Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 44
36 Menning Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 5 5 2 - 6 0 6 0 Menningarverðlaun DV 2015 Menningarverðlaun DV fyrir árið 2015 verða veitt miðvikudaginn 9. mars næstkomandi klukkan 17.00 í Iðnó. 46 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum, en auk þess veitir forseti Íslands sérstök heiðursverðlaun og lesendaverðlaun dv.is verða veitt. Föstudaginn 26. febrúar hefst netkosning á dv.is sem stendur til miðnættis 8. mars, þar sem lesendum gefst tækifæri til að kjósa þá tilnefningu sem þeim líst best á – sú tilnefning sem hlýtur flest atkvæði í netkosningunni hreppir lesendaverðlaun dv.is. TónlisT Dómnefnd: Dr. Gunni (formaður), Alexandra Kjeld, Dana Rún Hákonardóttir. Misþyrming Misþyrming fer fyrir svartmálms-bylgju sem skellur nú á ströndum landsins með vaxandi ákafa. Hljómsveitin heldur úti Vánagandr útgáfunni sem er með puttann á púlsi svartmálmsins og gerði hina hnaus- þykku plötu Söngvar elds og óreiðu. Hún hefur verið að vekja athygli innan og utan landsteinanna með djöfullegum hamagangi sínum, óreiðukenndum melódíum og almennu svartnætti. Úlfur Úlfur Íslenskt rapp var í mikilli uppsveiflu á síðasta ári. Af mörgu frábæru listafólki átti tvíeykið Úlfur Úlfur sterkasta framlagið á hinni ofurþéttu plötu Tvær plánetur, sem var sneisafull af góðum hugmyndum, sannfæringarmætti og kraftmiklum lagasmíðum. Hljómsveitin hefur verið lengi að og mótað sterkan og slitgóðan heildartón undir fölskvalausri tjáningu í íslenskum samtíma. Stórsveit Reykjavíkur Stórsveit Reykjavíkur skipar mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi og verður skemmti- og menningargildi hennar seint ofmetið. Að árlegum swing-tónleikum undanskildum lék sveitin á seinasta ári tónlist Helge Sunde og Thad Jones, lék tónlist af hinni sögufrægu plötu Ella and Basie!, hélt magnaða afmælis- tónleika til heiðurs Frank Sinatra í Hörpu og Hofi og lék útsetningar Hauks Gröndals á jólatónleikum fyrir alla fjölskylduna. Síðast en ekki síst átti sveitin stórleik í flutningi sínum á tónlist Jóels Pálssonar í frábærum útsetningum Kjartans Valdemarssonar. Stelpur rokka Grasrótarsamtökin Stelpur rokka eru nú á sínu fimmta starfs- ári. Þessi sjálfboðaliðareknu samtök starfa af feminískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, en þar læra stelpur á hljóðfæri, hvernig það er að spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum og fræðast um hinar ýmsu hliðar tónlistar og jafnréttisstarfs. Yfir 60 hljómsveitir hafa verið stofnaðar í sumarbúðunum. Búðirnar fara sífellt stækkandi og verða settar á stofn búðir á Grænlandi og í Færeyjum sumarið 2016. Mengi Menningarsetrið Mengi hefur á undanförnum árum haldið úti kraumandi og vandaða dagskrá viðburða af öllu tagi. Á örfáum fermetrum á Óðinsgötu hafa verið haldnir árlega hátt á annað hundrað viðburða; tónleika, myndlistar-, dans- og leiksýninga, Hvað tónlist varðar hefur Mengi skapað fágæt- an vettvang fyrir samtal og sköpun óháð formi, tíma eða stað, þar sem á einum mánuði má heyra innlenda sem erlenda listamenn flytja rokk, raftónlist, barokk, þjóðlög, samtímatónlist, djass eða allt í senn. Á nýju ári bættist barnastarf í tilrauna- og fræðslustarfsemina sem fyrir var, sem gert hefur Mengi að ómetanleg- um suðupotti uppgötvunar og upplifunar fyrir listamenn og neytendur. bókmennTir Dómnefnd: Þorgeir Tryggvason (formaður), Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Guðrún Baldvinsdóttir. Linda Vilhjálmsdóttir fyrir Frelsi Þrátt fyrir einstaka fágun sem einkennir ljóðin í Frelsi hefur Linda Vilhjálmsdóttir á engan hátt dregið tennurnar úr ádeilunni eða mýkt hina ískrandi reiði sem hún miðlar í þessari tíðarandalýsingu og heimsósómapredikun. Út- koman er ein sterkasta ljóðabók síðari ára. Þörf áminning um trylling nánustu fortíðar, illþolandi hlutskipti mann- kyns í samtímanum og möguleika ljóðsins til að segja sannleikann á meitlaðan og áhrifaríkan hátt. Auður Jónsdóttir fyrir Stóra skjálfta Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur er áhrifarík áminning um mikilvægi minnisins og hvernig líf okkar mótast eftir minn- ingum okkar úr fortíðinni. Í skáld- sögunni púslast líf aðalpersónunnar smám saman fyrir augum lesandans svo úr verður eins konar spennusaga minninganna. Auður sýnir enn og aftur einstaka hæfni í sköpun á trúverðugum og breyskum persónum á sama tíma og hún lýsir erfiðum sjúkdómi sem sjaldan er fjallað um. Halldór Halldórsson fyrir Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir Fyrsta ljóðabók Halldórs Halldórssonar, Hugmyndir: Andvirði hundrað milljónir, er samtal við samtímann. Takturinn er hraður og leiftrandi húmor undirliggjandi. Skáldið hæðist að klisjum ljóðlistarinnar og hnýtir í það stigveldi sem listaheimurinn einkennist af. Ljóðmæl- andinn er oftar en ekki ýkt birtingarmynd karlmennskunnar sem kemur lesandanum á óvart með hreinskilni sinni. Þessi frumraun höfundar á þessu sviði hittir því beint í mark með nútímalegri nálgun sinni á ljóðformið. Guðmundur Andri Thorsson fyrir Og svo tjöllum við okkur í rallið Thor Vilhjálmsson var einstakur maður í þjóð- og menningarlífi Íslendinga og Guðmundur Andri, sonur hans, er í einstakri stöðu til að virða hann fyrir sér. Þegar við bætist stílgáfa sem fáum núlifandi íslenskum rithöfundum er gefin fara minningabrot og hugleiðingar Guðmundar um föður sinn á sjaldgæft flug. Sérlega falleg bók um föður, son, skáld, skáldskap, tíðaranda, börn, líf, fjölskyldu, menningarástand og ást. Kristín Ómarsdóttir fyrir Flækinginn Flækingurinn eftir Kristínu Ómarsdóttur er áhugaverð rýni þar sem samfélagið er skoðað út frá jöðrum þess. Umfjöllunarefnið er undirheimarnir, heimili ógæfufólks, sem samfélagið keppist við að fela og bæla – og kallast á einhvern hátt við „undir- heima“ mannlegs eðlis. Hér fær sögumaður rödd sem sjaldan hefur fengið að hljóma í íslenskum bókmenntum og velur höf- undur snilldarlega að gera hann mállausan. Fólk á erfitt með að skilja hann. Flækingurinn þvingar lesandann í spor lægstu sam- félagsstiga og til að samsama sig fólkinu sem samfélagið hefur snúið bakinu við. Leikandi stíllinn heldur honum föngnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.