Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 26.–29. febrúar 20166 Fréttir Tákn rist á kvið konunnar n Óttasleginn almenningur getur haldið ró sinni segir lögreglan n Konan á öruggum stað M eðal þeirra alvarlegu áverka sem konan, sem varð fyrir árásum á heimili sínu í Móabarði í Hafnar­ firði í síðustu viku og á sunnudag, hlaut var að tákn var rist á kvið hennar. Enn hefur enginn ver­ ið handtekinn í tengslum við árásirn­ ar og lögreglan litlu nær við rannsókn málsins. Að sögn lögreglu er fólk skilj­ anlega óttaslegið en talsmaður fullyrð­ ir að lögreglan telji almannahag ekki ógnað og að fólk sé ekki í hættu þrátt fyrir að maðurinn, sem sagður er hafa verið að verki í bæði skiptin, gangi enn laus. Ekki sé tilefni til að fólk vígbúist og hætti að svara þegar dyrabjallan hringi eins og dæmi séu um. Tvær árásir tilkynntar Eins og DV hefur greint frá er frásögn konunnar á þá leið að um áttaleytið á mánudagsmorgun þann 15. febrú­ ar hafi árásarmaðurinn knúið dyra á heimili hennar í Móabarði þegar hún var ein heima með ungbarn. Hann hafi villt á sér heimildir og sagst vera þangað kominn til að lesa af veitu­ mælum. Þegar honum var hleypt inn hafi hann ráðist á konuna með ofbeldisfullum hætti. Síðari árásin varð síðan á sama stað, sunnudags­ kvöldið 22. febrúar síðastliðinn. Líkt og fram kom í DV á þriðjudag virð­ ist sem árásarmaðurinn hafi þurft að vakta heimilið náið til að láta til skarar skríða þá þar sem aðstand­ andi hafi aðeins vikið frá hlið hennar í tæpan hálftíma þetta kvöld og raun­ ar alla vikuna – og árásarmaðurinn sætt færis. Fram kom að þeir áverkar sem konan hlaut í árásunum hafi ver­ ið slíkir og svo alvarlegir að menn hafi vart séð annað eins. DV getur nú greint frá því að meðal þessara áverka eru að tiltekið tákn var rist á kvið hennar í árásunum. Réttarmeinafræðingur kallaður til Málið þykir einstakt og ítrekar lög­ reglan að rannsókn þess sé í al­ gjörum forgangi. Unnið hafi ver­ ið úr ábendingum en það ekki borið árangur það sem af er. Raun­ ar herma heimildir DV að rann­ sókn lögreglu sé í hálfgerðum lás sem stendur. Heimildir DV herma að réttarmeinafræðingur hafi verið fenginn til að fara yfir gögn málsins og áverka konunnar og niðurstöðu þeirrar skoðunar sé beðið. Í ljósi stöðunnar sem uppi er herma heimildir DV að eitt af því sem rannsakað er sé með hvaða hætti áverkarnir séu til komnir. Samkvæmt upplýsingum DV er konan í bata eftir atvikið og á öruggum stað. Óþarfi að óttast og vígbúast Meðal þess sem lögreglan hef­ ur verið gagnrýnd fyrir er skortur á upplýsingagjöf til að slá á ótta fólks í nágrenninu og víðar. Mar­ geir Sveinsson, stöðvarstjóri hjá lög­ reglunni í Hafnarfirði, segir í sam­ tali við DV að undanfarna daga hafi margir verið í sambandi við lög­ regluna vegna málsins. „Fólk er óttaslegið sem skilj­ anlegt er vegna þessara lýsinga á þessum atburðum sem þarna áttu sér stað. Við viljum reyna að slá á þennan ótta sem skapast hefur og biðja fólk um að halda ró sinni. Ekki vera að fara út í það sem við höf­ um heyrt af að safna bareflum til að taka á móti einhverjum, draga fyr­ ir, slökkva ljós og láta lítið fyrir sér fara og hætta að svara dyrabjöllum þegar jafnvel ættingjar eru að koma í heimsókn,“ segir Margeir, sem seg­ ir lögreglu skilja ótta fólks. „En ef lögregla telur að um al­ mannahættu sé að ræða eða að einstaklingar eða fjölskyldur séu í hættu þá er gripið til viðeigandi ráð­ stafana. En það á ekki við í þessu til­ felli og hefur ekki verið þótt við höf­ um jú aukið eftirlit okkar á svæðinu. En við viljum benda fólki á að það þarf ekki að bregðast við eða fara út í einhverjar aðgerðir vegna þessa máls.“ Margeir segir að ótta fólks megi að hluta til rekja til umræðu á netinu og viðurkennir að lögreglan hefði mátt standa sig betur í að taka þátt í henni og upplýsa fólk. Hann ítrekar að þungi sé lagður í rannsókn málsins og lögreglan vinni hörðum höndum að því. Aðspurður hvort lögreglunni hafi verið tilkynnt um fleiri tilfelli í Hafnarfirði og Móabarði þar sem bankað hafi verið upp á hjá fólki á dularfullum tímum dags til að lesa á mæla segir Margeir svo ekki vera. „Ekki nema það sem á sér eðlilegar skýringar þar sem raunverulega var verið að fara að lesa af mælum. Ekk­ ert hefur heldur komið upp óeðlilegt meira en bara þetta sem um ræðir.“ n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Óhugnanlegur áverki Meðal alvar- legra áverka sem konan hlaut var að tákn var rist á kvið hennar. Lögreglan biður almenning að halda ró sinni og ekki sé tilefni til að óttast þó að maður- inn sem leitað er vegna árásarinnar sé ófundinn. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon „Við viljum reyna að slá á þennan ótta sem skapast hefur og biðja fólk um að halda ró sinni. Elsta vEitingahús REykjavíkuR staRfandi í 80 áR Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.