Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 24
Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarök-um heim.
Guðný Lára Guðmundsdóttir
forritari er leikmaður Ragnaraka
og vonast eftir góðri mætingu í
dag. „Þetta er fáránlega skemmti-
legt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!“
útskýrir hún, en roller derby útleggst
á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta
er líka svo skemmtilegt því þarna
kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt
og úr öllum stéttum. Þetta hentar
öllum – fólki sem fann sig ekki ann-
ars staðar eða vill bara finna sig upp
á nýtt,“ segir Guðný Lára.
Stríðsmálning og hlífar
Ragnarök er eina íslenska lið sinnar
tegundar. Um er að ræða tuttugu
stelpur sem stunda eins konar
ruðning á hjólaskautum. Hver leik-
maður hefur sitt nafn, sem hann
notar í keppni og spilar með stríðs-
málningu í andliti. Þá er metnaður
lagður í búningana – ekki síst hlíf-
arnar, sem eru algjört aðalatriði í
þessari íþrótt þar sem hart er tekist
á. Í hjólaskautaati eru fimm liðs-
menn í hverju liði inni á í einu og
spilað er á sporöskjulaga braut.
Allir keppendur eru á hjólaskautum
en engir boltar eru með í leiknum
heldur fást stig með því að „hringa“
andstæðingana, það er, að komast
heilan hring á brautinni, fram úr
andstæðingi sínum á hjólaskautun-
um. Íþróttin hefur undanfarið verið
að ryðja sér til rúms hér á landi og
víðar – ekki síst með tilkomu kvik-
myndarinnar Whip It, sem er þó
orðin nokkurra ára gömul. Í mynd-
inni fylgjumst við með sorgum og
sigrum stúlkna í hjólaskautaati
og með aðalhlutverkin fara Drew
Barrymore og Ellen Paige.
Barátta um titilinn
Búist er við æsispennandi baráttu um
titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það
lið ber sigur úr býtum sem vinnur
báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um
úrslit, sem skorar flest stig í heildina.
Guðný Lára hefur stundað hjóla-
skautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór
hægt af stað, eiginlega rosalega
hægt, en núna fer þetta bara stækk-
andi. Við erum alltaf að verða fleiri
og fleiri – og meira um að vera, eins
og núna; þetta er í fyrsta sinn sem
haldið er roller derby mót á Íslandi
og við erum strax byrjuð að huga að
því að bjóða fleiri liðum til landsins
á næsta mót. Þetta er bara upphafið,“
segir Guðný að lokum.
Takast á við
Ragnarök
Fyrsta mótið í hjólaskautaati á Íslandi er
haldið í dag, laugardag, á Nesinu. Um er að
ræða eins konar ruðning á hjólaskautum.
þarna kemur saman
ótrúlegasta fólk,
ólíkt og úr öllum
stéttum. þetta hentar
öllum – fólki sem fann
sig ekki annars staðar
eða vill bara finna
sig upp á nýtt
Linda Ýr, Guðný Lára
og Aníta Björk ætla
sér alla leið í dag. Með
þeim á myndinni er
dómarinn Egill Kaktuz.
Embassy – Housing
The American Embassy, is seeking to lease a house and/or apartment in the
Reykjavik area as Summer of 2017. Required size is 120 – 240 square meters,
2 bathrooms and permission to keep pets.
Lease period is for 3 years.
Please send an e-mail to: sveinssonk@state.gov before May 1st with information
about the location (street and house number) and phone number of the contact
person showing the property.
Sendiráð – Húsnæði
Bandaríska Sendiráðið óskar að taka á leigu hús og/eða íbúð miðsvæðis
á Reykjavíkursvæðinu frá sumar 2017. Æskileg stærð 120 – 240 fermetrar,
2 baðherbergi og leyfi til að hafa gæludýr.
Leigutími 3 ár.
Vinsamlegast sendið tölvupóst á: sveinssonk@state.gov fyrir 1. maí
með upplýsingum um staðsetningu eignarinnar (götuheiti og húsnúmer)
og símanúmer þess sem sýna mundi eignina.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r24 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
helgin
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
1
-9
7
E
8
1
C
A
1
-9
6
A
C
1
C
A
1
-9
5
7
0
1
C
A
1
-9
4
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K