Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 14
102 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS þau náms- og starfsatriði, sem leggja á stund á, og hafa verið gerð drög að slíkri námsskrá. Einnig er sennilega heppilegt að hleypa námsskeiðum af stað, áður en fullgengið er frá námsskrá, til þess að nokkur reynsla fáist um námskeiðshaldið. Ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, að í byrjun yrði unnið eftir óstaðfestri bráða- birgðanámsskrá, sem landlæknir teldi fullnægjandi". Vonandi verður gengið frá þessari reglu- gerð um nám og störf sjúkraliða sem allra fyrst. Það, sem á stendur, mun vera laun og kjör nemenda á námstímanum, og í hvaða launaflokki sjúkraliðar skuli vera að námi loknu. Þrjú sjúkrahús hafa þegar fengið leyfi til að byrja með námskeið — eru það St. Jósepsspítalinn að Landakoti, Kleppsspítalinn og Fj órðungssj úkrahúsið á Akureyri. Nemendur á þessum þremur stöðum eru samtals 42. Þau fög, sem kennd verða eru: Hjúkrunarfræði 45 stundir, þar af 20 stundir í verklegum æfingum, lík- amsfræði 20 stundir, heilsufræði 8 stundir og um 7 stundir í siðfræði, upplýsingum um nám og starf og fleira. Auk þess munu nemendur í Kleppsspítalanum læra eitt- hvað í hjúkrun geðsjúklinga og sálarfræði. Að lokum vil ég láta þá von mína í ljós, að þetta nýja hjálparfólk okkar komi að tilætluðum notum — að það megi verða farsælt í námi og starfi, að það hljóti við- unandi kjör og starfsskilyrði og að í þessa nýju stétt veljist gott fólk — góðir menn og góðar konur. Við þurfum svo mikið á góðu fólki að halda — fólki, sem er sam- vizkusamt og heiðarlegt í starfi, alúðlegt og gleðilegt í viðmóti, og ef ég má komast svo gamaldags að orði og segja — með hjartað á réttum stað. Þessum nýju samherjum verðum við að taka á móti á þann hátt, að við sköpum hjá þeim virðingu og traust — látum þá finna, að þeir eru kærkomnir, og reyn- umst þeim góðir og skilningsríkir húsbænd- ur. Það mun koma í verkahring okkar, starfandi hjúkrunarkvenna, að leiðbeina sjúkraliðum, kenna þeim, sjá um, að þeir vinni sín störf á þann hátt, er við sjálfar höfum kennt þeim, og að lokum — að sýna þeim þakklæti að góðu dagsverki loknu. Ingíbjörg Magnúsdóttir. Spalcmæli: Sóttin er hamla á líkamanum, en ekki viljan- um nema hann kjósi sjálfur, að svo sé. Helti hamlar fætinum að vísu, en viljanum ekki. Seg-ðu sjálfum þér þetta, hvert sinn er á bjátar, og þú munt komast að raun um, að atburðirnir hamla einhverju öðru en þér. (Úr handbók Epiktets). Einu gildir, hverjar lífsreglur þú hefur sett þér, þú skalt fylgja þeim, sem lög væru, og láttu sem þú brjótir gegn Guði, ef þú víkur frá nokk- urri þeirra. En skeyttu engu um það, sem um þig er rætt, því að það er ekki á valdi þínu. (Úr handbók Epiktets). Hjúkrunarkonur eru vinsamlega áminntar um að til- kynna bústaðaskipti sem allra fyrst til formanns Hjúkrunarfélags Islands Maríu Pétursdóttur Þingholtsstræti 30 sími 21177 og einnig til ritstjórnarinnar.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.