Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 9
ÞJALFUN SJUKRALIÐA Hver er ábyrgur? Hver er ábyrgur fyrir því, að sjúkling- ar, gamalmenni og aðrir, er hjúkrunar þurfa, hljóti þá umönnun? Er það yfir- læknirinn, sem kallar sjúklinginn inn á deildina sína, í von um að geta veitt hon- um lækningu? Eða er það forstöðukonan, sem á að ráða allt hjúkrunarlið að sjúkra- húsinu — á jafnvel að velja úr hóp, sem kannske enginn er? Og hver er ábyrgur fyrir þeim hjúkr- unarkvennaskorti, sem nú er í landinu? Er það hjúkrunarskólinn, sem vegna pláss- leysis í skólanum sjálfum getur ekki út- skrifað fleiri hjúkrunarkonur árlega? Átti hann að leita húsnæðis annars staðar og leysa með því þann vanda? Er það stjórn heilbrigðismálanna, sem átt hefði að búa betur að skólanum og forða okkur frá því öngþveiti, er nú ríkir? Eru það allir ungu mennirnir, sem verða ástfangnir af ungu hjúkrunarnemunum og hjúkrunarkonun- um og fá þær til að annast sig og tilvon- andi afkomendur og finnst þær engar aðr- ar skyldur hafa við þjóðfélagið? Eða er þetta ef til vill samábyrgð okkar allra? Er það ekki skylda okkar hjúkrunar- kvenna að stuðla að því, að sem bezt hj úkr- un sé í því landi, sem veitt hefur okkur nám til þeirra starfa? Er það bara skylda okkar fárra, sem þurfum að sjá um að ráða hjúkrunarkonur á sjúkrahús eða aðrar hliðstæðar stofnanir? Eru allar hinar, sem hlotið hafa menntun í þessum eina skóla okkar fátæka og fámenna lands, eru þær lausar við alla ábyrgð, þrátt fyrir það, að þær hafa komizt að til náms, en aðrar, sem ef til vill hefðu tollað lengur í starfi, hafi orðið frá að hverfa vegna takmörk- unar nemendafjöldans? Ingibjörg Magnúsdóttir, forstöðukona Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Svona má víst lengi spyrja og lengi þvæla. En er hægt að gera meiri kröfur til hjúkrunarkvenna, þótt þær hafi hlotið — mér liggur við að segja hið tiltölulega ódýra nám frá ríkisins hálfu — en ann- arra kvenna, sem gifta sig og helga sig heimilisstörfum, og hafa sáralítinn eða engan tíma aflögu til starfa utan heimil- isins. Því að nú er svo komið að giftar hjúkrunarkonur eru eltar uppi — þær hafa ekki frið til að sinna heimilisstörf- um sínum eins og þær sjálfar og eigin- menn þeirra kjósa, og efast ég um, að nokkur stétt í landinu hafi jafn erfiða að- stöðu. 1 þeim eltingarleik er ég, því miður, ekki betri en aðrir. Sífellt fjölgar þeim störfum, sem við þurfum menntaðar hjúkrunarkonur til að sinna. Sjúkrahúsum fjölgar, og við þau, sem fyrir eru, er bætt nýjum deildum og nýjum hjúkrunarkvennastöðum. Vinnu-

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.