Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 28

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 28
116 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS hefur verið frá ályktunum þingsins í útvarpi og dagblaðinu Tímanum. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík var haldinn 8. og 9. nóvember 1965. Auk formanns sátu fundinn, fulltrúarnir Guðmundína Gutt- ormsdóttir og Ásta Björnsdóttir, og um tíma einnig varafulltrúinn, Ásta Jónasdóttir. María Pétursdóttir og Elín E. Stefánsson voru kosnar þar í heilbrigðisnefnd, en Sigríður Thorlacius á einnig sæti í þeirri nefnd. Nánar verður sagt í dagblöðum frá störfum aðalfundarins. María Finnsdóttir og Sigríður Jakobsdóttir sátu í umboði Hjúkrunarfélags íslands viku fund sl. september i Helsingfors, en hann var haldinn á vegum kjaranefndar S.S.N. (kommiteen för fack- liga frágor). Sigríður Jakobsdóttir sat auk þess tveggja daga fund launanefndar á undan, en nánari frásögn um þessa fundi verður í blaði okkar. Hlutu þær kr. 500,00 sænskar í fararstyrk, af námsstyrk S.S.N. til H.F.Í., samkvæmt ábend- ingu frá ritara S.S.N., en það er sótt fast af hálfu Norðurlandasamvinnunnar að félag okkar sendi fulltrúa, sem er vel inn í launa- og kjara- málum, framvegis á nefndarfundi varðandi kjara- mál. Formaður hélt fund með hjúkrunarkonum á Isafirði 3. október sl. og hjúkrunarkonum á Ak- ureyri 3. nóvember sl. og sagði frá félagsmálum og alþjóðamóti hjúkrunarkvenna í Frankfurt. Báðir fundir voi’u vel sóttir og virtust hjúkrun- arkonur ánægðar með að fá þannig aukið sam- starf við félagsheildina, og voru móttökur af þeirra hálfu mjög góðar og hlýlegar, og er von- andi að hægt verði að koma á nánara samstarfi við hjúkrunarkonur úti á landsbyggðinni, eftir því sem tækifæri gefast. Eins og sagt var frá í síðasta tölublaði hefur stjórnin leitað ráða og aðstoðar borgarstjóra Reykjavíkurborgar, stjórnar stéttarfélagsins Fóstru, stjórenda Sumargjafar og nú síðast fræðslustjóra til að koma upp dagheimili hér í borg, sem hentaði börnum starfandi hjúkrunar- kvenna, en málið er enn óleyst, þrátt fyrir mikl- ar viðræður og vinsamlegar undirtektir. 48 hjúkrunarkonur starfandi hjá ríkisspítul- um, hafa farið þess á leit við stjórn Hjúkrunar- félags íslands, að hún vinni að því að hjúkrunar- konur starfandi hjá ríki fái greiddan vinnufatn- að og viðhald á honum, og þar sem samningar hafa fengist við Reykjavíkurborg um þetta, má telja meiri líkur til þess að árangur náist. Formaður var ofast á skrifstofu félagsins kl. 17—19 á fimmtudögum, en vegna annarra starfa er taka verður þátt í vegna félagsins var því miður ekki hægt að koma því við að hafa fastan skrifstofutíma lengri. Stjórnarfundir voru 18 og 4 félagsfundir auk aðalfundar, þar voru flutt erindi, s. s. um félags- mál. Regína Stefnisdóttir sagði frá dvöl sinni í Algier, Guðmundur Guðmundsson tryggingafræð- ingur um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, Jóhann- es Ólafsson, læknir frá dvöl og starfi í Ethiópíu, Ingibjörg Magnúsdóttir um þjálfun sjúkraliða og María Finnsdóttir um nefndarfund á vegum S.S.N. í Finnlandi og félagsmál. Einn fundurinn var haldinn í boði Hrafnistu, og var hann vel sóttur, og þannig höfðinglegt boð metið að verð- leikum. Félag Röntgenhjúkrunarkvenna var stofnað 8. apríl 1965. Allir félagar eru fullgildir aðilar í Hjúkrunarfélagi íslands. Stofnendur voru 10 og aukameðlimir 2. Stjórnina skipa: Jóhanna Kjart- ansdóttir, formaður, Sigrún Sraumland, gjaldkeri og Guðlaug Benediktsdóttir, ritari. Félagið hefur fengið upptöku í International Society of Radio- graphers & Radiological Technicians. Jóhanna Þórarinsdóttir fór sem fulltrúi félagsins á þriðja alþjóðaþing þessa félagasambands. Einnig sótti Sigurlaug Johnsen sama þing. Stofnendur Félags Röntgenhjúkrunarkvenna æskja þess, að hið nýstofnaða félag verði deild innan vébanda Hjúkrunarfélags íslands, en til þess þarf að samþykkja breytingu á lögum Hjúkr- unarfélags íslands. Verður tillaga til breytinga á lögum Hjúkrunarfélags íslands borin undir atkvæði á eftir, og lög félags Röntgenhjúkrunar- kvenna lesin, og verði tillagan samþykkt verður þetta fyrsta sérgreinafélag innan Hjúkrunar- félagsins, og gefur það öðrum gott fordæmi. Aðilar Hjúkrunarfélags íslands starfandi er- lendis á þessu ári voru að tölu: 11 í Danmörku (3 þeirra hafa fengið danska ríkisviðurkenningu), 5 í Noregi, 6 í Svíþjóð, 2 í Englandi, 24 samtals. í Bandaríkjunum er engin hjúkrunarkona á vegum félagsins, en íslenzkar hjúkrunarkonur, sem þangað hafa farið óskuðu að geta farið á vegum H.F.Í., en A.N.A. (Félagssamband hjúkr- unarkvenna í Bandaríkjunum) gat ekki greitt

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.