftir Krists burð. „Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmönnunum?“ Eitt svarið við þeirri spurningu er: Fjölmiðlar. Samt hefur því verið þannig háttað undanfarin misseri að þeir blaða- menn sem spyrja spurninga er fela í sér gagnrýni á málsmeðferð í hrun- málum, eru umsvifalaust sakað- ir um að ganga erinda lögmanna og sakborninga. Rannsóknarmeð- virkni fjölmiðla er umhugsunarefni. Meðvirkni getur aldrei þrifist á fjöl- miðli. Fjölmiðlar eiga að horfa gagn- rýnum augum í allar áttir. Ekkert á að vera sjálfgefið. Fjölmiðlar mega ekki lúta meintu almenningsáliti. Hér er þeirri spurningu varpað fram til embættis ríkissaksóknara hvort einhver ætli að segja af sér vegna málsins? Ef svarið er nei þá er viðbótarspurning. Telur embættið rétt að kanna sérstaklega hvernig á Aserta-málinu var haldið? Hægt er að senda svar á eggert@dv.is. Um leið og þessum spurningum er svarað er rétt að benda embættinu á að yfirmaður rannsóknar Serious Fraud Office (SFO) í Bretlandi sagði af sér í tengslum við málarekstur gegn þeim Tchenguiz-bræðrum í svokallaðri Kaupþingsrannsókn. Yfir maður SFO bað þá bræður síðar afsökunar á málsmeðferðinni. Það þýðir heldur ekki fyrir ríkis- stofnanir að gráta undan fjársvelti og manneklu. Það eru ekki rök í málum þar sem æra manna er undir. Nú er kastljósinu beint að embætti ríkis saksóknara. Í það minnsta sumum kastljósum. Svar óskast hið fyrsta. n Spurt um Davíð MMR vinnur að skoðanakönnun þar sem spurt er hvern fólk vilji sjá sem næsta forseta Íslands. Athygli vekur að Davíð Oddsson er meðal þeirra fjölmörgu sem spurt er um, en víst er að færi hann í framboð myndi verulegt fjör færast í kosningabaráttuna, enda hefur Davíð einstakt lag á að koma umhverfi sínu í upp- nám. Af þeim sem spurt er um í könnuninni eru þrjú sem ættu að eiga allgóða möguleika á að ná árangri færu þau fram: Katrín Jakobsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafs- son og Össur Skarphéðinsson. Nú er spurning hvort hljómgrunn- ur fyrir framboði Davíðs sé jafn- mikill og fyrir framboði þessara þriggja fyrrnefndu. Píratar í fótspor Samfylkingar Píratar deila nú hart sín á milli og ásakanir ganga í víxl milli Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafns Gunnarsson. Píratar hafa notið gríðarlegs fylgis í skoðanakönnun- um en rifrildi og deilur eru ekki ávísun á samhenta forystu flokksins. Ýmsum þykir að flokkur Pírata sé farinn að minna nokkuð á þing- flokk Samfylkingar þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Spurning er hvort hinar opinberu deilur þingmanna flokksins muni rýra trúverðugleikann, eins og óneitanlega hefur gerst hjá Sam- fylkingunni. Nýtt námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is Styrkleikar Lærið að vinna með eigin styrkleika. Notum styrkleika okkar á jákvæðan hátt. Uppbyggilegt námskeið fyrir alla. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað Eggert Skúlason eggert@dv.is Helgi Magnús vararíkissaksóknari. MynD RÓBERt REyniSSOn Gunnar Andersen – farinn. MynD SiGtRyGGuR ARi V erkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa löngum fengið orð fyrir að halda vel utan um sín mál. Það hafa þau gert með því að stuðla að sem mestum kjarabótum fyrir fé- lagsfólk sitt bæði í kaupi og réttindum og þá einnig í öryggi og aðbúnaði. Og það sem meira er, verkalýðsfélögin hafa reynt að tryggja að ákveðið réttlæti ríkti í launadreifingunni. Þetta hefur þeim tekist bærilega í langan tíma með samstilltu félagslegu átaki, samstöðu manna innan skipulegra samtaka. Þetta fyrirkomulag hafa stjórnendur í Straumsvík almennt viðurkennt fram til þessa enda hefur ríkt um það þokka- leg sátt á Íslandi fram á þennan dag. Vilja geta skammtað kjör og réttindi Spuring er hvort við séum nú að verða vitni að tilraunum til að rjúfa þá sátt. Ekki af hálfu íslenskra atvinnurekenda, heldur erlendra eigenda álversins í Straumsvík. Það er nú í eigu Rio Tinto Alcan, sem kunnugt er. Á þeim bænum er lítil hrifning á tilvist verkalýðsfélaga almennt og þykir ákjósanlegra fyrir- komulag að mæta launamanninum einum á báti fremur en í félagi við aðra. Ferill fyrirtækisins erlendis ber þessu viðhorfi vott. Veik verkalýðshreyfing þýðir launadreifing á forsendum at- vinnurekandans, auk þess sem veikur mótherji leitar síður upp á dekk með ágreiningsmál. Verktökufyrirkomulag sem Rio Tinto krefst að verði inn- leitt í ríkari mæli en verið hefur, þýðir þannig aukin völd atvinnurekandans. Líki honum ekki verktakinn er auðvelt að losa sig við hann. Það er erfiðara að eiga við jaxla í broddi stórrar fylkingar. Verkalýðsfélögunum vorkunn Fyrir skömmu sótti ég upplýsingafund forsvarsmanna verkalýðsfélaganna í álverinu í Straumsvík um stöðu kjara- deilunnar þar. Á fundinum kom fram að forsvarsmennirnir höfðu áhyggjur enda umhugað um að tryggja fram- tíð vinnustaðarins. Þeim er vissulega vork unn því nú glíma þeir við atvinnu- rekanda sem stöðugt hefur í hótunum að loka vinnustaðnum og svipta starfs- fólkið þar með vinnunni, verði ekki samið einsog honum best líkar. SA vorkunn líka Samtök íslenskra atvinnurekenda hafa ekki alltaf verið mér að skapi, en þau mega eiga það að vilja almennt stuðla að félagslegu kjaraumhverfi. Að vísu á þetta umhverfi ekki að taka til þeirra sjálfra en látum það liggja á milli hluta að sinni. Þegar á heildina er litið hefur verið vilji af hálfu atvinnurekenda hér á landi að semja um kaup og kjör á félags- legum grunni. Þessi afstaða hefur verið mikils virði. Það þekkja þeir sem kynnst hafa raunverulegum frumskógarlög- málum einstaklingsbundinna sam- skipta atvinnurekenda og launafólks. En jafnvel þótt SA hafi skilning á félags- legum samningum, á það ekki við um þann aðila sem þau starfa í umboði fyrir í Straumsvík. Ég get mér til um að símtölin frá honum hafi ekki alltaf ver- ið auðveld fremur en við aðra þá sem kunna að skipa fyrir en ekki að hlusta. Að þessu leyti er SA því vorkunn. Hvað er í húfi? Þótt verkalýðsfélögunum kunni að vera vorkunn biðja þau ekki um vorkunnsemi. Aðeins skilning á því hvað það hefur í för með sér að brjóta niður félagslega aðkomu launafólks að kjarasamningum. Þann rétt eru félögin staðföst að verja og líkar mér vel sá bar- áttuandi sem einkennir afstöðu þeirra. Þarna eru þau að standa vaktina fyrir íslenskt samfélag í heild sinni! Sama þyrftum við að geta sagt um Samtök atvinnulífsins, að þau sýni vilja til að standa vörð um samskiptaform á vinn- numarkaði sem reynst hefur farsælt. Raforkuverðið Annars hef ég grunsemdir um að hót- anir um lokun beinist að fleirum en skipulagðri verkalýðshreyfingu. Af- koma álversins ræðst af markaðsverði á áli, rekstrarkostnaði og síðast en ekki síst af raforkuverði. Gæti verið að þegar allt kemur til alls þá sé það ekki bara verkalýðshreyfingunni og samtökum atvinnurekenda sem Rio Tinto vilji koma á hnén? Getur verið að á endan- um sé það einn aðili til viðbótar sem ætlast sé til að knékrjúpi? Þar er ég að sjálfsögðu að tala um seljanda orkunn- ar, íslenska ríkið. Það má aldrei verða að deilan verði leyst með því að stjórn- völd knékrjúpi með því að taka upp samninga um raforkuverð. Þörf er á breiðri samstöðu í þjóð- félaginu til varnar miklum sameigin- legum félagslegum og fjárhagslegum hagsmunum. Þetta er ekki mál álvers- manna einna! n Hverjum vill Rio Tinto koma á hnén? Ögmundur Jónasson alþingismaður Kjallari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.