Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 31
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 119 i---------— r FRÉTTIR □ G TILKYNNINGAR Breytingar á stjóm H.F.Í. Elín Eggerz Stefánsson og Kristín Gunnars- dóttir létu af stjórnarstörfum. 1 þeirra stað voru kosnar Sigurlín Gunnarsdóttir og Sigrún Jóna- tansdóttir. Til vara eru Guðrún Margeirsdóttir og Ragnhildur Stephensen. I stað Jónu Hall, Sigríðar Jakobsdóttur og Rögnu Haraldsdóttur voru kosnar í ritnefnd: Lilja Bjarnadóttir Nissen, Guðrún Kristjánsdóttir og Guðrún Blöndal. Til vara voru kosnar Mar- grét Jóhannsdóttir og Vígdögg Björgvinsdóttir. Hjúkrunarf élag Islands vill ráða skrifstofustúlku, hálfan daginn, helzt hjúkrunarkonu. Þarf að vera vel fær í bókfærslu og bréfaviðskiptum á ensku og einhverju Norð- urlandamáli. Þær sem hefðu áhuga á þessu hafi vinsamleg- ast samband við Maríu Pétursdóttur (simi 16624). Hjónabönd. Nýlega voru gefin saman í hjónaband: Jóna Hall, hjúkrunarkona og Guðmundur Ei- ríksson, vélstjóri. Erla Bernódusdóttir, hjúkrunai-kona og Ágúst Sigurðsson, starfsmaður Skattstofunnar. Edda Árnadóttir, hjúkrunarkona og Jón Stefán Arnórsson, jarðfræðingur. Ida Einarsdóttir, hjúkrunarkona og Páll Sig- urðsson. Sesselja Halldórsdóttir, hjúkrunarkona og Enok Thomsen. Hjúkrunarfélag íslands hélt félagsfund að Hrafnistu mánudaginn 27. september s.l. Mættir voru 130 félagar. Formaður setti fundinn og bauð velkominn Jóhannes Ólafsson, lækni og konu hans Áslaugu Johnsen, hjúkrunarkonu. Fundurinn var haldinn í boði Hrafnistu og þakkaði formaður þetta ágæta boð forstjóra Auðuns Hermannsson- ar og forstöðukonu, frú Astrid Hannesson. Þá rakti formaður nokkuð sögu Hrafnistu og sagði frá tildrögum að stofnun Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna. Margrét Jóhannesdóttir, forstöðukona Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, sagði frá fræðslu- námskeiðum sem hefjast á þessu hausti. Jóhannes Ólafsson, læknir, sagði frá Ethiópiu og sýndi myndir. Var máli hans mjög vel tekið, en formaður þakkaði. Að lokum var sezt að glæsi- legu kaffiborði og fundi siðan slitið Góð fundarsókn ber vott urn vakandi félagsáhuga, en uppörvar og liðsinnir þeim, sem reyna að efla félagsstarfio. Sérhver aðili er samábyrgur heildinni, og spyrji hver sjálfan sig: hvort er ég hlekkur, scm veikir eða styrkir keðjuna? Hef ég, þótt ekki vseri annað, létt erfiði annarra, með því að greiða gjöld á réttum tíma, tilkynna bústaðaskipti, sækja fundi, kynna mér málefnin, gefa upplýsingar og leiðbeiningar, og skrifa greinar i blaðið. Félag, sem nú telur nærri 750 félaga, ætti þá á stuttum tíma að geta eignast sitt eigið félagsheimili skuldlaust, með því t. d. að láta félagsheimilissjóð sitja fyrir kaupum á minningarspjöldum, svo að ekki sé fleira nefnt.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.