Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 17
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 105 ,,Þú ert í stjórninni og því aðalmanneskj- an hér, g'jörðu svo vel“. En gamalt mál- tæki segir, að sá vægir sem vitið hefur meira og Sigríður lét undan og fór niður, en ég sá eftir og dauðskammaðist mín fyrir aumingjasþapinn. Sigríður stóð sig sem hetja og ræddi um hjúkrunarkvenna- skortinn og væntanlega uppfræðslu að- stoðarfólks. Og seinna um daginn náði hún sér niðri á mér, því þá var tilkynnt að ein frá hverju landi ætti að stjórna fundar- höldum, hver sinn dag, svo nú segir hún sigri hrósandi: „Gjörðu svo vel, nú er röðin komin að þér“, og ég hlýddi orðalaust. Mig langar til að minnast lítillega á það sem Margrete Kruse, ein af riturum danska hjúkrunarfélagsins og sem margar hér þekkja, sagði í umræddu blaðaviðtali: „Hin blíðlynda hvítklædda hjúkrunarkona, sem áður lifði á sultarlaunum og geislabaug Florence Nightinggale er ekki lengur til. Þótt hjúkrunarkonur í dag geti verið blíð- ar við sjúkrabeðin, eru þær það ekki við samningaborðið. Röddin, sem krefst hærri launa og betri vinnuskilyrða verður æ hærri. Þetta námskeið sem nú byrjar er meðal annars haldið til þess að auka þekk- inguna á því, hvernig á að byggja upp sterkt fagfélag“. Hún segir ennfremur. „Það þarf meira en ljómann til þess að laða giftu hjúkr- unarkonurnar aftur til starfa, svo sem betri vinnuskilyrði og dagheimili. Hjúkr- unarkonur í dag stefna að hærri þjóðfé- lagslegri stöðu“. Hún gerði góðlátlega gaman að því er verið væri að yfirfæra launin á réttu gengi á milli landanna. Laun á að miða við aðra starfshópa í hverju landi, og kaupgetu. Við hvað miðast lífskjör þjóðanna? Við þörfina í hverju landi. Á Islandi kulda- úlpu, í Brasilíu vínin, og t. d. hvaða kröf- ur eru gerðar til fæðis í hverju landi. Hún ræddi einnig um starfssvið hjúkr- unarkvenna og lagði áherzlu á að gerðar væru starfslýsingar. Hver eru okkar störf ? Hvar eiga þau að vera? Nú, þegar nýir starfshópar koma inn á sjúkrahúsin, er það nauðsyn. Annar dagurinn hófst á því að lesið var yfirlit um hvað gerzt hafði í launamálum á síðustu 4 árum. Fulltrúi frá hverju landi las upp sína skýrslu, þær komu með lang- ar skrifaðar skýrslur sem auðsjáanlega hafði verið lögð talsverð vinna í. Við suð- um eitthvað saman í fljótheitum, en það vantaði „köd pá det“, (eins og Danirnir segja). Um eftirmiðdaginn hófst hópvinn- an. Þátttakendum var skipt í 4 hópa og fékk hver sitt verkefni, í hverjum hóp var stjórnandi og ritari. Fyrirliði hóps- ins, sem ég var í, var dönsk stúlka, sem unnið hefur í launadeildinni í mörg ár, hún kunni sitt fag, kunni að láta alla koma fram með sitt. Það sem við höfðum til umræðu voru möguleikar hjúkrunarkvenna til þess að komast í betri stöður. Er launamismunur hinna ýmsu starfshópa réttur, og í þriðja lagi á að vera launamismunur í sama starfi, þótt menntun sé misjöfn? I umræðum kom strax fram það sjón- armið, að æskilegt væri að sem fæstar hjúkrunarkonur væru í lægsta launa- flokknum, en sem flestar í þeim hærri. Hvernig á að vinna að því ? Fleiri deildar- hjúkrunarkonur, en ekki geta verið nema ein á hverri deild. Þá að skipta þessum stóru deildum. Annað var að fá aðstoðar- deildarhjúkrunarkonur, helzt tvær á stór- um deildum, sem væru bæði á daginn og kvöldin. En þetta er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir, tæknilegir örðugleikar eru á að skipta deildum, og aðstæður misjafn- a}' í hverju landi, t. d. í Svíþjóð eru yfir- leitt ekki nema 2—3 hjúkrunarkonur á deild, deildarhjúkrunarkona, aðstoðar-

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.