Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Page 7
3. Deildarstjórn.
3.1. Gegni hjúkrunarfræöingur, sem hefur 60 starfs-
eÖa námsstig, starfi deildarstjóra skal hann fá
greidda þóknun fyrir deildarstjórnina er svarar til
mismunar launa í launaflokki 16 og 17.
3.2. Deildarstjóri í 16. launaflokki skal eftir fimm ára
starf í slíkri stöðu taka laun samkvæmt launaflokki
17.
3.3 Aöstoðardeildarstjóri við hjúkrun fái greidd laun
skv. starfs- og námsstigum sínum að viðbættum
einum launaflokki.
4. Ú tkallsvakt.
4.1. Greiðsla fyrir fasta útkallsvakt, sem yfirmaður hef-
ur ákveðið, skal nema sömu fjárhæð og vaktaálag
skv. aðalkjarasamningi.
5. Hlutastarj.
5.1. Hjúkrunarfræðingur, sem vinnur fastan hluta úr
fullu starfi, fái hlutfallslega styttingu á vinnu-
skyldu sinni, þegar helgidagar falla inn í vinnu-
viku.
6. Námsleyji.
6.1. Hjúkrunarfræðingur, sem með sérstöku leyfi
hjúkrunarforstjóra stundar viðurkennt sérnám í
hjúkrun eða sækir framhalds- eða endurmenntun-
arnámskeið í hjúkrunarfræðum, sem nýtur viður-
kenningar heilbrigðisyfirvalda, skal halda föstum
launum með fullu vaktaálagi meðan slíkt nám var-
ir allt að 3 mánuði á hverjum 5 árum. Heimilt er
að veita hjúkrunuarfræðingi námsleyfi með þess-
um kjörum tíðar en að framan greinir en þá skem-
ur hverju sinni, þó ekki umfram 1 mánuð á hverj-
um 20 mánuðum, enda leiði ekki af því aukinn
kostnað.
7. Vinna á fámennum stöðum.
7.1. Á fámennum stöðum, þar sem eru 1-2 hjúkrunar-
fræðingar, skal samið sérstaklega um vinnutíma
þeirra, greiðslu fyrir útkallsvaktir og annað, sem
af vinnutímafyrirkomulagi leiðir. Samningar þess-
ir skulu gerðir milli Hjúkrunarfléags íslands ann-
ars vegar og fjármála- og heilbrigðisráðuneytanna
hins vegar.
8. Gildistími.
8.1. Samningur þessi gildir frá 1. júlí 1977 og fer um
gildistíma hans og uppsögn skv. lögum nr. 29/
1976.
Benedikt Blöndal Jón Finnsson Jón Sigurðsson
Jón G. Tómasson.
Athugasemd lnga Kristinssonar
Eg tel að byrjunarlaunaflokkur hjúkrunarfræðinga
ætti ekki að vera lægri en lfl. 12, að öðru leyti get
ég fallist á úrskurðinn.
Jngi Kristinsson.
Kjaranefndarmálið nr. 7/1978
Hjúkrunarfélag íslands gegn borgarstjóranum
í Reykjvík f. h. Reykjavíkurborgar
1. Hinn 26. október 1977 gerðu Hjúkrunarfélag Is-
lands og Reykjavíkurborg með sér aðalkjarasamn-
ing fyrir tímabilið 1. júli 1977 til 30. júní 1979.
1 aðalkjarasamningi þessum er svo mælt, að um
laun og önnur kjör hjúkrunarfræðinga í starfi hjá
sjúkrastofnunum Reykjavíkurborgar skuli gilda
ákvæði samnings BSRB og ríkisins frá 25. október
1977 með einstökum, tilteknum frávikum. Hjúkr-
unarfélag Íslands er því bundið af ákvæði aðal-
kjarasamnings Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja um röðun í launaflokka en sá aðalkjarasamn-
ingur kveður á um, að við röðun starfa í launa-
flokka skuli að megin stefnu til höfð hliðsjón af
röðun samkvæmt sérkjarasamningum bandalags-
félaga 1976 með síðari breytingum. Frá þessari
reglu megi þó víkja, ef ástæða er til vegna saman-
burðar við kjör á almennum vinnumarkaði eða af
öðrum gildum orsökum.
2. I aðalkjarasamning Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja og fjármálaráðherra, sem skv. ofansögðu
gildir því einnig fyrir aðila þessa máls, voru nú
tekin ýmis ákvæði er áður voru í sérkjarasamning-
um og mega því falla þaðan niður.
3. Með bréfi borgarstjóra til Hjúkrunarfélags Islands
frá 28. mars 1977 var gefið fyrirheit um vilja
borgaryfirvalda til að „taka kjör hjúkrunarfræð-
inga á sjúkrahúsum borgarinnar til sérstakrar
meðferðar m. a. með hliðsjón af því að kannað
verði, hvort kjör þeirri hafi við gerð kjarasamn-
inga að undanförnu hækkað til jafns við kjör ann-
arra aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja.“ I samningaviðræðum hafa borgaryfirvöld
boðið eins launaflokks hækkun fyrir hjúkrunar-
fræðinga eða jafngildi hennar eftir nánara sam-
komulagi og fyrir kjaranafnd gerir varnaraðili
kröfur um, að laun og önnur kjör hjúkrunarfræð-
inga verði ákveðin með sama hætti eða hliðsjón
Hjúkrun
5