Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 20
Rætt viðpýsku hjúkrunarkonuna G. Marianne D. F. Arndt Af hvaða ástæðum lcomst þú til Islands ? Ég kom til íslands á heim- leið frá Bandaríkjunum — dvaldist milli flugferða á leið til Þýskalands í því skyni að heimsækja vinkonu mína, hjúkr- unarkonuna Marga Thome, sem vinnur við hina nýju námsbraut í hjúkrunarfi-æðum við Háskóla Islands, og fara inn í óbyggðir Islands. Getur þú sagt ohhur eitthvað um hjúkmnarferil þinn? Ég er Þjóðverji, en fór í hjúkrunarnám í Bretlandi við General Hospital Kettering í Northhamptonshire. Ég hef starfað í Finnlandi, Bretlandi, á íslandi og í Afríku. Fram- haldsnámi í geðhjúkrun lauk ég í Þýskalandi. Nú er ég við hjúkr- unarkennaranám í Heidelberg í Þýskalandi. Þáttur í námi mínu var ferð þessi til Bandaríkjanna í fjögurra vikna námsdvöl í Adelphi-háskóla til að fræðast um hjúkrunarnám í Bandaríkj- unum. Hvaða skerf leggur háskóla- nám í Bandaríkjunum til hjúkr- unarmenntunar, hverjir eru kostir hennar og vandamál, og hvemig vinna bandarískir hjúkruncvrkennarar bug á erfi'ð- leikunum ? Frá háskólanámi koma um 12% af öllu hjúkrunarstarfs- liði í Bandaríkjunum,það hjúkr- unarnám er að öllu leyti á veg- um háskólanna. 1 þessu sambandi langar mig til að benda sérstaklega á nokk- ur atriði í bandarískri hjúkr- unarmenntun á háskólastigi. Háskólanemar í Bandaríkjun- um fara ekki í heilbrigðisstofn- anir fyrstu tvö árin af fjögurra ára námstíma. Eitt þeirra við- fangsefna, sem háskóladeildin í Adelphi hefur leyst með ágæt- um, er að tengja nám og starf. Verklegt nám hjúkrunarnema tekur skamman tíma, en skil- yrði, að hjúkrunarkennararnir fari alltaf með nemendurna á almenn sjúkrahús, hjúkrunar- heimili eða heilsuverndarstöðv- ar í verklegu tímana, með um- ræðum á undan og eftir í fá- mennum hópum. 1 þessu er fólg- ið að ræða um og gera grein fyrir vandamálum, sem upp kunna að koma, til þess að fá traustan grundvöll að þeirri tak- mörkuðu reynslu, sem nemend- ur öðlast. Á fjórða ári eru nemendur í verklegu námi eftir vali 20 klukkustundir á viku í 15 vikur og starfa þá með kennara, sem leiðbeinir þeim og hjálpar þenn- an tíma. Ein aðferð til að veita há- skólanemendum sjálfstraust til væntanlegs hj úkrunarstarfs er fólgin í starfskynningu fyrir ný- útskrifaða h j úkrunarfræðinga, sem flest sjúkrahús hafa komið á. Tilgangurinn er að kynna al- menna starfsemi stofnunarinn- ar, starfslið hennar og aðferðir og koma á framfæri hugmynda- kerfi hennar. Hvaða möguleika sérð þú til að koma hjúkmncurmenntun á háskólastig í Evrópu? Finnst þér nauðsynlegt, að það sé gert ? Mér virðist áskorun sé beint til þeirra hjúkrunarkvenna, sem gegna ábyrgðarstörfum í ís- lenskum sjúkrahúsum. Vegna starfsreynslu og fagþekkingar þeirra væri unnt að kveðja úr þeirra hópi kennara til að leið- beina nemendum við hina nýju námsbi’aut í Háskóla Islands. Hjúkrunarnám á háskólastigi er leið til: a) að koma hjúkrun almennt á hærra stig, b) að vera samstiga við nútíma- þjóðfélag, Framh. á bls. 103. 78 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.