Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 105
Flóttafólkið fær heita máltíð einu sinni á dag. Hér er skammtað
baunasúpu með maísstöppu.
Ung stúlka situr hér með allt sitt hafurtask. Oft þurfa konur að flýja í ofboði. Mannréttinda-
samtök á svæðinu hafa skýrt frá því að stríðandi fylkingar nauðgi og myrði óbreytta borgara
í Suður-Súdan.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur veitt
flóttafólki, mest konum og börnum, frá
Suður-Súdan mannúðaraðstoð í Norð-
ur-Úganda í samstarfi við Lútherska
heimssambandið (LWF) síðan í október
2016. Með góðum stuðningi frá utanrík-
isráðuneytinu sem veitti tíu milljóna
króna styrk til verkefnisins sem og al-
menningi verður aðstoðin veitt áfram
til loka október á þessu ári.
Frá því að átök brutust út milli ólíkra
stjórnmálafylkinga í Suður-Súdan í des-
ember 2013 hafa mörg hundruð þúsund
manns þurft að flýja heimkynni sín og
farið á vergang eða flúið yfir landamæri
til nágrannalanda. Eftir að ríkisstjórn
þessa unga ríkis féll í júlí síðastliðnum
hafa átökin breiðst út og stríðandi fylk-
ingar ráðast í síauknum mæli á almenna
borgara. Til að bæta gráu ofan á svart
er verðbólga gífurleg í Suður-Súdan og
tíðir þurrkar hafa valdið síendurteknum
uppskerubresti svo nú vofir
hungursneyð yfir milljónum íbúa.
Samkvæmt Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna hefur 1,5 milljón Suð-
ur-Súdana flúið land, þar af um 700
þúsund til Norður-Úganda en sam-
kvæmt nýjustu tölum er Úganda orðið
það land í Afríku sem hefur tekið á móti
flestum flóttamönnum í álfunni.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefur falið Lútherska heimssam-
bandinu, LWF, að samhæfa mannúðar-
aðstoð hjálparsamtaka og -stofnana í
Moyohéraði í Norður-Úganda í nánu
samstarfi við stjórnvöld á svæðinu.
Meginmarkmið með aðstoðinni er að
veita flóttafólkinu öryggi, skjól, aðgengi
að hreinu vatni og hreinlæti, matarföng
og stuðning til að hefja nýtt líf í friði og
sátt við íbúana sem fyrir eru á svæðinu.
LWF hefur fengið lof fyrir að bregðast
bæði við neyð nýkomins flóttafólks til
Úganda sem og þörfum þeirra sem nú
þegar hafa fundið sér bústað í landinu
með viðeigandi aðgerðum sem taka tillit
til sjálfbærni og eins að tengja aðstoð-
ina við uppbyggingarstarf á svæðum
þar sem flóttafólk sest að.
Drengurinn á myndinni kom yfir landamærin án fjölskyldu sinnar. Hann fær því hvítt armband sem segir til um stöðu hans og leit hefst að ættingjum hans. Konan sem er með honum á
myndinni fylgdi honum yfir landamærin. Í fangi hennar situr eins árs sonur með orkubita eftir hættulegt ferðalag en stríðandi fylkingar ráðast í síauknum mæli á almenning í Suður-Súdan.
Mannúðaraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar
við flóttafólk frá Suður-Súdan
Margt smátt ... – 7
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
1
-7
F
3
8
1
C
A
1
-7
D
F
C
1
C
A
1
-7
C
C
0
1
C
A
1
-7
B
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K