Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Page 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Page 24
25 ára hjúkrunarkonur Vorið 1937 hófu 13 ungar stúlkur nám í Hjúkr- unarkvennaskóla íslands, en við hann starfaði þá í fyrsta sinn forskóli. Sigríður Bachmann fékk frí frá störfum hjá Rauða Krossi Isiands til kennslustarfa á þessu 4 vikna námskeiði. 1. maí 1965 hélt þessi sami hópur hátiðlegt 25 ára hjúkrunarkvennaafmæli og bauð Sigríði Bachmann til fagnaðarins, en þeim sið hafa þær ailtaf haldið í sambandi við afmæli, og þá áður einnig boðið Kristínu Thoroddsen, forstöðukonu skólans. Allar þessar hjúkrunarkonur hafa leyst af hendi langt og gott starf, og má Sigríður Bach- mann sannarlega vera stolt af þessum fyrsta nemendahóp sinum. En ef ætti að gera grein fyrir því mikla starfi, sem Sigríður Bochmann hefur gegnt í þágu heilbrigðis- og hjúkrunarfélagsmála væri það markverð saga, ef henni væru gerð full skil, og sama má segja um hennar skerf til mennt- unar hjúkrunarkvenna. Ein hjúkrunarkonan úr þessum hópi er iátin, tvær eru búse'ttar erlendis, en á myndina vantar Oddnýju Pétursdóttur. Hinar eru, talið frá vinstri: Katrín Tómasdóttir, Gerður Guðmunds- dóttir, Sigríður Bachmann, Kristín Gunnarsdótt- ir, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Kat- rín Pálsdóttir, Óla Þorleifsdóttir, Ingunn Hlíðar, Arndís Einarsdóttir. M. P.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.