Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 54
Allir krakkar og fjölskyldur eru velkomin á opið tækni- og tilraunaverkstæði
Borgarbókasafnsins í Spönginni í
dag á milli klukkan 13 og 15. Þar
verður LittleBits í aðalhlutverki
en um er að ræða nokkurs konar
tæknilegó, en þó ívið flóknara.
LittleBits virkar þannig að einn
kubbur er settur í samband við
rafhlöðu og síðan er ólíkum kubb-
um púslað saman með segli. Með
því að raða kubbunum saman er
hægt að kveikja á ljósaperu eða
búa til skemmtilega hluti, eins og
hitamæli, dyrabjöllu, vél sem býr
til sápukúlur og kitlivél en þá er
fjöður sett á einingu sem snýst.
Þetta er einföld og skemmtileg
leið til að fikta og láta reyna á
hugmyndaflugið og læra eitthvað
nýtt í leiðinni,“ segir Nanna Guð-
mundsdóttir, deildarbókavörður
barnastarfs.
Efla tæknilæsi ungmenna
Tækni- og tilraunaverkstæðið er
hluti af átaki Borgarbókasafnsins
við að efla tæknilæsi hjá börnum
og ungmennum með því að gefa
þeim kost á að kynnast tækni og
forritum á aðgengilegan hátt. „Við
erum í samstarfi við samtökin
Kóder, sem hafa staðið að fjöl-
breyttum námskeiðum fyrir börn
og unglinga í forritun, tæknilæsi
og -kunnáttu. Kóder eru hug-
sjónasamtök sem samanstanda
af tölvunarfræðingum og nemum
í tölvufræði og þeir stefna að því
Með því að raða
kubbunum saman
er hægt að kveikja á
ljósaperu eða búa til
skemmtilega hluti, eins
og hitamæli, dyrabjöllu,
vél sem býr til sápukúlur
og kitlivél.
Nanna Guðmundsdóttir
Hér í Spönginni
eru líka tölvur þar
sem krakkar geta prófað
sig áfram með einfaldri
forritun með handbækur
sér til hliðsjónar. Á
mánudaginn geta skóla-
börn sem eru í páskafríi
komið til okkar því þá
verðum við aftur með
LittleBits námskeið.
Nanna Guðmundsdóttir
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Borgarbóka-
safnið vinnur
að tölvu- og
tæknilæsi barna.
MYND/GVA
LittleBits virkar þannig að einn kubbur er settur í samband við rafhlöðu og
síðan er ólíkum kubbum púslað saman með segli. MYND/GVA
Kitlivél og sápukúlublásari
Krakkar og foreldrar þeirra geta komið á Borgarbókasafnið í Spönginni í
dag og búið til kitlivél og sápukúlublásara úr þar til gerðum kubbum.
að gera forritun aðgengilega fyrir
öll börn, óháð efnahag foreldra,“
útskýrir Nanna.
Kóder hefur einnig staðið fyrir
námskeiðum í skólum og félags-
miðstöðvum við miklar vinsældir,
enda hefur gott tæknilæsi aldrei
verið jafn mikilvægt og einmitt nú
en með því opnast nýjar dyr innan
tölvuheimsins og börn geta eflt
eigin rökvísi og sköpunargáfu.
Læra eitthvað nýtt
„LittleBits kubbarnir reyna ekki
mikið á lestrarkunnáttu eða færni
í erlendum tungumálum. Allir
ættu að geta leikið sér með þá
og haft gaman af. Þetta er kjörið
tækifæri fyrir foreldra og börn til
að vera saman og læra eitthvað
nýtt,“ fullyrðir Nanna.
Áhugi á tækni og tölvum
Námskeið með LittleBits var
haldið í Gerðubergi fyrir viku og
þá mættu meira en áttatíu manns,
að sögn Nönnu. Hún vonast til að
námskeið á borð við þetta verði til
þess að auka áhuga barna og ung-
menna á hagnýtri tækni og tölvu-
málum. „Þau sjá hvað hægt er að
gera með einfaldri tækni. Hér í
Spönginni eru líka tölvur þar sem
krakkar geta prófað sig áfram með
einfaldri forritun með handbækur
sér til hliðsjónar. Á mánudaginn
geta skólabörn sem eru í páskafríi
komið til okkar því þá verðum við
aftur með LittleBits námskeið en
í þetta sinn í tvo klukkutíma eða
frá klukkan 14.30-16.30,“ segir
Nanna.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott sumarföt, fyrir flottar konur
Netverslun á tiskuhus.is
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Smart föt, fyrir smart konur
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . A P R Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
1
-E
B
D
8
1
C
A
1
-E
A
9
C
1
C
A
1
-E
9
6
0
1
C
A
1
-E
8
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K