Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 102
Salan hefur farið mjög vel af stað núna fyrstu þrjá mánuð­ina og er mun meiri en í fyrra og árið þar á undan,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmda­ stjóri Heimsferða sem bjóða upp á þrettán sólaráfangastaði í ár. „Við höfum aukið framboð okkar undanfarið og bætt við áfangastöðum á Ítalíu og í Króatíu ásamt Slóveníu en við höfum fundið að fólk er áhugasamt um þessi svæði.“ Góður kynningarafsláttur „Núna um þessar mundir erum við með allt að 20.000 kr. bókunar­ afslátt fyrir fullorðna og allt að 30.000 kr. bókunarafslátt fyrir börn á ferðum til Bibione á Ítalíu, Króatíu og Portoroz í Slóveníu,“ segir Tómas. 25.000 kr. staðfestingargjald Almennt þarf aðeins að greiða 25.000 kr. staðfestingargjald við bókun ferða en þá er m.v. að meira en fjórar vikur séu í brottför. Þann­ ig er unnt að bóka og staðfesta ferð og greiða síðan eftirstöðvar ferðarinnar síðar eða jafnt og þétt. Ef brottför er innan fjögurra vikna þá þarf að greiða alla ferðina. Spennandi nýir áfangastaðir Þeir staðir sem Heimsferðir bjóða upp á eru Krít, Gran Canaria, Costa de Almería, Albir, Madeira, Mallorca, Costa del Sol, Tenerife, Benidorm, Salou og Altea. Nýjustu áfangastaðirnir eru Bibione á Ítalíu, Króatía og Portoroz í Slóveníu og nú einnig Alicante. „Salan á þessa staði gengur vel enda eru þeir afar spennandi kostir,“ segir Tómas. Heimsferðir bjóða nú beint flug í allt sumar á einn vinsælasta áfangastað við Adríahafið, Bibi one á Ítalíu. Bibione er einstök strandperla við norðanvert Adríahafið, miðja vegu milli Feneyja og Trieste og er örstutt frá Lignano sem margir þekkja. Staðurinn býður allt það sem fólk óskar sér í sumarleyfinu; ein­ stakar strendur, frábæra veitinga­ staði, fjölbreytta afþreyingu og gott úrval gististaða. Bibione er sannkölluð paradís fyrir fjöl­ skyldur jafnt sem einstaklinga. Strandlíf og skemmtun Ströndin við Bibione er án efa ein af allra bestu sólarströndum á Ítalíu. Hún er átta kílómetra löng og mjög breið og falleg með fínum sandi. Ströndin og lífið á henni leikur stórt hlutverk á Bibione en þar er einnig að finna skemmtanir og uppákomur af ýmsu tagi. Matur og drykkur Mikið úrval veitingastaða er á Bibi one og þar má bæði finna ítalska og alþjóðlega staði. Hvort sem leitað er að skyndibita eða sælkeramáltíð, stað fyrir morgun­ verð eða nætursnarl, allt er til staðar. Allir ættu að prófa dæmi­ gerðan mat frá svæðinu, til dæmis hið frábæra úrval sjávarfangs eða hrá skinku, osta og ávexti frá Friuli­héraði. Þekkt vínræktar­ svæði eru allt í kring sem enginn víngæðingur ætti að láta fram hjá sér fara. Enginn kemst heldur hjá því að koma við á dæmi­ gerðum ítölskum ísbar. Ekki má heldur gleyma því að ítalskt kaffi er ómissandi hluti matarmenn­ ingarinnar. Ævintýri fyrir börnin Bibione er frábær staður fyrir barnafjölskyldur. Ströndin er einstök og þar líður dagurinn hratt hvort heldur er við leik eða afslöppun. Í næsta nágrenni Bibi one er mikil afþreying í boði fyrir fólk á öllum aldri; m.a. skemmtigarðurinn Luna Park Adriatico, dýragarðurinn Zoo of Lignano, vatnsskemmtigarðurinn Aqua splash og sædýragarðurinn Gulliver landia. Gott að versla Á Bibione er mikið úrval versl­ ana og eins í nágrannabænum Lignano. Einnig eru vikulega haldnir markaðir á svæðinu. Skemmtilegt er að kíkja og skoða í búðirnar, hvort sem leitað er eftir fæði, klæði, minjagripum eða öðru. Á sumrin eru margar verslanir opnar fram eftir kvöldi. Einnig má skreppa til Udine eða til Trieste. Notalegt veður Yfirleitt er mjög notalegt loftslag á Bibione yfir sumartímann, að jafnaði um 25 stiga hiti, sólríkt og þægileg hafgola flesta daga. Við höfum aukið framboð okkar og bætt við áfangastöðum á Ítalíu og í Króatíu en við höfum fundið að fólk er áhugasamt um þetta svæði. Tómas J. Gestsson Menning Króatíu er heillandi blanda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austurríkismenn hafa sett mark sitt á. Strandlengja Adríahafsins er sú fegursta í Evrópu með vogskornum ströndum, eyjum og skerjum. Heimsferðir bjóða upp á beint flug til Bibione á Ítalíu í sumar. Bibione – Ein glæsilegasta sólarströnd Ítalíu! Bibione á Ítalíu er einstök strandperla við norðanvert Adríahafið. Sólarupplifun Heimsferða Heimsferðir bjóða upp á 13 sólaráfangastaði í ár sem er mesta úrval sólaráfangastaða ferðaskrif- stofu á Íslandi. Nú má einnig njóta sólarinnar í strandbæjum á Ítalíu, í Króatíu og Slóveníu. Króatía er einn eftirsóttasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Króatía er einn eftirsóttasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu, enda er landið stór­ kostleg náttúruperla sem státar af fegurstu ströndum og tærasta sjó Evrópu, heillandi menningu og glæsilegum gististöðum. Heims­ ferðir bjóða beint flug vikulega í allt sumar til þessa einstaka áfanga­ staðar sem heillar alla sem þangað koma. Menning Króatíu er heillandi blanda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austur­ ríkismenn hafa allir sett mark sitt á. Strandlengja Adríahafsins er sú fegursta í Evrópu með vogskornum ströndum, eyjum og skerjum þar sem aldagamlir bæir skaga út í hafið. Mannlífið í Króatíu er engu líkt og þeir sem þangað koma eru sammála um að þar sé að finna Evrópu eins og hún var og hét. Sólaráfangastaðurinn Porec er á Istria­skaganum en skaginn er nyrsti hluti Króatíu og þar eru margir þekktustu sumardvalar­ staðirnir, svo sem Porec, Umag og Rovinj. Aðaláfangastaður Heims­ ferða í Króatíu er Porec á Istria­ skaganum ásamt Umag þar sem er að finna glæsilega gististaði með frábærri aðstöðu. Fagri bærinn Porec Bærinn í Porec er stórkostlega fal­ legur og geymir aldagamla sögu á hverju götuhorni, frábæra veitinga­ staði og iðandi mannlíf jafnt að nóttu sem degi. Það er yndislegt að ganga um bæinn og snæða á góðum veitingastað við sjávarsíðuna. Staðsetningin er frábær, á miðjum skaganum, og því stutt að fara, hvort sem er í kynnisferð til Pula, Rovinj eða til Feneyja. Í Porec eru einnig toppaðstæður fyrir þá sem vilja hafa nóg að gera í fríinu og aðstæður til hvers konar íþróttaiðkunar á mörgum gistival­ kostunum eru frábærar. Strandbærinn Umag Strandlengjan við Umag er um 20 kílómetra löng en Umag er mjög vinsæll sólarstaður og gamli bærinn afar aðlaðandi með sínum þröngu götum. Þekktustu strend­ urnar í Umag eru Katoro, Aurora, Kanegra og Laguna Stella Maris en Katoro er allra vinsælust og býður fjölbreytta þjónustu. Gott verðlag Verðlag í Króatíu er hagstætt og enn sem komið er ódýrara en á Ítalíu og Spáni. Hér er gott að gera vel við sig í mat og drykk og ódýrt er að ferðast um landið. Einstakt veðurfar Veðrið er einstakt á þessum stað, sem liggur við Adríahafið. Sumrin eru hlý en ekki of heit því hafgolu gætir alltaf. Gróðursældin er ein­ stök og sólríkt yfir sumarmánuðina. Króatía – strandbæirnir Porec og Umag 10 KYNNINGARBLAÐ 8 . A P R Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 1 -E B D 8 1 C A 1 -E A 9 C 1 C A 1 -E 9 6 0 1 C A 1 -E 8 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.