Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 12
100 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS vikur, alls 42—50 kennslustundir, þar með taldar 12 stundir í verklegum æfingum. Síðan færu nemendur í 6 vikna verklegt nám í almennum sjúkrahúsum og loks í 4 vikna verklegt nám á sjúkradeild elli- heimilis eða geðsjúkrahúss. Lagt var til, að Rauði kross Islands veitti námskeiðum þessum forstöðu, a. m. k. til að byrja með. Kröfur nefndarinnar þótti mér of lágar og hræddist, að ef farið yrði af stað með hópa með svona lítið nám, kæmi það ekki nema að sáralitlu gagni. Hvað eru 3 mán- uðir í námi á þessum tímum, þegar allir eiga að læra eitthvað sérstakt — allir eiga að hljóta einhver réttindi? Hvaða kröfur væri hægt að gera til slíks fólks? Og hverja væri að fá í svo óverulegt nám? Þegar heim kom í júlí s.l., fór ég beint til borgarlæknis dr. Jóns Sigurðssonar, áleit það réttast, þar sem hann var for- maður fyrrnefndar nefndar. Borgarlæknir tók mér mjög vel, sagð- ist gleðjast yfir áhuga mínum, tók vel þeim breytingartillögum, sem mig langaði að koma með, og ráðlagði mér að tala við landlækni. Fyrst talaði ég við allar nefndarkonur og auk þeirra nokkrar í stjórn Hjúkrun- arfélags Islands og forstöðukonu Borgar- spítalans. Ekki vorum við allar á sama máli, hvernig heppilegast yrði að haga námi þessa fólks, en flestar töldu þetta nauðsynjamál og sýndu því mikinn áhuga. Þá fór ég á fund dr. Sigurðar Sigurðs- sonar, landlæknis, sem tók mér af sinni al- þekktu kurteisi og alúð. Landlæknir hlýddi á óskir mínar um meira og lengra nám þessa fólks og bauð mér að gera breyt- ingartillögur og senda sér. Það gerði ég nokkru síðar. Fjölluðu þær aðallega um, að námið yrði lengt í 8 mánuði, og að ekki yrðu gefnar færri kennslustundir en 60— 75 — þar af 20 stundir í verklegum hjúkr- unaræfingum. Einnig, að deildarskipt sjúkrahús, sem hefðu á að skipa kennslu- kröftum, kennslustofu og tækjum, svo og nógu hjúkrunarliði á deildum, fengju leyfi til að kenna þessu fólki. Hafði ég áður kynnt mér, að priorinnan að Landakoti og forstöðukona Kleppspítalans væru fús- ar til að hafa slík námskeið á sínum sjúkra- húsum og forstöðukona Borgarspítalans, þegar hann tæki til starfa. I september s.l. var á skrifstofu land- læknis unnið að drögum að reglugerð um sjúkrahjálp, og hefur landlæknir vinsam- legast leyft mér að lesa þau hér. Skal þó skýrt tekið fram, að reglugerðin er ekki fullgerð, sumar greinar hennar ófrágengn- ar og aðrar geta breytzt frá því, sem nú er. Drög aö reglugerð um sjúkrahjálp. 1. gr. Heimilt er að halda uppi námskeiðum í sjúkrahjálp í þeim sjúkrahúsum landsins, sem ráðherra veitir heimild til slíks nám- skeiðshalds, að fengnum meðmælum land- læknis. Leyfi þetta skal veitt samkvæmt tillögum landlæknis, þegar ríkissjúkrahús eiga í hlut, en samkvæmt umsókn hlutað- eigandi sjúkrahússtjórnar, þegar önnur sjúkrahús eiga í hlut. Sjúkrahús, sem hefur hlotið leyfi til að halda námskeið í sjúkrahjálp, sér að öllu leyti um námsskeiðareksturinn og ber á honum ábyrgð gagnvart heilbrigðisstjórn. Forstöðukona (yfirhjúkrunarkona) hvers sjúkrahúss veitir forstöðu námskeiðum þeim, sem haldin eru á sjúkrahúsi hennar. Kennsluna annast hjúkrunarkonur og læknar. 2. gr. Tilgangur náms í sjúkrahjálp er að mennta fólk til að vinna einföld hjúkrun- arstörf undir stjórn hjúkrunarkvenna.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.