Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 20
Rætt viðpýsku hjúkrunarkonuna G. Marianne D. F. Arndt Af hvaða ástæðum lcomst þú til Islands ? Ég kom til íslands á heim- leið frá Bandaríkjunum — dvaldist milli flugferða á leið til Þýskalands í því skyni að heimsækja vinkonu mína, hjúkr- unarkonuna Marga Thome, sem vinnur við hina nýju námsbraut í hjúkrunarfi-æðum við Háskóla Islands, og fara inn í óbyggðir Islands. Getur þú sagt ohhur eitthvað um hjúkmnarferil þinn? Ég er Þjóðverji, en fór í hjúkrunarnám í Bretlandi við General Hospital Kettering í Northhamptonshire. Ég hef starfað í Finnlandi, Bretlandi, á íslandi og í Afríku. Fram- haldsnámi í geðhjúkrun lauk ég í Þýskalandi. Nú er ég við hjúkr- unarkennaranám í Heidelberg í Þýskalandi. Þáttur í námi mínu var ferð þessi til Bandaríkjanna í fjögurra vikna námsdvöl í Adelphi-háskóla til að fræðast um hjúkrunarnám í Bandaríkj- unum. Hvaða skerf leggur háskóla- nám í Bandaríkjunum til hjúkr- unarmenntunar, hverjir eru kostir hennar og vandamál, og hvemig vinna bandarískir hjúkruncvrkennarar bug á erfi'ð- leikunum ? Frá háskólanámi koma um 12% af öllu hjúkrunarstarfs- liði í Bandaríkjunum,það hjúkr- unarnám er að öllu leyti á veg- um háskólanna. 1 þessu sambandi langar mig til að benda sérstaklega á nokk- ur atriði í bandarískri hjúkr- unarmenntun á háskólastigi. Háskólanemar í Bandaríkjun- um fara ekki í heilbrigðisstofn- anir fyrstu tvö árin af fjögurra ára námstíma. Eitt þeirra við- fangsefna, sem háskóladeildin í Adelphi hefur leyst með ágæt- um, er að tengja nám og starf. Verklegt nám hjúkrunarnema tekur skamman tíma, en skil- yrði, að hjúkrunarkennararnir fari alltaf með nemendurna á almenn sjúkrahús, hjúkrunar- heimili eða heilsuverndarstöðv- ar í verklegu tímana, með um- ræðum á undan og eftir í fá- mennum hópum. 1 þessu er fólg- ið að ræða um og gera grein fyrir vandamálum, sem upp kunna að koma, til þess að fá traustan grundvöll að þeirri tak- mörkuðu reynslu, sem nemend- ur öðlast. Á fjórða ári eru nemendur í verklegu námi eftir vali 20 klukkustundir á viku í 15 vikur og starfa þá með kennara, sem leiðbeinir þeim og hjálpar þenn- an tíma. Ein aðferð til að veita há- skólanemendum sjálfstraust til væntanlegs hj úkrunarstarfs er fólgin í starfskynningu fyrir ný- útskrifaða h j úkrunarfræðinga, sem flest sjúkrahús hafa komið á. Tilgangurinn er að kynna al- menna starfsemi stofnunarinn- ar, starfslið hennar og aðferðir og koma á framfæri hugmynda- kerfi hennar. Hvaða möguleika sérð þú til að koma hjúkmncurmenntun á háskólastig í Evrópu? Finnst þér nauðsynlegt, að það sé gert ? Mér virðist áskorun sé beint til þeirra hjúkrunarkvenna, sem gegna ábyrgðarstörfum í ís- lenskum sjúkrahúsum. Vegna starfsreynslu og fagþekkingar þeirra væri unnt að kveðja úr þeirra hópi kennara til að leið- beina nemendum við hina nýju námsbi’aut í Háskóla Islands. Hjúkrunarnám á háskólastigi er leið til: a) að koma hjúkrun almennt á hærra stig, b) að vera samstiga við nútíma- þjóðfélag, Framh. á bls. 103. 78 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.