Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 45
Menning 37Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Vantar þig traustan vinnufélaga? OPEL ATVINNUBÍLAR Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 www.opel.is www.benni.is Opnunartími: Virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 EIN NIG FÁA NLE GIR 9 M ANN A O G 17 MA NNA Menningarverðlaun DV 2015 LeikList Dómnefnd: Silja Aðalsteinsdóttir (formaður), Arngrímur Vídalín, Bryndís Loftsdóttir. Selma Björnsdóttir og Gísli Örn Garðarsson fyrir leikstjórn Í hjarta Hróa hattar Leikritið er eftir David Farr sem nýtir sér gamlar enskar þjóðsögur af útlaganum fræga í Skírisskógi en snýr skemmtilega upp á þær. Sýningin er einstaklega fagmannleg, flæðir vel og fallega svo hvergi sjást hnökrar. En um leið er hún innileg og einlæg og kallar fram sanna gleði hjá áhorfendum eins og ævintýri eiga að gera. Hér ættu margir skilið að fá hrós og rósir auk leikstjóranna, ekki síst leikmyndahönnuðurinn Börkur Jónsson sem skapaði sannkallaðan ævintýraskóg á stóra sviði Þjóðleikhússins. Marga leikarana mætti líka nefna, til dæmis Góa í hlutverki þjónsins Pierre og Láru Jóhönnu Jónsdóttur í hlutverki húsmóður hans, aðalsmeyjarinnar Maríönnu. Kristín Eiríksdóttir fyrir leikritið Hystory Kristín Eiríksdóttir er tilnefnd fyrir leikritið Hystory sem Sokkabandið sýndi í Borgarleikhúsinu. Sagan segir frá þrem konum um fertugt sem hittast um það bil aldarfjórðungi eftir að hryllilegur atburður varð í lífi þeirra. Þær hafa aldrei talast við síðan en ljóst verður í snilldar­ lega saminni framvindu verksins að það sem kom fyrir þær eyðilagði líf þeirra. Þótt verkið sé átakanlegt og grimmt er textinn samt sérkennilega fyndinn og uppsetning Ólafs Egils Egilssonar og leikur Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Birgittu Birgisdóttur og Arndísar Hrannar Egilsdóttur drógu fram alla kosti hans. Leikmynd Evu Signýju Berger, lýsing Valdimars Jóhannssonar og tónlist Högna Egilssonar gerðu líka sitt til að auka áhrif þessa magnaða verks. Bíó Paradís Heimili kvikmyndanna stendur svo sannarlega undir nafni. Hefur aukið breiddina í kvikmyndaúrvali hérlendis til muna undanfarin fimm ár og aldrei verið betri en nú eftir að Stockfish hátíðinni var hleypt af stokkunum. Þýskir dagar, japanskir, pólskir og rússneskir, barnasýningar og nemenda­ fræðsla, svartir sunnudagar og íslensk klassík. Loksins fá Íslendingar að sjá það besta, og ekki bara það vinsælasta, sem sýnt er úti í heimi. Leikarar í sýningunni ≈ [Um það bil] Í verkinu eru sagðar sögur nokkurra einstaklinga sem hafa orðið útundan í sænska velferðarsamfé­ laginu á okkar dögum, þeir virðast koma hver úr sinni áttinni en smám saman kemur í ljós að þeir tengjast allir á einn eða annan veg. Það var einstaklega gaman að fá að sjá nýtt og ferskt leikrit eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Svía um þessar mundir, Jonas Has­ sen Khemiri, og sjá það líka tekið frumlegum tökum af Unu Þorleifsdóttur leikstjóra og leikmyndahönnuðinum Evu Signýju Berger. Það eru þó leikararnir Þröstur Leó Gunnars­ son, Guðrún Gísladóttir, Snorri Engilbertsson, Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Oddur Júlíusson og Stefán Hallur Stefánsson sem tilnefninguna fá, þeir voru hver öðrum betri og nutu þess greinilega að fara með fyndinn, róttækan og ögrandi textann í þýðingu Eiríks Arnar Norðdahl og brjóta allar leikhúshefðir í leiðinni. Leikhópurinn og Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Mávinn Leikararnir Björn Stefáns­ son, Hilmir Snær Guðnason, Katla María Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjáns­ dóttir, Hilmar Guðjónsson, Björn Thors, Hall­ dóra Geirharðsdóttir, Waraporn Chanse og Guðrún Snæfríður Gísladóttir hljóta tilnefn­ ingu fyrir leik sinn í klassískum gamanleik Antons Tsjékhovs, Mávinum, sem Yana Ross stýrði. Ásamt Eiríki Erni Norðdahl hljóta þau einnig tilnefninguna fyrir viðbótartexta sem skeytt var inn í verkið með snjöllum og sann­ færandi hætti. Hinn svarti, rússneski húmor náði leiftrandi flugi, sýningin var meinlega fyndin, full af uppátækjum og ástríðu. Með breytingum á texta tókst að færa verkið til nútímans og án efa fjölga aðdáendum Tsjékhovs hér á landi. Þorleifur Örn Arnarsson fyrir leikstjórn Njálu Þorleifur Örn Arnarsson er tilnefndur fyrir leikstjórn Njálu í Borgarleikhúsinu eftir snjöllu handriti sem hann samdi ásamt Mikael Torfasyni. Verkið er saman sett úr nokkrum sjálfstæðum en samhangandi þáttum sem blanda saman leik, dansi, söng og húskarlavígum á rappbardagaformi sem allt myndar eina listilega kóreógraferaða heild, þar sem hvort tveggja skiptir jafn miklu máli: gáskafullur leikurinn að miðaldaritinu og virðingin fyrir því. Ekki síður eiga leikararnir allir sinn hlut í því hversu áhrifamikil Njála er, líka búningahönnuðurinn Sunneva Ása Weiss­ happel, leikmyndahönnuðurinn Ilmur Stefánsdóttir og danshöfundurinn Erna Ómars dóttir. Krefj­ andi verk hefur verið að halda öllu þessu stórvirki saman og þar á Þorleifur Örn mestan heiður. kvikmyndir Dómnefnd: Vera Sölvadóttir (formaður), Valur Gunnarsson, Ísold Uggadóttir. Fúsi Gunnar Jónsson og Ilmur Kristjánsdóttir eru eitt hjartnæm­ asta par íslenskrar kvikmyndasögu. Dagur Kári hefur náð fullum tökum á list sinni, þá ekki síst handritaskrif­ unum, og varla er feilnótu að finna. Hver sena er listilega vel skrifuð og samræðurnar eru í senn bæði sannar og skemmtilegar, og tala aldrei niður til áhorfandans heldur leiða hann áfram. Mynd sem gerir út á það sammannlega frekar en séríslenska. Hrútar Áhrifamikil mynd sem fjallar um íslenskan veruleika á ljóðrænan og jafnframt raunsæislegan hátt. Leikstjóra tekst að gera erfitt viðfangsefnið bæði fallegt og mannlegt. Grímur Hákonarson sýnir hér næmni sína myndrænt sem og í vinnu sinni með leikurum myndarinnar. Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson sýna hvor um sig stórleik og túlka breyskleika mannsins á trúverðugan hátt. Grímur er sannarlega á heimavelli og hann hefur sýnt að hann á fullt erindi út í heim með þessa séríslensku mynd. Hvað er svona merkilegt við það? Í þessari kraftmiklu heimildamynd varpar Halla Kristín Einarsdóttir leikstjóri ljósi á skrautlega og gróskumikla kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Með húmor og hnyttni að vopni tryggja leikstýran Halla Kristín og framleiðandinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir, að saga íslenskra kvenna sé ekki aðeins áhugaverð, heldur einnig stórskemmtileg. Byltingarandi tímabilsins er fangaður með einstökum hætti í þessu mikilvæga innleggi inn í íslenska kvennasögu. Öldin hennar Sögu íslenskra kvenna og baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti eru loks gerð rækileg skil í örþáttum Hrafnhildar Gunnarsdóttur sem unnir voru í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Þættirnir hafa einstakt heimildagildi fyrir íslenska menningar­, samfélags­ og stjórnmálasögu, þar sem metnaðarfull rannsóknar­ og heimildavinna býr að baki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.