Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 11
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 99 Þegar ég 'síðastliðið ár var við fram- haldsnám í hjúkrunarkennslu í Danmörku, kynntist ég þeirri hjálparstétt, er Danir hafa á sínum sjúkrahúsum, elliheimilum og víðar og kallast sygehjælpere. Við vor- um látnar kenná einum slíkum 24 stúlkna hóp líffæra- og lífeðlisfræði, sjúkdóma- fræði og hjúkrunarfræði. Námsskeið þeirra stendur yfir í 8 mánuði, og eru kennslu- stundir 92. Þessi fög eru kennd: Almenn hjúkrunarfræði 45 stundir, þar af 20 stund- ir í verklegum hjúkrunaræfingum og 5 stundir í siðfræði; líffæra- og lífeðlisfræði og sjúkdómafræði 30 stundir, heilsufræði 13 stundir og 4 stundir í upplýsingum um námið, starfið og fleira. Ég reyndi að kynna mér nám og störf sygehjælpere eftir föngum og spurðist fyrir um, hvernig lík- aði við þá stétt á hjúkrunarstofnunum. Allar forstöðu- og yfirhjúkrunarkonur sögðu: „Við getum ekki án þeirra verið“. Einstaka hjúkrunarkona sagði: „Þær fá of há laun miðað við okkur, nám þeirra er svo miklu styttra, og þær bera svo til enga ábyrgð". Einnig heyrðust raddir um, að eldri sygehjælpere ættu það til að vilja vera of ráðríkar gagnvart hjúkrunarnem- um, en heildarútkoman virtist mér sú, að ómetanleg hjálp væri að þeim, samvinna væri yfirleitt mjög góð, og að í þessari stétt væri fólk eins og í öðrum stéttum — af- bragðs gott, miður gott og allt þar á milli. Ekki hafði ég tækifæri til að kynna mér nám eða starf þessa hjálparfólks á hin- um Norðurlöndunum, veit þó, að Norð- menn eru einnig með 8 mánaða námsskeið, en kennslustundir eru þar fleiri, eða um 245 stundir. Áður en ég fór að heiman, hafði ég heyrt, að nefnd hefði verið skipuð af landlækni til að athuga möguleika á að stofna slíka stétt hér, skrifaði því heim og fékk eftir- fai’andi upplýsingar: „1 október 1963 ræddi borgarlæknir við landlækni og síð- an við skólastjóra og aðalkennai’a Hjúkr- unarskóla íslands um möguleika á að auka það starfslið sjúkrahúsa, er annast hjúkr- unarstörf, með því að stofna stétt hjálp- arfólks, er gæti unnið undir stjórn hjúkr- unarkvenna við ýmis auðveldari hjúkr- unarstörf og hirðingu á umhverfi sjúkl- ings. Síðar, eða þ. 20. febrúar 1964, var haldinn fundur í Hjúkrunarskólanum og sátu hann skólanefnd Hjúkrunarskólans, formaður og varaformaður Hjúkrunar- félags íslands, aðstoðarforstöðukona Land- spítalans og borgarlæknir. Voru þau á einu máli um, að nauðsyn bæri til að fá sérstaklega þjálfað fólk til að létta ein- faldari störfum af hjúkrunarkonum, en greindi nokkuð á um, hve mikla menntun þetta hjálparlið skyldi hljóta. Landlæknir kvaðst myndi skipa nefnd til að undirbúa málið, og í byrjun marz 1964 skipaði hann eftirtalda menn og konur í nefndina: Pri- orinnu St. Josepsspítala að Landakoti, systur Hildegardis, forstöðukonu Land- spítalans, frk. Sigríði Bachmann, skóla- stjóra Hjúkrunarskóla Islands, frk. Þor- björgu Jónsdóttur, varaformann Hjúkr- unarfélags Islands, frk. María Finnsdótt- ur og borgarlækni dr. Jón Sigurðsson, sem jafnframt var tilnefndur formaður nefnd- arinnar". Nefndin hélt 7 fundi og gerði: „Tillög- ur um nám og starfssvið hjálparfólks við hjúkrunarstörf á sjúkrastofunum". Of langt væri að lesa tillögurnar allar, en þær fjalla um tilgang og markmið, starfshætti, tilhögun náms, inntökuskilyrði, námsefni, námsvottorð, stjórn og kennslu á náms- skeiðunum, kjör nemenda við námið, og að lokum réttindi og skyldur þessa fólks að námi loknu. Tilhögun náms yrði sú, að tvö námskeið skyldu haldin árlega fyrir 12 nemendur í hverju, og hvert náms- skeið stæði yfir í 12 vikur eða tæplega 3 mánuði. Byrja skyldi á bóklegu námi í 2

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.