Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 38
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Nýr 2015 Ford Transit Custom 290 L2H1 - Langur Aukabúnaður: TREND pakki sem kostar 400.000 í umboði. Innifalið: Samlitir stuðarar, handfrjáls búnaður, hraðastillir, kastarar, loftkæling, hiti í framrúðu, hiti í útispeglum, leðurstýri og gírhnúi, LED ljós í innréttingu, viðarklæðning í flutningsrými, hjólkoppar og dráttar- krókur (180.000). Einnig: Fjarstýrðar samlæsingar, Rafdrifnar rúður og rafdrifnir speglar, spólvörn, stöðugleikakerfi, útvarp, vökvastýri. Okkar verð: 3.990.000,- án vsk. (4.947.600,- með vsk.) Um 900.000 undir listaverði Nýr Ford Transit 310 L3H3 Trend Okkar verð: 4.277.000,- án vsk. (5.303.480,- með vsk.) Um milljón undir listaverði. 8/2012 Renault Trafic L1H1 Okkar verð: 2.570.000,- án vsk. (3.186.800,- með vsk.) Renault Master DCI 125 sturtubíll 9/2012 Renault Master Sturtubíll. Ekinn aðeins 16 þús. km. Innifalið: ABS hemlar, aksturstölva, fjarstýrðar samlæsingar, geislaspil- ari, líknarbelgir, loftkæling, rafdrifnar rúður, rafdrifnir speglar, útvarp, vökvastýri og þjónustubók. Lengd á palli er 3280 mm. Okkar verð: 4.290.000,- án vsk. (5.319.600,- með vsk.) Rúmri milljón undir listaverði Aukabúnaður: ABS hemlar. Aðgerðahnappar í stýri. Aksturstölva. Armpúði. Bluetooth handfrjáls búnaður . Dráttarkrókur. Fjarstýrðar samlæsingar. Litað gler. Loftkæling . Rafdrifnar rúður. Rafdrifnir speglar. Smurbók. Túrbína. Útvarp / Geislaspilari. Veltistýri. Vökva- stýri. Líknabelgur hjá bílstjóra. Viðar klæddur að innan. Plata í botni. Aukabúnaður: TREND pakki kostar 400.000 í umboði. Innifalið: Samlitir stuðara, handfrjáls búnaður, hraðastillir, kastarar, loftkæling, hiti í framrúðu, hiti í útispeglum, leðurstýri og gírhnúi, LED ljós í innréttingu, viðarklæðning í flutningsrými og hjólkoppar. Annar aukabúnaður: Hliðarhurð á hægri og vinstri hlið kr. 175.000,- Hærri toppur kr. 240.000,- klæddur með við í flutningsrými 42.000 kr., Aukahlutir sem eru í þesum bíl kosta því 857.000kr. Einnig: Fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, rafdrifnir speglar, spólvörn, stöðugleikakerfi útvarp og vökvastýri. 30 Sport Stefnir að toppformi hið fyrsta n DV eyddi degi með Eiði Smára í Molde n Fyrsti E iður Smári Guðjohnsen mun leika fyrsta formlega leik sinn með Molde í Noregi, næst- komandi þriðjudag ef allt gengur eftir. Það er æfingar- leikur gegn Mjölndalen. Fjórum dögum síðar er það svo Álasund. Strax daginn eftir fer Molde til Krist- iansund og leikur við heimamenn. Fyrsti opinberi leikur Eiðs með fé- laginu verður svo 13. mars þegar norska úrvalsdeildin hefst. Molde fær Tromsö í heimsókn í fyrstu um- ferð. Aker Stadion, eins og heima- völlur Molde heitir, er falleg bygging og umgjörð vallarins er alvöru. Molde spilar á gervigrasi og völlur- inn er ljónagryfja. DV fylgdi Eiði Smára eftir einn dag. Eiður er búsettur í miðbænum og ákvað þennan morgun að ganga á æfingu, enda stutt að fara. Það var kalt í veðri og rakt. Eiginlega alveg skítkalt. Eiður fékk sér morgunverð á æfingasvæðinu með liðsfélögum og þjálfarateymi. Liðið var að hittast á ný eftir útileik gegn Sevilla frá Spáni. Molde tapaði þeirri viðureign 0-3. Eiður horfði á leikinn. Hann sagði að með smá heppni hefðu úrslitin geta orðið mun hagstæðari. Af hverju spilaðir þú ekki? „Þegar ég samdi við Molde var búið að tilkynna endanlegan leikmanna- hóp. Ég átti því aldrei möguleika á að komast í þessa leiki.“ Um leið og æfingin byrjaði fór að snjóa. Snjórinn breyttist fljót- lega í slyddu og síðar rigningu. Og hann fór að blása. Nokkrir glerharð- ir stuðningsmenn voru mættir til að fylgjast með æfingunni. Spurningu var hent inn í hópinn. Hverju búist þið við af Eiði? „Við höfum ekki séð hann spila, en við erum mjög spenntir að sjá hann í Molde-búningnum í alvöru leik,“ sagði sá sem fyrstur var til svars. Annar sagði: „Hann er með reynsl- una sem okkur vantar. Liðið er mjög ungt og ef Eiður getur miðl- að reynslu til ungu strákanna þá er hann að nýtast okkur vel.“ Þriðji taldi þetta mjög skynsamleg kaup hjá Ole Gunnar Solskjær. „Eiður þarf að sanna sig í Molde-liðinu og við vit- um að hann er að fara með Íslandi á EM í Frakklandi þannig að þetta er góð staða fyrir alla – Ísland, Molde og Eið.“ Já, karlarnir voru hressir með hann og voru ánægðir með það sem þeir sáu til hans á æfingunni. Æfingaaðstaðan er öll hin besta. „Eina sem ég sakna er heitur pottur eftir æfingar á þessum köldu dög- um.“ Eiður fékk sér að borða með liðinu, eftir 90 mínútna æfingu. All- ir héldu heim nema aldursforset- inn. Eftir tveggja tíma hvíld tóku við snerpu- og styrktaræfingar í rúman klukkutíma. Eiður keyrði sig ger- samlega út á síðari æfingunni. Finnur þú fyrir að skrokkurinn sé orðinn 37 ára? „Soldið stífur eftir þennan dag. En það verður fljótt að koma.“ Eið- ur er spenntur og mjög ákveðinn í að komast í frábært form bæði fyrir Molde og Ísland. Eftir smá hvíld og langa sturtu var tekinn snemmbú- inn kvöldverður. Við fórum á hótel- ið Fjordstuen. Það eru ekki margir úti að borða þetta kvöldið. Við pönt- uðum okkur klippefisk og súpu. Ljómandi gott og við vorum sadd- ir og sælir. Deginum lauk á þægi- legum nótum. Við lögðumst flat- ir fyrir framan sjónvarpið. Arsenal – Barcelona í meistaradeildinni. Blaðamaður spáði klassísku jafntefli 1-1. Eiður harðneitaði því – spáði: 0-3 Barcelona í vil. Niðurstaða: 0-2 fyrir Barcelona. Báðir höfðu rangt fyrir sér. Komnir upp í klukkan 22.40. n Eggert Skúlason eggert@dv.is Leikið í bláu Eiður er númer 22 hjá Molde. Það var númerið sem hann óskaði sér og er sama númer og hann var með hjá Chelsea. Mynd EggErt SkúLaSon gengið á æfingu Eiður er búsettur skammt frá Aker Stadion. Völlurinn blasir við hægra megin á myndinni. Glæsilegt mannvirki. Mynd EggErt SkúLaSon norsk slydda Það var hryssingslegt að æfa í slyddunni. En stemmingin var fín. Mynd EggErt SkúLaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.