Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 8
Tilboðin gilda 07.04-09.04 2017 SP A R IÐ 2 5% A F Ö LL U M T R A M P Ó LI N Ú M FR Á F Ö ST U D E G I T IL S U N N U D A G S Sérfræðingar í sumarfríum Hoppufrí 22.499 OUTRA EXERCISE 396 CM 29.999 OUTRA STANDARD 366 CM 59.999 OUTRA PRO 426 CM 99.999 Hoppufrí 44.999 Hoppufrí 74.999-25% -25% -25% MENNTAMÁL Rynni skráningargjald- ið í heild sinni til Háskóla Íslands myndi það þýða að skólinn fengi tæplega 700 milljónum meira í sinn hlut en honum er nú ætlað. Aðeins um fjórðungur þess fjár sem stúd- entar borga rennur til Háskólans. „Það sem ráðuneytið gerir er að það dregur frá skráningargjöld þess fjölda nemenda sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Sá fjöldi er nú um það bil 9.000. Við fáum síðan að halda eftir mismuninum,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. Skráningargjöld í Háskóla Íslands eru nú 75 þúsund krónur fyrir árið og nemar skólans um 12 þúsund. Af skráningargjaldi hvers nemanda renna því tæplega 20 þúsund krónur til Háskólans. Með öðrum orðum, af þeim 900 milljónum sem nemendur greiða í skráningargjald renna um 225 milljónir til skólans. Afgangur- inn fer til ríkissjóðs. „Það myndi breyta miklu ef gjaldið í heild rynni til skólans,“ segir Jón Atli. Til að ná meðaltali OECD-ríkja, yfir meðaltalsframlag á hvern nem- anda, þá áætlar hann að miðað við óbreyttan nemendafjölda þyrftu framlög til skólans að hækka um sjö milljarða. „Við vitum að þetta eru stórar tölur. Því hafa tillögur okkar hljóm- að upp á að hækka framlög til kerf- isins um tvo milljarða á ári, í fjögur ár, í tröppugangi. 1,5 milljarðar aukalega á ári til Háskóla Íslands myndi breyta ofboðslega miklu.“ Mörg undanfarin ár hefur skólinn verið í niðurskurði. Fjöldi nem- enda við skólann tók kipp í kjölfar hrunsins og fjárframlög minnkuðu. Margar deildir við skólann hafa verið reknar með viðvarandi halla. Í þeim hópi má nefna ýmsar raunvís- indagreinar, stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. Sömu sögu er að segja af lagadeild og tannlæknadeildinni. Ef þessi þróun heldur áfram er fyrir- séð að skera þurfi niður. „Við þyrftum að minnka náms- framboð og fækka námsleiðum. Þá yrði ekki hægt að endurnýja tækja- kost og nýliðun myndi minnka þar sem ekki væri hægt að ráða inn nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Ekki liggur fyrir hvaða deildir það yrðu sem myndu lenda í slíkum niðurskurði. Háskólinn hefur löngum horft á lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims en undan- farin ár hefur hann vantað lítið upp á að komast í hóp topp 200. Í næsta nágrenni er Háskólinn í Björgvin. „Árið 2005 gerði Ríkisendurskoðun úttekt á Háskóla Íslands og bar okkur saman við skólann í Björg- vin. Þá höfðum við tvöfalt minna fjármagn. Nú er staðan sú að við höfum þrefalt minna fjármagn. Við þurfum að hafa öflugt háskólakerfi til að geta haft gott samfélag á Íslandi. Við þurfum að hafa öflugan alþjóðlegan rannsókn- arháskóla því við erum í alþjóðlegri samkeppni um fólk og nemendur,“ segir Jón Atli. johannoli@frettabladid.is Allt skráningargjaldið skref í rétta átt Ár hvert greiða stúdentar um 900 milljónir í skráningargjald til Háskóla Íslands. Fjórðungurinn fer til skólans en afgangurinn til ríkis- ins. Skólinn fær mun minna fjármagn frá hinu opinbera en sambærilegir skólar. Ekki hægt að búa lengur við niðurskurð, segir rektor. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir að frekari niðurskurður blasi við ef framlög aukast ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nágrannaháskólar Tölurnar sýna framlög í milljónum króna á hvern nemanda árið 2015 og sæti á lista THE sama ár. l Karolinska 16,8 m.kr. – 44. sæti l Háskólinn í Lundi 4,2 m.kr. - 119. sæti l Århus 4,4 m.kr. - 153. sæti l Köbenhavn 5,9 m.kr. – 160. sæti l Göteborg 3,8 m.kr. – 170. sæti l Aalto 4,9 m.kr. - 229. sæti l Bergen 5,8 m.kr. - 207. sæti l Háskóli Íslands 2,0 m.kr. - 242. sæti 21 milljarður 28 milljarðar Framlag á hvern nemanda lægra Mælikvarðinn fjárframlag á hvern nemanda er oft notaður þegar háskólar bera sig saman. Miðað við óbreyttan nemendafjölda vantar töluvert upp á að skólinn nái OECD-meðaltalinu. n Fjármagn HÍ núna n Til að ná meðaltali OECD n Til að ná meðaltali Norðurlandanna 35 milljarðar 8 . A p r í L 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T A B L A ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -B 5 8 8 1 C A 1 -B 4 4 C 1 C A 1 -B 3 1 0 1 C A 1 -B 1 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.