Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 52
lega titil,“ segir Kristján sem fór suður í orðsins fyllstu merkingu. Hann er frá Hnífsdal en er núna búsettur í borginni. Kristján var einmitt nýbúinn að skrifa undir kaupsamning að nýrri íbúð í Hlíð- unum ásamt konu sinni, Bryndísi Stefánsdóttur, þegar við slógum á þráðinn til hans. „Hlíðarnar eru eins og lítið þorp með kaup- manninn á horninu. Okkur finnst skemmtilegt að upplifa þorpið í borginni. Á meðan á undirbúningi hátíðarinnar stendur bý ég hins vegar hjá mömmu á Ísafirði svo ég er kominn heim,“ segir hann. Okkar þjóðhátíð Undirbúningur er á fleygiferð. „Það er eiginlega lygilega mörg verk að vinna þótt hátíðin sé bara í tvo daga. Meðfram undirbúningi er ég að skrásetja verkin þannig að rokk- stjóri næstu ára geti unnið eftir ákveðnu Excel-skjali,“ segir Krist- ján sem á ekki von á því að halda starfinu áfram á næsta ári. „Okkur finnst alveg tími til að yngja upp,“ segir hann og hlær. „Þetta má ekki líta út eins og miðaldursrokkhá- tíð,“ gantast hann með en bendir á að gott sé að hafa dreifðan aldur og nýtt blóð. „Það er samt alltaf gaman hjá okkur. Við erum tutt- ugu manna hópur úr öllum áttum sem komum að undirbúningi hátíðarinnar. Allt samfélagið hér fyrir vestan kemur auk þess að þessum viðburði á einn eða annan hátt. Við viljum virkja fólk á Vest- fjörðum og búa til stemningu um páskana. Þetta er okkar þjóðhátíð.“ Aukning á hverju ári Kristján segir að gestum sé alltaf að fjölga. „Í fyrra komu hingað um 3.500 manns samkvæmt tölum sem við höfum fengið frá Flug- félagi Íslands og Vegagerðinni. Það er alveg magnað. Menningin blómstrar á Ísafirði ekkert síður en í Reykjavík. Okkur hefur tekist ótrúlega vel að fá tónlistarmenn. Við viljum hafa blandaða tónlist og hún verður fjölbreytt núna. Ég get nefnt Emmsjé Gauta, KK-band, Valdimar, Ham, Mugison, Hildi, Rythmatik og Lúðrasveit Ísafjarðar. Svo koma tvær ungar hljómsveitir frá Suðureyri auk annarra. Þetta verður góð flóra. Mér þykir gaman hversu margar stelpur eru í popp- og rokktónlist.“ Kristján vann lengi hjá Máli og menningu á Laugaveginum en starfar nú á auglýsingastofunni Árnasynir. Hann segist vera með stanslausan kvíðahnút yfir að gleyma einhverju fyrir hátíðina. „Þetta gengur samt eins og vel smurð vél með góðri samvinnu. Ég hef mjög gaman af því að fást við þetta verkefni og það er mikil til- hlökkun í loftinu. Við höfum bætt aðstöðuna í skemmunni og höfum útbúið aðgengi fyrir fatlaða. Þá er búið að endurgera veitingasöluna. Við hlökkum mikið til að bjóða gestum til okkar. Þetta er fjór- tánda hátíðin og hún hefur aldrei verið flottari.“ Kristján Freyr Halldórsson er rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Undirbúningur er á fullu og Kristján lofar flottustu hátíðinni í endurbættri skemmu. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON Við höfum bætt aðstöðuna í skemmunni og höfum útbúið aðgengi fyrir fatlaða. Þá er búið að endurgera veitingasöl- una. Kristján Freyr Halldórsson Elín Albertsdóttir elin@365.is Kristján Freyr Halldórsson er rokkstjóri hátíðarinnar að þessu sinni. Hann hefur ekki áður gegnt því starfi þótt hann hafi verið viðriðinn hátíðina frá upphafi. Aldrei fór ég suður var fyrst haldin árið 2004 og hefur stækkað og þróast ár frá ári. „Ég hef unnið við skipulagningu og undirbúning frá byrjun og er því ekki ókunnugur starfinu þótt ég hafi núna hlotið þennan virðu- Iðandi rokkveisla Valdimar er meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég suður. Rokkhátíðin Aldrei fór ég suð- ur hefst á skírdag og undirbúningur hefur verið á fullu. Mikill áhugi er á hátíðinni. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . A P R Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -F F 9 8 1 C A 1 -F E 5 C 1 C A 1 -F D 2 0 1 C A 1 -F B E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.