Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 2
Bjarni fagnaði Engeynni Engey RE 91, nýr ísfisktogari HB Granda, kom til heimahafnar í Reykjavík í gær. Engey kom til landsins 25. janúar að lokinni 15 sólarhringa siglingu frá Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Margmenni tók á móti skipinu en meðal þeirra sem héldu tölu var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra gaf skipinu formlega nafn. Fréttablaðið/Ernir Veður Norðan strekkingur eða hvassviðri og él um landið norðanvert, en styttir smám saman upp sunnanlands. Kólnandi veður. sjá síðu 58 P Á S K A E G G með fylltum lakkrís Fjölmiðlar Til átaka kom á rit- stjórnarskrifstofu Fréttatímans eftir að blaðið var sent í prentun á fimmtudag. Starfsmaður sem hafði ekki fengið greidd laun fyrir mars- mánuð og taldi sig hafa fengið lof- orð frá framkvæmdastjóra blaðsins, Valdimari Birgissyni, um að fá laun sín greidd í lok dags áttaði sig á því að framkvæmdastjórinn hafði sagt ósatt. Loforðið um launin reyndist inni- haldslaust og þegar starfsmaðurinn áttaði sig á því að þau kæmu ekki sauð upp úr á gólfi Fréttatímans. Þeir starfsmenn fréttatímans sem Fréttablaðið ræddi við segja með ólíkindum að starfsmaðurinn hafi náð að halda ró sinni í þessum aðstæðum. Starfsmaðurinn sé fyrir- vinna fjölskyldunnar og geti ekki greitt húsaleigu eða gefið fjölskyldu sinni að borða. „Örvænting þeirra sem ekki hafa fengið borgað minnkar ekki þó að blaðið hafi farið í prentun. Það verður einhver að horfast í augu við það fólk strax, því það er ekki hægt að bíða,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans. Þóra vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu blaðsins enda vissi hún ekki hver framtíðin yrði. Hún vonaðist til að það myndi þó halda áfram. Starfsmenn Fréttatímans segja að Þóra hafi staðið sem klettur með starfsfólki sínu en hún var milliliður á milli stjórnenda og starfsfólksins. Eftir að blaðið var sent í prent- smiðjuna gekk starfsfólkið frá og hélt í miðborgina þar sem það borðaði saman. Þau mættu ekki í vinnu í gær og vita lítið um framhaldið. Gunnar Smári sendi starfsmönnum blaðsins bréf í gærmorgun þar sem kom fram að svör myndu fást um framtíð blaðs- ins um helgina. Þ e i r st a r f s - m e n n s e m Fréttablaðið ræ d d i vi ð voru ekki bjartsýnir á framhaldið. Enginn hefur þó fengið uppsagnar- bréf. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára en hann sagði á Facebook-síðu sinni að stærstu lánardrottnar félags- ins hefðu viljað freista þess að treysta áframhaldandi rekstur blaðsins og óskuðu eftir að hann léti af störfum. „ Ég gat því ekki greint starfs- fólkinu frá stöðu fyrirtækis- ins. Ég hafði enga stöðu til þess, þekkti ekki atburða- rásina og kunni engin svör,“ segir hann ennfremur. benedikt boas@365.is Upp úr sauð eftir útgáfu Fréttatímans Svikin loforð um launa- greiðslur urðu til þess að upp úr sauð á skrif- stofu Fréttatímans þegar blaðið hafði verið sent í prentun. Starfsmenn vita lítið um hvert fram- haldið verður. Við skrifstofu Fréttatímans standa nú tómir blaðastandar. Fréttablaðið/Ernir Gunnar Smári Egilsson samFÉlaG Frjósemi Íslendinga var minni en nokkru sinni fyrr árið 2016. Samkvæmt upplýsingum sem Hagstofan hefur gefið út fæddust 4.034 börn á Íslandi í fyrra sem er fækkun frá árinu 2015. 2.042 drengir fæddust í fyrra en 1.992 stúlkur. Til að mæla frjósemi er fjölda lifandi fæddra barna deilt á ævi hverrar konu. Í fyrra var frjósemi 1,75 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei farið lægra frá upp- hafi mælinga árið 1853. Almennt er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda. Meðalaldur mæðra hefur einn- ig hækkað og eignast konur fyrsta barn síðar nú en áður. Meðalaldur frumbyrja árið 2016 var 27,7 ár og hefur hækkað jafnt og þétt frá níunda áratug síðustu aldar þegar meðalaldur frumbyrja var undir 22 árum. – jóe Frjósemi fer enn minnkandi DÓmsmál Systurnar Hlín Einars- dóttir og Malín Brand voru í gær dæmdar í tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, og fullframda fjár- kúgun gegn Helga Jean Claessen. Níu mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði til tveggja ára. Systurnar reyndu að kúga fé af Sigmundi með því að senda honum bréf og hóta því að leka upplýs- ingum í fjölmiðla sem áttu að sýna afskipti Sigmundar af fjármálum Vefpressunnar ef hann afhenti þeim ekki 7,5 milljónir. Í dómnum kom fram að Malín hefði talið hugmyndina galna. Hún hefði hins vegar ekki gert neitt til að telja systur sína af hugmyndinni heldur tekið fullan þátt í brotinu. Hinar sakfelldu hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þær muni áfrýja dómnum. – jóe Malín og Hlín fengu 12 mánuði NOrEGur Norðmenn hafa ákveðið að draga úr hrefnukvóta sínum fyrir komandi veiðitímabil. Leyfi- legt verður að veiða í mesta lagi 999 hrefnur í stað 1.286 dýra í fyrra. Kvótinn hefur verið fastur í 1.286 dýrum undanfarin sex ár en ekki verið fullnýttur. Undanfarin sjö ár hafa 577 hrefnur verið veiddar að meðaltali. Hámarki var náð árið 2014 þegar 736 dýr voru skotin. Hvalveiðar í atvinnuskyni hafa verið bannaðar frá 1986 en Noregur og Ísland eru einu þjóðirnar sem halda slíkum veiðum áfram. – jóe Hrefnukvótinn verður minni 226 dýr er hrefnuveiðikvóti Íslendinga árin 2016-2018. 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -7 A 4 8 1 C A 1 -7 9 0 C 1 C A 1 -7 7 D 0 1 C A 1 -7 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.